Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 21

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 21
Á árinu sem nú er aö renna sitt skeið á enda varö úrsmiðavinnustofa Franch Michelsen sjötiu og fimm ára. Fyrirtækið var stofnað á Sauðárkróki af dönskum úrsmiði, Jörgen Frank Mich- elsen. Þótt ótrúlegt megi virðast voru á þessum tima tvær aðrar úrsmiðavinnu- stofur á Sauðárkróki, ibúar staðarins voru aðeins um fjögurhundruð. Af Króknum til Reykjavíkur meö viökomu í Hverageröi Jörgen Frank var tæp fjörutiu ár á Króknum en flutti starfsemina þá til Reykjavikur, með viðkomu i Hveragerði. Hann starfaði við iðnina til æfiloka en hann lést árið1953. Tveir nemar voru i læri hjá Jörgen Frank, Guðni A. Jónsson, sem lengst af hafði vinnustofu i Austurstræti 1, og elsti sonur Jörgens Franks, Franch, sem að loknu námi hjá föður sinum fór i framhaldsnám til Kaup- mannahafnar. Nam hann við danska úrsmiðaskólann og útskrifaðist með mjög hárri einkunn. Franch vann svo i tvö ár hjá Karl Jonsen kon- unglegum hirðúrsmiði i Kaupmannahöfn, áður en hann hélt heim til starfa hjá föðursínum. Núna er það Frank Úlfar, sonur Franchs, sem sér að mestu um daglegan rekstur verkstæðisins og verslunar- innar að Laugavegi 39. Bestu úr heims geta kostaö milljónir Blaðamaður Verslunartið- inda átti spjall við þá Michel- senfeðga fyrir skömmu. Við spurðum Franch fyrst hvort ekki hefðu orðið miklar breytingar á faginu siðan hann hóf nám á fjórða ára- tugnum. „Jú breytingarnar hafa orðið miklar, sérstaklega með tilkomu Quartz úranna. Áður fyrr voru öll úr mekan- isk og þá þurfti oft að smiða varahluti í þau. Nú er þetta allt i tilbúnum einingum." — Eru ekki quartz úrin Starfsfólk og eigendur: Franch, Guöný Jónsdóttir, kona hans, Elín Hanna, Guörún, Lilja og Frank Úlfar. JÖRGEN FRANK MICHELSEN, - stofnaöi fyrirtækiö á Sauðár- króki í samkeppni við tvo úrsmiöi aöra. Þrír ættliöir, Frank Úlfar, Frank Magnús yngsti tæpra 7 ára og tilvonandi úrsmiöur (?) og Franch Michelsen. miklu betri en þau mekan- isku? „Þau eru nákvæmari, en þó eru bestu úr heims ekki quartz, til dæmis stoltið okk- ar, Rolex úrin." — Hvað getið þið sagt okkur um Rolex úrin? „Þau eru hreinlega bestu úr í heimi. Og sennilega dýr- ust lika, geta kostað allt upp i nokkrar milljónir. Þau ódýr- ustu kosta rúmlega tuttugu þúsund. Þessi úr voru fyrst framleidd árið 1905, en rúm- um tuttugu árum seinna framleiddu Rolex fyrsta vatnshelda úrið. Ári seinna synti enska stúlkan Merced- es Gleitze með úrið yfir Ermasundið. Fleiri frægir kappar báru Rolex úr er þeir unnu afrek sin og sönnuðu þar með ágæti úrsins. Árið 1935 vann sir Malcom Campbell það afrek að keyra bifreið á 484 km hraða pr. klukkustund. Eftir á lét Sir Campbell hafa það eftir sér að það merkilegasta við þetta allt saman hafi verið Rolex úrið hans. Það gekk eins og ekkert hefði i skorist eftirhraðaksturinn." Þess má geta að Rolex verksmiðjurnar hafa fyrir sið að færa fólki sem eitthvað hefur sér til frægðar unnið úr, til dæmis gáfu þeir Frú Vig- disi forseta okkar eitt slikt í fyrra, og er mynd af henni með úrið i safni Rolex i Sviss. Úr eru enginn munaður Þeir Michelsen feðgar versla að sjálfsögðu einnig með ódýrari úr til dæmis flytja þeir inn Microma úrin sem eru svissnesk. — Lokaspurningin var hvort úr væru munaður i dag. „Nei, armbandsúr er nauðsyn. Þau eru til í öllum verðflokkum, ódýr úr sem henta vel til daglegs brúks, — og svo dýrari sem menn nota þá spari sem skrautgrip og nytjagrip í senn. Fyrir kemur að við seljum úrvals Rolex-úr sem kosta 60 til 80 þúsund krónur. Það er sjald- gæft, en gerist þó. Eigendur slíkra úra eru líka með mikla völundarsmið á úlnlið sér.“ VERZLUNARTIÐINDI 21

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.