Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Qupperneq 10

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Qupperneq 10
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 10 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 10 Fæðuval og næring kvenna á meðgöngu með tilliti til líkamsþyngdar Ingibjörg Gunnarsdóttir1, 2, Ellen Alma Tryggvadóttir1, 2, Bryndís Eva Birgisdóttir1, 2, Þórhallur Ingi Halldórsson1, 2, Helga Medek3, Reynir Tómas Geirsson3, 4 1Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands, 2matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 3kvennadeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands ingigun@landspitali.is Inngangur: Áhættumat vegna van- eða ofneyslu næringarefna sem gætu haft áhrif á fósturþroska hefur aldrei verið gert meðal barnshafandi kvenna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka næringar- gildi fæðu hjá barnshafandi konum á höfuðborgarsvæðinu og að kanna hvort mataræði kvenna í kjörþyngd fyrir þungun væri frábrugðið því sem er hjá konum sem voru yfir kjörþyngd. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru konur á aldrinum 18-40 ára (n=183), sem höfðu búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Mataræði var kannað með fjögurra daga vigtaðri skráningu í 19.-24. viku meðgöngu (n=98 með líkamsþyngdarstuðull (LÞS) <25 kg/m2); n=46 með LÞS 25-29,9 kg/m2 og n=39 með LÞS ≥30 kg/m2). Niðurstöður: Gæðum fitu og kolvetna í fæði var verulega ábótavant hjá fjórðungi þátttakenda. Einungis 35% þeirra neyttu ≥200 mg/dag af fitu- sýrunni DHA (docosahexaenoic sýru, C22:6, n-3) með tilvísan í norrænar ráðleggingar fyrir barnshafandi konur. Um fjórðungur gæti átt á hættu að fullnægja ekki þörf fyrir joð og D-vítamín (neysla lægri en áætluð meðalþörf). Ofneysla vítamína og steinefna (úr fæði og bætiefnum) sást ekki. Miðgildi neyslu af mjólk og mjólkurvörum (346 g/dag miðað við 258 g/dag, p<0,05), gos- og svaladrykkjum (200 g/dag miðað við 122 g/ dag, p<0,05) og kartöfluflögum og poppi (13 g/dag miðað við 0 g/dag, p<0,05) var hærra meðal kvenna með LÞS ≥30 kg/m2 fyrir þungun heldur en kvenna sem voru í kjörþyngd fyrir þungun. Ályktun: Hluti barnshafandi kvenna fullnægir að öllum líkindum ekki þörf fyrir næringarefni á borð við DHA, joð og D-vítamín, sem öll gegna lykilhlutverki við fósturþroska. Huga þarf betur að fæðuvali kvenna fyrir og á meðgöngu. 11 Áhrif minnkaðra fjárframlaga til spítala á greiningu, meðferð og útkomu blóðsýkinga, 2007-2012 Jón M. Jóhannesson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Helga H. Bjarnadóttir4, María Heimisdóttir4, Magnús Gottfreðsson1,5,6, Karl G. Kristinsson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, sýklafræðideild2, Barnaspítala Hringsins3, fjármálasviði4, smitsjúkdómadeild5, vísindanefnd Landspítala6 Inngangur: Blóðræktanir eru mikilvægar í greiningu blóðsýkinga en þar þarf sýklalyfjameðferð að hefjast sem fyrst. Fjárhagskreppa skall á með miklum þunga á Íslandi árið 2008 og minnkuð fjárframlög til Landspítala leiddu til 27% fækkunar blóðræktana á spítalanum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga áhrif þessarar fækkunar á greiningu, meðferð og útkomu blóðsýkinga. Efni og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum blóðræktunum sem voru framkvæmdar á sýklafræðideild Landspítala á tímabilinu 01.01.2007 – 31.12.2012. Rafræn sjúklingagögn voru skoðuð með tilliti til legutíma, ICD-greininga, notkun sýklalyfja og afdrifa. Niðurstöður: Á tímabilinu voru 53.229 blóðræktanarkolbur notaðar, þar sem ræktað var blóð frá 16.371 sjúklingi. Marktæk fækkun varð á milli tímabilanna 2007-2009 og 2010-2012 í bæði neikvæðum (26.236 niður í 20.225, p<0,001) og jákvæðum blóðræktunum (2569 niður í 2060, p<0,001). Marktæk fækkun varð á milli sömu tímabila í jákvæð- um blóðræktunum á stærstu sviðum spítalans (bráðasviði, lyflækn- ingasviði, skurðlækningasviði og á Barnaspítala Hringsins (p<0,01). Samhliða þessu var fækkun í greindum blóðsýkingum á sömu sviðum. S. pneumoniae blóðsýkingum sem greindust á Barnaspítala Hringsins fækkaði úr 13 í 0 milli 2008 og 2012 (p<0,001). Marktæk fækkun á fjölda blóðsýkinga vegna Gram-neikvæðra stafa (nema E. coli, K. pneumoniae og P. aeruginosa) milli tímabilanna 2007-2009 og 2010-2012 (218 niður í 151, p<0,001). Dánartíðni af öllum orsökum sem hlutfall af legudögum jókst milli sömu tímabila (3,81 niður í 4,12 andlát/1000 spítaladagar, p<0,05). Notkun breiðvirkra sýklalyfja jókst á rannsóknartímabilinu. Ályktun: Minni notkun á blóðræktunum tengist samsvarandi fækkun í fjölda greindra blóðsýkinga. Á sama tíma var aukning í notkun breið- virkra sýklalyfja. ICD-10 greiningar og heildardánartíðni eru ekki nægj- anlega næmar breytur til að unnt sé að meta hvaða áhrif þessi fækkun hafði á útkomu. 12 Addenbrooke-prófið fyrir iPad (ACE-III mobile): Íslensk þýðing, staðfæring, normasöfnun og réttmætisathugun María K. Jónsdóttir1,2, Brynhildur Jónsdóttir2, Una Sólveig Jóakimsdóttir1 1Sálfræðisviði Háskólans í Reykjavík, 2Landspítala – Minnismóttöku Landakoti (sálfræðiþjónusta) marijon@landspitali.is Inngangur: Addenbrooke Cognitive Examination (ACE) er hugrænt skimunarpróf sem hefur verið mikið rannsakað og þýtt á mörg tungu- mál. Það nær yfir fimm hugræn svið: athygli/áttun, minni, mál, sjón- úrvinnslu og stýringu og hefur fylgni þeirra við taugasálfræðileg próf verið staðfest. Nýjasta útgáfa ACE er fyrir spjaldtölvu og hefur fengist leyfi til að þýða hana á íslensku (t-ACE, þ.e. tölvu-ACE). Áður en hægt er að taka prófið í tilraunanotkun hérlendis verður að safna viðmiðum og gera réttmætisathugun. Fyrstu niðurstöður normasöfnunar verða kynntar hér. Efniviður og aðferðir: Þýðingu og staðfæringu á t-ACE er lokið. Normasöfnun er komin vel á veg og hafa verið prófaðir 72 heilbrigðir einstaklingar, 65 ára og eldri. Lokahluti verkefnisins felst í réttmætis- athugun með samanburði við taugasálfræðileg próf og samanburði á greiningarhæfni t-ACE og MMSE. Í þeim hluta verða þátttakendur fengnir af minnismóttökunni á Landakoti. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 73,5 ár (spönn 65 – 86, sf = 5,3). Menntunarstig var fremur hátt miðað við almennt þýði (47,1 % með há- skólapróf; 28,6 % með stúdentspróf eða iðnmenntun og 24,3% með minni menntun). Meðalskor úr t-ACE var 93,0 (sf = 5,3). Ekki var marktækt samband milli aldurs og frammistöðu en sterk fylgni á milli menntunar og heildarstiga á t-ACE (r = 0,55). Háskólamenntaðir fengu að meðaltali 95,9 stig (sf = 3,5) en þeir minnst menntuðu 90,3 (sf = 4,9). Ályktun: Sú normasöfnun sem lokið er hérlendis sýnir sambærilegar niðurstöður í heilbrigðu úrtaki og rannsóknir á ACE í Norður- og Vestur- Evrópu. Normasöfnun mun halda áfram og réttmætisathugun hefst í sumar. Þess er vænst að t-ACE nýtist í heilsugæslunni og vítt og breitt í öldrunarþjónustu. 13 GATA2 stökkbreyting á Íslandi Monika Freysteinsdóttir1, Sigrún Reykdal1, Ólafur Baldursson1, Brynjar Viðarsson1, Björn Rúnar Lúðvíksson1, Þórunn Rafnar2, Magnús Gottfreðsson3 1Landspítala, 2Íslenskri erfðagreiningu, 3læknadeild Háskóla Íslands monikafr@landspitali.is Inngangur: GATA2 er umritunarþáttur, tjáður af stofnfrumum í bein- merg. Nýlega hafa stökkbreytingar í GATA2 geni við verið tengdar við

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.