Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 16
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 16 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 tveimur tímum eftir meðferðina. Prófunaráfangarnir samanstanda af Ashworth-skölun (klínískt mat á síspennu), mat á skjálfta eða krampa- kippum í fótum (clonus), 10-metra göngupróf ef hægt, raflífeðlisfræðileg- um athugunum með upptöku vöðvarafrits og Wartenberg-sveifluprófi. Áhrif meðferðarinnar á síspennu var svo metin með því að bera saman niðurstöður úr prófunum. Niðurstöður úr prófunum þremur ákvarða hvort áhrifin vari í tvo tíma að lokinni raförvun. Niðurstöður: Niðurstöður úr sveifluprófinu sýndu minnkun á síspennu hjá fjórum einstaklingum eftir meðferðina. Hjá hinum einstaklingunum voru meðalgildin úr sveifluprófinu í fyrsta prófunar áfanganum ≥1 sem lýsir ástandi án síspennu. Engu að síður var marktækur munur á samræmdri vöðvavirkni allra vöðvahópa á milli prófana fyrir og eftir raförvun hjá öllum þátttakendum sem bendir til lækkunar síspennu. Niðurstöðurnar sýndu einnig bætta hreyfigetu og betri stjórn. Ályktun: Af niðurstöðunum getum við dregið þá ályktun að notkun þessarar aðferðar, mænuraförvun með yfirborðsrafskautum með lágum styrk, 50 Hz, í 30 mínútur dregur úr síspennu bæði hjá einstaklingum með alskaða og hlutskaða á mænu. Hjá þátttakendum með hlutskaða sýndum við fram á færnibætandi áhrif með betri viljastýrðri stjórn á hreyfingum vegna minni síspennu. 29 Mæling úthljóðsrafhrifsmerkis: Tilraunauppsetning Kristín Inga Gunnlaugsdóttir1,2,3, Þórður Helgason1,2 1Vísindadeild Landspítala, 2Háskólanum í Reykjavík,3 Háskólanum í Lübeck kristin.gunnlaugsdottir@gmail.com Inngangur: Með beinni raförvun vöðvaþráða aftaugaðra vöðva má stöðva, snúa við rýrnun þeirra og ná upp bæði fyrra rúmmáli og að miklu leyti styrk þeirra. Hins vegar er skortur á aðferðum til að fylgjast með þessari meðferð og tryggja að hún nái til alls vöðvans, þ.e. allra þráða hans. Sneiðmyndir (CT, MRI o.fl.) eru of dýrar og tímafrekar. Í fyrirliggjandi verkefni stingum við uppá nýrri aðferð við að vakta raf- örvunarmeðferð vöðva. Byggir hún á hljóðrafhrifum. Kenning okkar er að fylgjast megi með raförvun aftaugaðra vöðva án íhlutunar í rauntíma. Úthljóðsbylgja er send inn í vöðvann, og breytir hún leiðni hans stað- bundið. Ef rafstraumur er fyrir mælist breyting á spennu sem samsvarar hljóðrafhrifunum. Hrifin ættu að vera auðþekkjanleg, þar sem tíðni þeirra mótast af úthljóðinu og er ólík tíðni annarra rafmerkja líkamans. Úthljóðsbylgjur má beina í brennipunkt, með brennipunkti bylgjunnar má fara yfir vöðva og þar með kortleggja rafstraumdreifingu í honum. Þetta kallast úthljóðsstraumlindarmyndgerð. Meginmarkmið verkefnis- ins er að sýna fram á að við getum mælt veikt merki úthljóðsrafhrifa með búnaði sem við höfum hannað. Efniviður og aðferðir: Mæliaðstaða fyrir mælingar á hljóðrafhrifum var þróuð. Úthljóðsgjafi sendir bylgju í saltlausn, sem er ætlað að líkja eftir innra umhverfi líkamans. Þar til gerður nemi var smíðaður sem myndar einsleitt rafsvið og nemur spennuna sem myndast. Gert var Faraday búr til að útiloka rafsegultruflanir. Auk þess var suðlítill magnari með bandhleypi síu frá 25o KHz til 2 MHz og litlu suði útbúinn, því merkið er afar veikt. Ennfremur var færslubúnaður keyptur og sérstakt gataspjald smíðað til að gerta staðsett og hreyft straum- og mæliskaut með mikilli nákvæmni. Mælibúnaður var prófaður og úthljóðs- og straumsvið mæld kerfisbundið þvert á svið úthljóðsgafans. Þá voru bæði svokölluð Debye áhrif mæld, spenna sem myndast í jónalausn þótt enginn straumur fari um hana, og sjálft úthljóðsrafhrifsmerkið þegar jafnstraumur er settur á straumflæðirafskautin. Mælingarnar voru síðan bornar saman við gildi reiknuð út frá straumþéttni og viðnámsgildum lausnarinnar. Debye áhrifin voru einnig mæld fyrir mismunandi horn milli stefnu úthljóðs- bylgju og línu milli upptökuskauta. Niðurstöður: Niðurstaða er að Debye hrifin mælast með útslag uppá 44.36 µV. Úthljóðsrafhrifsmerkið mældist með útslag uppá 42.3 µV við 9 mA straum á straumflæðiskautum og 32,4 með sama straumstyrk en stefnu í hina áttina. Niðurstöðurnar samsvara reiknuðum gildum. Ályktun: Niðurstöður mælinganna sýna að þessi mæliaðstaða uppfyllir kröfur til að mæla Debye hrif og úthljóðsrafhrif með nægjanlegri ná- kvæmni til að gera tilraunir með úthljóðsrafhrif í ísótónískri saltlausn og þar með er von til að sömu stærðir megi mæla í stórum vöðvum líkam- ans, sérstaklega lærvöðvum. 30 Stigun lungnakrabbameins með miðmætisspeglun á Íslandi 2003-2012 Jónína Ingólfsdóttir1, Þóra Sif Ólafsdóttir1, Hrönn Harðardóttir2,3, Steinn Jónsson2,3, Tómas Guðbjartsson1,3 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2lungnadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands jonina.ingolfsdottir@gmail.com Inngangur: Miðmætisspeglun er talin kjörrannsókn til að meta út- breiðslu lungnakrabbameins í eitla efra og fremra miðmætis, enda þótt rannóknaraðferðir eins og jáeindaskönnun og berkju-/vélindaómspeglun hafi fækkað þessum aðgerðum undanfarin ár. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur miðmætisspeglunar á Íslandi og meta neikvætt forspárgildi við greiningu miðmætiseitilmeinvarpa lungnakrabbameins. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar (n=125, meðalaldur 66 ár, 49% karl- ar) með lungnakrabbamein sem ekki var af smáfrumugerð sem gengust undir miðmætisspeglun á Landspítala 2003-2012. Farið var yfir sjúkra- skrár, reiknað út 30 daga dánarhlutfall og farið yfir vefjasvör. Neikvætt forspárgildi miðmætisspeglunar var reiknað hjá 66 sjúklingum sem í kjöl- farið gengust undir brjóstholsskurðaðgerð með lækningu að markmiði. Niðurstöður: Miðmætisspeglunum fjölgaði úr tveimur árið 2003 í 24 árið 2012 (p<0,001). Meðal aðgerðartími var 31 mínúta og 64% sjúklinga útskrifuðust innan sólarhrings frá aðgerð. Að meðaltali voru tekin sýni úr 2,9 miðmætiseitlum (bil: 1-5). Hjá 42 sjúklingum (34%) fundust meinvörp í að minnsta kosti einum eitli, en hjá hinum eitilvefur eða ósérhæfðar vefjabreytingar. Í þremur tilfellum (2%) fékkst ekki vefjasýni úr eitlum. Alls fengu 5% sjúklinga einhvern fylgikvilla í eða eftir aðgerð og voru þeir helstu hæsi (2,4%), skurðsýking (0,8%) og lungnabólga (0,8%). Neikvætt forspárgildi miðmætisspeglana reyndist 91,9%, en 5/66 sjúklingar reynd- ust hafa meinvörp í miðmætiseitlum (N2-eitlastöð) við aðgerð sem ekki höfðu greinst við miðmætisspeglun. Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð. Ályktanir: Árangur miðmætisspeglana er mjög góður hérlendis sem endurspeglast í lágri tíðni fylgikvilla og 0% 30 daga dánartíðni. Neikvætt forspárgildi er í samræmi við erlendar rannsóknir.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.