Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 15

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 15
Magnús og Jóhannes sóttu fund NORDISK KÖBMANNSKOMITÉE Jóhannes Jónsson sæmdi þá Hans Sauro formann norsku kaup- mannasamtakanna NKL og Arne Reisfelt framkvæmdastjóra dönsku kaupmannasamtalanna gullmerki KÍ. Nordisk Köbmandskomi- tée heita óformleg samtök matvörukaupmanna á Norö- urlöndunum. Fundaö er ann- aö hvert ár og sendir hver þjóö þetta 6—7 fulltrúa, nema ísland færri. I lok október s.l. mættu þeir Jóhannes Jónsson for- maður félags kjötverslana og Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna á fund samtakanna I Osló. Fundarstaöurinn var Park Hotel á Holmenkollen I 350 metra hæö yfir sjávarmáli. Fyrsta kvöldiö var fulltrúum m.a. sýnd ný sænsk videó- mynd um feril dósa frá hyrjun til enda. Greinilegt er að gos- drykkir og öl i glerjum eru aö hverfa. Sama þróun á sér vissulega staö hér á landi einnig. Sérstakar móttöku- vélar eru í verslunum, þar sem fólk selur dósirnar, sem siðan eru pressaðar og seld- ari brotamálm. Á mánudegi var ákveöiö fyrirfram aö fulltrúar sæktu ráöstefnu eigenda stór- markaöa í SAS-hótelinu sem hundruð manna sátu. Hlýddu menn þarna m.a. á Ansgar J. Pedersen flytja erindi um Samvinnu og stór- rekstur, þar sem hann spuröi sem svo, Hverjum er slikt i hag? Komst Pedersen að þeirri niöurstööu aö til aö Norðmenn næðu bestum árangri, ættu þeir aö stuðla aö sem allra frjálsustum inn- kaupum og gerast ekki háðir einum eöa neinum þannig aö of stórir aðilar næöu ekki völdum á markaönum. Á fundum Nordisk Köb- mandskomitée haföi einn fulltrúi hverrar þjóöar fram- sögu um eitt tiltekiö mál. Jafnframt gerði hann grein fyrir efnahagsástandi i sinu heimalandi og stööu versl- unarinnar. Fulltrúi Dana ræddi t.d. um þá hörðu verðsamkeppni sem þar i landi er háö. Stór- fyrirtæki i Danmörku leika þaö að selja undir innkaups- veröi, sem gerir hinum minni erfitt fyrir. Telja Danir aö oliugróöi sé notaður í þvi skyni aö gleypa markaðs- hlutdeild. Sviar sögðu frá störfum EAN-nefndarinnar og reynslu þeirra af stripumerk- ingunni, sem lofar góöu eftir því sem næst verður komist, en reynslan er enn ekki löng þar í landi. Komið hefur i Ijós aö þetta kerfi losar kaup- menn ekki viö venjulegar verömerkingar, kúnnarnir vilja þær líka. Norömenn kvörtuöu und- an þvi aö heildsalar þar í landi gæfu leiðandi vöruverö til hverrar búðar. Vilja kaup- menn fá aö ráöa verðlagi sinu sjálfir og berjast nú viö þennan draug. Ræðumaður Islands var Magnús E. Finnsson. Ræddi hann um kreditkortanotkun- ina hér á landi. Á Norður- löndum þekkjast kreditkortin að sjálfsögðu, en ekki i þeim mæli sem hér er orðiö. T.d. þekkist ekki aö matvara' sé keypt meö kreditkorti á þeim kjörum sem hér gilda, enda þótt kortin séu tekin i annarri tegund verslunar. Þá er þekkt viða nokkuð sem kall- aö er debitkort, en þaö virkar i raun eins og ávísun. Kaup- maöurinn fær sitt fé þá strax. í Finnlandi eru kreditkort tekin en viðskiptavinurinn greiðir 1,9% á mánuöi í þóknun. Milli funda og umræöna var mikið spjallaö viö fulltrúa hinna þjóöanna. Þeir Jó- hannes og Magnús voru spuröir í þaula um hvernig hægt væri að innheimta söluskattinn, þegar aðeins hluti matvörunnar væri meö söluskatti. Norömenn hug- leiöa nú aö afnema Moms- inn af matvöru og eru því áhugasamirí þessu efni. I veislu á mánudagskvöld í lok ráöstefnunnar buöu norsku kaupmannasamtök- in til veislu þar sem formenn og fulltrúar fluttu ræöur. Jó- hannes Jónsson sæmdi viö þetta tækifæri formann NKL, Hans Sauro og fram- kvæmdastjóra dönsku kaupmannasamtakanna Arne Reisfelt gullmerki Kaupmannasamtaka Is- iands. Við sama tækifæri var Magnús E. Finnsson heiðr- aöur meö gullmerki norsku kaupmannasamtakanna. Aö loknum fundum héldu þeir Jóhannes og Magnús á fund formanns og fram- kvæmdastjóra norsku K- samtakanna. Þeir höföu heyrt af starfseminni á ís- landi og voru áhugasamir um meiri fréttir af henni. K-ið i Noregi er mjög einkennadi í verslun vitt og breitt um það stóra land og hefur svo veriö um árabil. Norðmennirnir buöu fram alla þá aðstoð sem þeir geta veitt, buðust m.a. til aö koma hingað og gefa K-kaupmönnum góö ráö. Aö loknum störfum sínum í Osló héldu þeir félagar til Kaupmannahafnar i er- indagjörðum Kaupmanna- samtakanna. Hans Sauro sæmir Magnús E. Finnsson gullmerki norsku kaup- mannasamtakanna. VERZLUNARTÍÐINDI Yfirlitsmynd yfir fund Nordisk Köbmandskomitée í Osló.

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.