Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 9

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 9
Núna um síðustu mán- aðamót höfðu um 130 verslanir innan Kaup- mannasamtakanna gert samninga við Brunabótafé- lag íslands um kaup á Verslunartryggingu að sögn þeirra Hilmars Páls- sonar og Matthíasar Guð- mundssonar hjá Bruna- bótafélagi Islands. Sögðu þeir að rétt liðlega 200 130 hafa keypt nýja trygginga- pakkann hjá BÍ verslanir í landinu væru þá í viðskiptum við félagið. Söluátak Bí á Verzlana- tryggingu heldur áfram til áramóta, en eins og áður hefur komið fram í blaðinu er boðið upp á sérpakka þar sem ýmsir áhættuþættir eru nú sameinaðir. Greinilegt er að kaup- menn hafa náð fram veru- legum lækkunum á trygg- ingariðgjöldum með þess- um pakka, auk þess sem þeir kaupa víðfeðmari tryggingu en áður tíðkaðist. Kaupmannasamtök íslands hafa lengi barist fyrir lækk- un iðgjalda til félagsmanna sinna og hér hefur tekist vel til. Verzlunartíðindi hafa hlerað að önnur trygginga- félög séu að undirbúa til- boð af sama tagi eða svip- uð. Brunabótafélagið er hinsvegar að hleypa af stokkunum nýjum trygg- ingapakka til iðnaðarins. Áður hafði félagið boðið sveitarfélögum landsins upp á tryggingapakka, sem seldust vel ekki síður en Verslanatryggingin. Hreinní Laugarási endurskoða bókhaldið!" Annars kom mappan sér vel á þessum fundi og Halldór tók okkur mjög vel og okkar málaleitan. Öll þessi vinna okkar bar góðan árangur, nú eru víst fáir sem vildu skipta á gömlu mjólkurbúðunum og mjólkurkælunum í búðunum okkar. Og svo heyrði maður í fréttum að Mjólkursamsalan væri meðal annars að byggja stórhýsið sitt fyrir peninga sem henni áskotnuðust þegar mjólkurbúðirnar voru seldar." VEIKLEIKI AÐ EKKI SKULI VERA STÉTT ARSKYLDA Það er enginn vafi á að Hreinn Sumarliðason er til fyrirmyndar um margt öðrum kaupmönnum, ekki síst fyrir stéttvísi sína og félagslyndi. Hann er þeirrar skoðunar að kaupmenn eigi að halda hóp- inn í lausn vissra viðfangs- efna og koma fram sem ein stétt ekki síður en aðrir hópar í þjóðfélaginu. Hins vegar muni seint linna samkeppni milli kaupmanna. „Kaupmannasamtökin gera mikið gagn, á því er enginn vafi. Og ég vil að allir kaupmenn séu aðilar að samtökunum. Það er viss veikleiki að stéttarskylda skuli ekki vera fyrir hendi. Það er mikilvægt að Kaupmanna- samtökin vinni að því að kaupmenn verði allir aðilar að Ki. Það er fullkomlega ósanngjarnt hvernig aðilar utan Kaupmannasamtakanna hafa hagnast á starfi samtak- anna og sigrum í ýmsum mál- um á umliðnum árum“, sagði Hreinn um þetta efni. Þess má geta að Hreinn tók stóran þátt í norðurlandaráðstefnu NKK hér í Reykjavík og sat þar í forsæti. ,,En minni búðirnar verða að fylgjast með ýmissi tækni og þróun í greininni og vinna að því að lækka vöruverðið. K-kaupmenn hafa þarna gert gott átak og geta eflaust gert enn betur. Hjá þeim er þetta spurning um úthald og hug- kvæmni, sagði Hreinn." En hvert er álit Hreins á framtið „kaupmannsins á horninu" á timum stórmark- aðanna. „Ég er alls óhræddur um framtíð kaupmannsins á horninu. Hann er ómissandi, enda hentar það alls ekki öll- um að gera innkaup sín í stórmörkuðum, langt í frá. Margir eru þeir sem vilja ekki eða geta ekki farið um langan veg í stórmarkað. Aðrir búa við lítið húsrými og rýrar tekj- ur og kaupa inn eftir hendinni hjá hverfiskaupmanninum." VERZLUNARTIÐINDI 9

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.