Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 24

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 24
Bananasalan sf. Þúsund tonn af Chiquita á markað á ári Hver einasti Islendingur lætur sér til munns 8 kiló af banönum á ári hverju. Annar hver ávöxtur af þessu tagi er merktur Chiquita-merkinu, gæöamerkinu frá Panama. Innflytjanda þessarar vöru þarf varla að kynna fyrir kaupmönnum. Það er Ban- anasalan sf i Mjölnisholti 12, sem flytur þessa vöru inn og dreifir henni um land allt. Framkvæmdastjóri Ban- anasölunnar sf. er Arnar Ing- ólfsson. Verslunartiðindi héldu á hans fund á dögun- um i þeim tilgangi að fræðast ögn um innflutning banana og annarra ávaxta og grænmetis. Bananasalan sf. er 30 ára gamalt fyrirtæki. Það var stofnað af ýmsum þekktum mönnum úr röðum frumherja Kaupmannasamtaka is- lands. Silli og Valdi áttu helming hlutafjárins, Kristján Jónsson í Kiddabúð átti fjórðung, en fjórðungur skiptist á milli þeirra Axels Sigurgeirssonar og Gústa í Drifanda. Fyrir stofnun fyrir- tækisins var vart hægt að segja að Islendingar hefðu kynnst suðrænum ávöxtum nema þá sem sérstöku fyrir- bæri á jólaborðinu, þá helst appelsinum og eplum. Ban- anar voru lítt þekktir hér á landi. Breyting til batnaðar hefur því orðið á þessu sviði, hollara og fjölbreyttara fæðuval hefur þróast í tim- anna rás. Arnar Ingólfsson segir okkur að Bananasalan sf. einbeiti ekki lengur öllum sínum kröftum að innflutn- ingi banana. Fyrirtækið flytur inn alla línuna af suðrænum ávöxtum. Bananar vega þó þyngst í innflutningnum, eða um 50% á móti öðrum ávöxtum. I hverri viku tekurfyrirtæk- ið við 20 tonnum af Chiquita- banönum sem fluttir eru hingað til lands frá Belgiu. Þegar blaðamaður hitti Arn- ar að máli, kom hraðskeyta- póstur með staðfestingar- skeyti frá Belgiu þar sem staðfest var að Bananasal- an fengi sendingu úrs kipi, sem þá var á leiðinni frá Panama til Antwerpen. Sú sending fór síðan í gáma og um borð i islenskt skip. Eflaust eru þeir bananar nú komnirá markað hér. Varan er flutt hingað við 12—13 gráða hita og mjög góða loftræstingu. Með þvi móti „sofa“ ávextirnir, þroskast ekki, og koma hingað til lands í góðu ástandi. Arnar Ingólfsson sagði að mikilvægt væri að kaupmenn sinntu vel um rétta geymslu á ávöxtum i verslunum sín- um og kenndu starfsfólki sínu allt um þá hluti. I verkfallinu i haust átti Bananasalan „milljón úti á ytri höfninni“ eins og Arnar orðaði það. í skipum þar lágu 40 tonn af ávöxtum, ekki að tala um undanþágur. Sem betur fer reyndist þessi sending einkar þolin og kom i land sem fyrsta flokks vara. Afföll i þessari grein innflutn- ings geta þó verið talsvert oft á tiðum og virðast vera gegnumsneitt5%. Bananasalan er með um- boðsmenn á Isafirði, Akur- eyri og i Vestmannaeyjum. Arnar Ingólfsson sagði að fyrirtækið hefði alla tið haft mjög góð viðskipti við kaup- menn landsins og væri svo enn. 24 VERZLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.