Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 8
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 ÖB:1,06-1,09) og fyrri saga um BNS (ÁH 1,11, 95%-ÖB:1,08-1,15). Eins árs lifun BNS sjúklinga var 66,5% samanborið við. 95,6% hjá þeim sem ekki fengu BNS. Tíu dögum eftir þræðingu höfðu 76% BNS sjúklinga endurheimt fyrri nýrnastarfsemi og 91% eftir 90 daga. Ályktun: Tíðni BNS eftir kransæðaþræðingar var 1,8% og hélst svipuð á tímabilinu. Eldri sjúklingar með aukna sjúdómsbyrði og skerta nýrnastarfsemi voru í aukinni hættu á að fá BNS. Lifun BNS sjúklinga var síðri en viðmiðunarhóps en rúmlega 90% sjúklinga höfðu endurheimt fyrri nýrnastarfsemi 90 dögum eftir þræðingu. 4 Þorskroðsígræði til viðgerða á heilabasti í kindum - blinduð sam- anburðarrannsókn Einar Teitur Björnsson1, Ingvar Hákon Ólafsson1,7, Hilmar Kjartansson2,6,7, Sigurbergur Kárason3,7, Eggert Gunnarsson5, Einar Jörundsson5, Helgi Jóhann Ísaksson4, Guðmundur Fertram Sigurjónsson6 1Heila- og taugaskurðlækningadeild, 2bráðadeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4meinafræðideild Landspítala, 5Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 6Kerecis limited, 7læknadeild Háskóla Íslands einartb@landspitali.is Inngangur: Ýmis efni hafa verið rannsökuð til viðgerða á heilabasti. Efnin hafa reynst misvel og enn er umdeilt hvert þeirra sé best. Rannsóknir á dýravef sem viðgerðarefni hafa undanfarin ár aukist. Við kynnum niðurstöður samanburðartilraunar nýs þorskroðsígræðis, Kerecis Omega3 Dura™ (KO3D), og Duragen Plus® (DP) sem er unnið úr sinum nauta. Þorskroðsígræðið hefur reynst mjög vel sem húðígræði í mönnum. Efniviður og aðferðir: Í svæfingu var 1x2cm opnun framkvæmd í heilabast beggja vegna á höfði 24 kinda í 4 hópum. Öðru megin var gatinu lokað með KO3D og hinu megin með DP og nothæfni efnanna skráð. Blinduð krufning og vefjafræðiskoðun fóru fram eftir 2, 6, 12 og 20 vikur. Niðurstöður: Engin brottfallseinkenni eða aukaverkanir sáust hjá dýr- unum. Nothæfni efnanna var álitin sambærileg. KO3D reyndist stífara sem aftur á móti gefur möguleika á saumahaldi. Við krufningu sáust engin merki leka heila- og mænuvökva né sýkingar. Magn innankúpu- samvaxta, bólgu, samþætting ígræða og heilabasts, myndun heilabasts, gróandi beinflipa og skoðun heilahvela var svipuð. Vefjafræðiskoðun sýndi að bólgufrumuíferð var örlítið meiri þorskroðsmegin við 2 vikur en minnkaði svo til muna og hraðari endurnýjun vefs sást við 6 vikur miðað við DP. Tilhneiging til bólgu vegna framandi efnis var einnig örlítið meiri þorskroðsmegin við 2 vikur en hvarf svo. Við 12 og 20 vikur höfðu bæði ígræðin breyst í heilabast með eðlilegu útliti. Engin bólga eða drep sáust í heilaberki. Ályktun: KO3D virðist öruggt til heilabastsviðgerða og jafn árangurs- ríkt og eitt fullkomnasta kollagenígræði sem til er. Skoðun klínískrar rannsóknar á mönnum stendur til í framhaldi af þessari rannsókn. 5 Fylgikvillar í sambandi við kviðarholsaðgerðir. Framskyggn klínísk rannsókn Elva Dögg Brynjarsdóttir1,2,5, Erna Sigmundsdóttir3, Páll Helgi Möller4, 5, Gísli Heimir Sigurðsson3, 5 1Lyflækningasviði Landspítala, 2lyflækningasviði SAk, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4skurðlækningadeild Landspítala, 5læknadeild Háskóla Íslands elvadoggb@gmail.com Inngangur: Fylgikvillar eru algengir hjá sjúklingum sem undirgangast stærri skurðaðgerðir á sjúkrahúsum og 30 daga dánartíðni er allt að 4%. Takmarkaðar upplýsingar eru til um langtímahorfur sjúklinga sem undirgangast kviðarholsaðgerðir. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa meðferð, fylgikvillum og dánartíðni hjá inniliggjandi sjúklingum sem undirgangast kviðarholsaðgerðir. Efniviður og aðferðir: Í þessari framskyggnu rannsókn voru þátt- takendur allir fullorðnir inniliggjandi sjúklingar sem undirgengust kviðarholsaðgerðir á Landspítala á tímabilinu 01.01.2014 – 31.01.2015. Eftirfylgd var 12 mánuðir. Upplýsingum var safnað um áhættuþætti, skurðaðgerðir, legutíma, fylgikvilla, gjörgæsluinnlagnir og dánartíðni. Niðurstöður: Af 1121 þátttakendum fengust fullnægjandi gögn um 1115 (99,5%), 493 karla og 622 konur. Meðalaldur var 54 ár (18-95). Algengustu undirliggjandi sjúkdómar voru háþrýstingur (34%), krabbamein (18%), hjartasjúkdómar (21%), lungnasjúkdómar (11%) og sykursýki (8%). Meðal legutími á sjúkrahúsi var 6 dagar (1-150), endurinnlagnir 86 (7,7%) og bráðaaðgerðir 537 (48%). Algengastar voru aðgerðir á ristli og endaþarmi (24%), gallblöðru (22%), botnlanga (18%), kviðsliti (9%) og smáþörmum (6%). Helstu fylgikvillar voru þvagfæra- sýking (4,7%), sýking í skurðsári (3,5%), lungnabólga (2,7%), sýklasótt (2,4%), hjartsláttaróregla (2,3%) og bráður nýrnaskaði (2,3%). Samtals voru 148 (13%) lagðir inn á gjörgæsludeild, helmingur bráðainnlagnir. Algengustu ástæður bráðainnlagna á gjörgæsludeild voru bráðir kvið- verkir (30%) og sýklasóttarlost (14%). Dánartíðni eftir 30 daga var 1,7% og 5,7% eftir eitt ár. Ályktun: Helmingur kviðarholsskurðaðgerða á Landspítala er bráðaað- gerðir og eru fylgikvillar algengir. Dánartíðni eftir 30 daga og eitt ár er þó tiltölulega lág miðað við erlendar rannsóknir. 6 Sjúklingar með höfuðáverka á gjörgæslu Landspítala. Lýðgrunduð rannsókn á nýgengi, orsökum og langtímahorfum Guðrún María Jónsdóttir1, Bryndís Snorradóttir1, Sigurbergur Kárason1,2, Ingvar Hákon Ólafsson2,3, Kristbjörn Reynisson4, Sigrún Helga Lund5, Brynjólfur Mogensen2,6, Kristinn Sigvaldason1 1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Llæknadeild Háskóla Íslands, 3heila- og taugaskurðdeild, 4myndgreiningadeild Landspítala, 5Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 6rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum krisig@landspitali.is Inngangur: Höfuðáverkar eru alvarlegt lýðheilsuvandamál. Alvarleiki höfuðáverka er metinn eftir meðvitundarástandi einstaklinga við komu á sjúkrahús og stýrir sú stigun greiningaraðferðum og meðferð. Þekkt tengsl eru milli meðvitundarástands í upphafi áverka og langtímahorfa. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem lögðust inn á gjörgæsludeild Landspítala vegna höfuðáverka 1998 til 2013. Gögnum var safnað um orsakir, ástand við komu, aldur, kyn, legu- tíma og daga í öndunarvél, meðferðir og APACHE II stig. Niðurstöður tölvusneiðmynda samkvæmt Marshall-stigun, áverkaskor og afdrif voru könnuð fyrir alla sjúklinga. Niðurstöður: Alls lögðust 583 inn á gjörgæslu vegna höfuðáverka, 39 einstaklingar/ári að meðaltali (spönn 27-52). Nýgengi höfuðáverka sem kröfðust gjörgæsluinnlagnar lækkaði á rannsóknartímabilinu úr 14/100.000 íbúa/ári í 12/100.000 íbúa/ári. Meirihlutinn voru karlar (72%) og meðalaldurinn 41 (±24) ár. Á seinni hluta tímabilsins sást aukning í innlögnum eldra fólks, einnig fjölgun innlagðra undir áhrifum áfengis frá 22,2% í 39,7% (p<0,01). Flestir einstaklinganna (41,5%) voru með alvarlegan höfuðáverka (GCS 3-8) og algengasta orsök áverkanna var fall (48,9%) en tíðni höfuðáverka eftir fall jókst frá 43% á fyrri hluta rannsóknartímabilsins í 53% á síðari hluta tímabilsins. Næst algengasta ástæða höfuðáverka voru umferðarslys en þeim fækkaði á tímabilinu úr 35% í 31%. Heildardánartíðnin var 18,2% en lifunin var betri meðal yngri

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.