Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 15
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 15 paraðan viðmiðunarhóp sem fundinn var með áhættuskori (propensity score). Niðurstöður: Alls voru framkvæmdar 11.552 kviðarholsaðgerðir á 10.022 sjúklingum á rannsóknartímanum. Í 3902 tilfella (33,8%) voru kreatínínmælingar framkvæmdar bæði fyrir og eftir aðgerð og af þeim fengu 264 (6,8%) BNS; nánar tiltekið 172 (4,4%), 49 (1,3%) og 43 (1,1%) á KDIGO-stigum 1, 2 og 3. Algengi BNS meðal þeirra 3.902 einstak- linga þar sem kreatínínmælingar lágu fyrir var 67,7/1000 aðgerðir/ári (99%-öryggisbil (ÖB): 57,7-78,6). Líkur á BNS jukust með hærra hjarta- áhættuskori (Revised Cardiac Risk Index) og ASA (American Society of Anesthesiology) áhættuflokkun. Í fjölþátta aðhvarfsgreiningu reyndust karlkyn (áhættuhlutfall (ÁH)=1,47, 99%-ÖB, 1,02-2,13), háþrýstingur (ÁH=1,75, 99%-ÖB: 1,10-2,74), undirliggjandi langvinnur nýrnasjúkdóm- ur (ÁH=1,68, 99%-ÖB: 1,12-2,50), ASA flokkur IV (ÁH=9,48, 99%-ÖB: 3.66-29.2) eða V (ÁH=21,4, 99%-ÖB: 5,28-93,6) og enduraðgerð (ÁH=4,30, 99%-ÖB: 2,36-7,70). Sjúklingar með BNS höfðu hærri 30-daga dánartíðni (18,2%) samanborið við paraðan viðmiðunarhóp (5,3%, p<0,001). Ályktanir: BNS er alvarlegur fylgikvilli kviðarholsaðgerða. Auk há- þrýstings, enduraðgerðar og langvinns nýrnasjúkdóms virðist ASA flokkun vera sjálfstæður áhættuþáttur fyrir BNS eftir kviðarholsaðgerð. Sjúklingar með BNS hafa marktækt hærri 30-daga dánartíðni, jafnvel eftir að leiðrétt er fyrir öðrum sjúklinga- og aðgerðartengdum áhættu- þáttum. 26 Langtímaárangur skurðaðgerða við sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi 1991-2015 Tinna Harper Arnardóttir1, 2, Guðrún Fönn Tómasdóttir1, Arnar Geirsson1, Tómas Guðbjartsson1,2 1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands tinna.harper@gmail.com Inngangur: Sjálfsprottið loftbrjóst getur greinst endurtekið og þarf þá oft að grípa til skurðaðgerðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni og langtímaárangur þessara aðgerða hér á landi með áherslu á fylgi- kvilla og tíðni enduraðgerða vegna endurtekins loftbrjósts. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 362 sjúklingum (meðal aldur 29,4 ár, 77,8% karlar) sem gengust undir 431 aðgerð við sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi 1991-2015. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám og m.a. skráð tegund aðgerðar, 30 daga dánartíðni og hvort greinst hefði endurtekið loftbrjóst sem krafðist enduraðgerðar. Meðaleftirlitstími var 153 mánuðir og miðast eftirlit við 1. mars 2016. Niðurstöður: Að meðaltali voru framkvæmdar 17±6,3 aðgerðir á ári og sveiflaðist tíðnin frá 8 til 31 aðgerðar á ári. Meðalaðgerðartími var 60 mínútur og voru algengustu ábendingarnar annað (38,5%) og fyrsta loft- brjóst (30,3%). Í 99,1% tilfella var gerður fleygskurður, en í 56,9% tilfella var bætt við fleiðruertingu og hjá 13,1% hlutabrottnámi á brjósthols- fleiðru. Hlutfall aðgerða með brjóstholssjá (VATS) jókst úr 67% fyrstu 5 árin í 97% þau síðustu. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvar- andi loftleki (11,8%) og endurtekið loftbrjóst (9,0%). Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð. Alls þurftu 27 einstaklingar enduraðgerð vegna loftbrjósts (6,3%), þar af einn með þekktan lungnasjúkdóm, og var tíðnin hærri eftir brjóstholsspeglun en eftir brjóstholsskurð (8,0% sbr. 3,4%, p<0,01). Tímalengd frá aðgerð að endurteknu loftbrjósti var að miðgildi 4 mánuðir (bil: 0-47). Ályktanir: Árangur skurðaðgerða við sjálfsprottnu loftbrjósti er góður á Íslandi. Þó er endurtekið loftbrjóst vandamál, en líkt og erlendis er tíðni endurtekins loftbrjósts tvöfalt hærri eftir brjóstholsspeglun en opna skurðaðgerð. 27 Er kynjabundinn munur á afdrifum sjúklinga sem greinast með bráða ósæðarflysjun á Íslandi? Inga Hlíf Melvinsdóttir1, Sigrún Helga Lund2, Bjarni A. Agnarsson3, Tómas Guðbjartsson4, Arnar Geirsson4 1Hjarta og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3rannsóknarstofu Háskóla Íslands í meinafræði, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala ingahlifm@gmail.com Inngangur: Bráð ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur þar sem skjót greining getur skipt sköpum varðandi lifun og tíðni alvarlegra fylgikvilla. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni er hærri hjá konum en körlum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna kynjabundin afdrif þessara sjúklinga hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem greindir voru með bráða ósæðarflysjun á Íslandi 1992-2013. Upplýsingar um fyrra heilsufar, áhættuþætti og einkenni voru skráðar úr sjúkraskrám en einnig var farið yfir krufningaskýrslur sjúklinga sem ekki náðu lifandi á sjúkrahús. Aldursstaðlað nýgengi var reiknað út frá gögnum Hagstofu Íslands, lifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og Cox-fjölbreytugreining notuð til að meta forspárþætti lifunar. Niðurstöður: Af 153 sjúklingum voru konur 59 talsins (38,6%). Nýgengi ósæðarflysjunar hélst svipað fyrir bæði kyn á rannsóknartímabilinu (p=0,92). Konur voru 8 árum eldri en karlar (p<0,001) en ekki sást munur á kynjahlutfalli þeirra sem létust utan sjúkrahúss, náðu lifandi á sjúkrahús eða voru teknir til aðgerðar. Hins vegar voru martækt fleiri konur með meðvitundarskerðingu (p=0,03) við komu á sjúkrahús. Kvenkyn reyndist sjálfstæður forspárþáttur hærri dánartíðni innan 24 tíma og 30 daga. Konur höfðu einnig marktækt lakari 30 daga lifun en karlar (29 sbr. 28%, p=0,05) en dvöldu skemur á gjörgæslu (4,3 sbr. 7,6 dagar, p=0,05). Fimm ára lifun beggja kynja var hins vegar sambærileg, eða í kringum 39,6%. Ályktanir: Konur hafa verri 30 daga lifun eftir bráða ósæðarflysjun en karlar, sem er í takt við erlendar rannsóknir. Langtímalifun beggja kynja er hins vegar sambærileg. 28 Mat á áhrifum mænuraförvunar á síspennu Halla Kristín Guðfinnsdóttir3, José Lois Vargas Luna3, Vilborg Guðmundsdóttir2, Gígja Magnúsdóttir2, Guðbjörg Ludvigsdóttir2, Þórður Helgason1,3 1Vísindadeild Landspítala, 2Grensásdeild Landspítala, 3Háskólanum í Reykjavík halla09@ru.is Inngangur: Áverki á mænu hefur áhrif á og getur breytt taugarásum og tauganetum í mænunni. Síspenna eða ósjálfráður vöðvasamdráttur (spasmi), er algengur fylgikvilli mænuskaða sem getur dregið verulega úr lífsgæðum. Markmið rannsóknarinnar er að meta áhrif raförvunar með yfirborðsrafskautum á taugarætur í neðsta hluta mænunnar og meta hvort það geti dregið úr síspennu í fótleggjum eftir mænuskaða. Til að meta áhrifin voru mismunandi matstæki notuð sem meta ólík form síspennu. Aðferðir: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 8, 5 karlar og 3 konur á aldrinum 31-63 ára (M = 49,9; SD = 11,5). Mat á áhrifum mænuraförv- unarinnar var gerð með raflífeðlisfræðilegum og klínískum athugunum ásamt athugun á hreyfigetu. Rannsókninni var skipt upp í fjóra áfanga, einn meðferðar- og þrjá prófunaráfanga. Fyrst var prófun, áfangi 1, fyrir viðmiðunar gögn, síðan var raförvunarmeðferð í 30 mínútur, þá próf- unaráfangi 2 strax að lokinni meðferð og loks þriðji prófunaráfanginn

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.