Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 17

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 17
 *j . K m, | ^ 1 i~~ mr ' 111 1 m ' jIsm I I ■o I ~ ° n ? 5' 4 II sa ■ 5; í i g 1 | 1 ca I csa . II Hér sýnir Örn Guömundsson okkur Wang PC-töivuna, sem ætti aö geta oröiö góövinur kaupmanna. WANG PC og kaupmennirnir: Tölvan sem gefur kaup- manninum kvöld og helgarfrí Ein þeirra tölva, sem fær einróma lof um þessar mundir i tímaritum um tölvu- málefni er WANG PC-einka- tölvan. Hún hefur veriö á markaöi i um það bil eitt ár, en reynst sérlega vel. Verzlunartíðindi þáöu Örn Guömundsson deildarstjóra i tölvudeild Heimilistækja h.f. aö lýsa tölvunni fyrir lesend- um blaðsins. Tölvueiningin er byggö i kringum Intel 8086, sem er 16 bita örtölva, mjög hraö- virk, eöa allt aö þrefalt hraö- ari í „hugsun'1 en t.d. IBM- einkatölvan samkvæmt könnun bandariska timarits- ins Creative Computing. WANG PC eöa Professio- nal Computer eins og hún heitir, er meö 128 kb innra minni, sem stækkanlegt er i 640 kb. Geymslurými getur veriö annað hvort ein eða tvær diskettustöðvar aö há- marki 360 kb hvor, en þær lesa einnig og skrifa 160, 180 og 320 kb. Þá er hægt aö fá 10 MB eöa 30 MB fast- an disk, sem ætti aö vera mörgum til hagræðis. VERZLUNARTÍÐINDI Skjárinn er meö 12 tommu myndflöt, grænum að lit. Á skjánum geta birst 80 stafir i linu, 25 línur, eöa vel þaö magn sem rúmast á þéttvél- rituðu blaði. Mjög handhæg- ur búnaður er á skjánum, hann er fastur á klemmu eða arm þannig aö lítið fer fyrir honum á boröi og er þaö kostur i þröngum skrifstof- um. Þá er lyklaborðið létt og þægilegt og þarf ekki aö taka pláss á skrifborðinu, þegar unnið er aö öörum verkefnum. Á lyklaborðinu eru 106 lyklar eöa takkar þar af eru 32 forritanlegir. Allir íslenskir stafir eru á boröinu, og letriö sem prentarinn sendi frá sér erfallegt ritvélarletur. I þessari Wangtölvu er nánast allt sem einn meðal kaupmaður þarf á aö halda til aö létta pappirsvinnuna. boöið er upp á öll þau pró- grömm sem kaupmaðurinn þarfnast. Vitað er aö margur kaupmaöurinn glímir viö pappirana sina löngu eftir aö samborgarar hans eru teknir til viö virka afslöppun. Aö sögn Arnar Guðmundssonar er hægur vandi aö stytta stórlega þessa aukavinnu og beina þá kröftunum í aöra farvegi. Hitt er svo annað mál aö ekki er nóg aö koma sér upp tölvu. Þaö þarf aö læra aö nota þennan sniðuga vél- búnaö. Þvi miður virðast sumir hafa keypt búnaöinn, en láta þaö biöa aö fara af staö meö sjálfa tölvuvinnsl- una. Aö sjálfsögöu er slikt hin hreinastafirra. „Viö munum ýta mönnum af staö hér i kennslusalnum okkar, þaö er ekkert vanda- mál. Viö vitum um fólk sem hefur fyrst séö PC-tölvuna okkar i upphafi vinnudags og er fariö aö vinna af kappi fyrir hádegi. Það sýnir aö þessi tæki eru ekki svo óskaplega flókin,“ sagöi Örn. Örn sagöi ennfremur aö þeir hjá Heimilistækjum mundu bjóöa fyrirtækjum upp á svokölluö árspró- grömm i kennslusalnum. Þá verður kennsla i hinum ýmsu greinum auglýst þannig aö kaupmenn og aðrir geti skipulagt námskeiö fyrir starfsfólk sitt og sjáifa sig fram í tímann og gert viðeig- andi ráðstafanir. Wang fyrirtækið i Banda- ríkjunum hefur gefið Heimil- istækjum forrit til aö þýöa allt á íslenskt mál. Fyrirskipanir og leiöbeiningar eru á is- lensku og auðvelda mjög allavinnu viö tölvuna. Fjölmargt mætti tina til í sambandi viö WANG PC tölvuna, tæknileg atriöi, sem auka mjög á notkunarmögu- leikana. T.d. má tengja tölv- una i net þar sem allt aö 255 notendur WANG PC geta haft samband sin á milli og eiga þá möguleika á sam- nýtingu prentara og diskdrifa annarra PC tölva frá Wang og geta menn þá sameinast um ýmsar skrár og sent og móttekiö skilaboð hver frá öörum. Aö sjálfsögðu er hægt aö takmarka aðgang aö skjölum og skrám á ýmsa vegu eftir þörfum. Þá er boö- iö upp á samskiptabúnað viö önnur merki fyrir þá sem þessþurfa. WANG PC tölvan kostar meö forritum og prentara á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Ódýrasta gerðin er meö diskettustöð og kostar nálægt 90 þúsund krónur, prentarinn 20 þúsund og nauðsynleg forrit líklega um 40 þúsund krónur. 17

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.