Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 22

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 22
108. gr. Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varð- haldi eða fangeísi allt að 3 árum. Aðdrótt- un, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram a ótilhlýðilegan hátt. — Urstjórnar- skránni Teikning: Rósa Ingólfsdóttir Nýtt verslunarhús við Laugaveg Sælgætisátið jókst um 80 tonn milli ársfjórðunga < Fimm verslanir verða til húsa að Laugavegi 63 þar sem gullsmiðirnir Jón og Óskar eru að reisa stórhýsi á fjórum hæðum. RAGNAR flytur af Barónsstígnum, en þar hefur hann gegnum árin skapað sér ágætt versl- unarpláss og vinsælt. Þarna í nýja húsinu verður líka Bernharð Laxdal, sem kem- ur úr Kjörgarði, Kendal flyt- ur úr verslunar- og skrif- stofuhúsnæðinu að Hverfis- götu 111 auk þess sem þarna verður ný snyrtivöru- verslun og tískubúð sem flytur úr Keflavík í hjarta Reykjavíkur. Athyglisverð könnun fer fram ársfjórðungslega á veg- um Félags íslenskra iðnrek- enda á markaðshlutdeild inn- lends iðnvarnings hér á landi. Nýlega birtist niðurstaða könnunar fyrir fjórar iðn- greinar á 2. ársfjórðungi 1984. KAFFIBRENNSLA á við mikla samkeppni að etja utanlands frá eins og kunnugt er. Markaðshlutdeild inn- lendu framleiðendanna er engu að síður 80,4% af neysl- unni, var yfir 90% fyrir 6 árum síðan. Eilítið syrti í álinn hjá kaffimönnum vorum miðað við fyrstu 3 mánuði ársins, minnkun um 1,5% af heildar- neyslu. Miðað við framboð kaffis hlýtur þessi hlutdeild okkar manna þó að teljast mjög vel viðunandi. HREINLÆTISVARA minnk- aði hinsvegar um 2,9% miðað við sama ársfjórðung í fyrra, úr 63,5 í 60,6% alls markað- arins. Könnunin náði aðeins til fasts og fljótandi þvotta- efnis og gefur þar af leiðandi ekki heildarmynd af íslensk- um hreinlætisvörumarkaði. MÁLNING innlendra fram- leiðenda virðist eiga minna fylgi að fagna en fyrr. Árið 1980 áttu innlendir framleið- endur 65,8% markaðarins en á vormánuðum í ár var mark- aðshlutdeildin ekki nema 54,4%. Árið 1983 í heild var hún 57,5%. SÆLGÆTI virðist stöðugt þyngra á metunum sem sölu- vara. Að vísu minnkaði mark- aðshlutdeildin hjá innlendu sælgætisframleiðendunum á 2. ársfjórðungi þessa árs og er nú 45,5% af heildarsölunni, var 49,3% á sama ársfjórð- ungi 1983. Allt árið 1983 reyndist markaðshlutdeild- inni nær jafnt skipt milli er- lendra og innlendra framleið- enda, innlenda sælgætið átti þá 49,5% af markaðnum. Hitt er svo merkilegt að neyslan á sælgæti hefurvaxið mjög milli 1. og 2. ársfjórðungs 1984, — eða um 80 tonn, þar af er hlutur innlendu framleiðend- anna 22 tonn í aukningunni. 22 VERZLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.