Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 18

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 18
Starfsfólk Veggfóörarans—Málningar& járnvara í nýja verslunarhúsnæðinu íSíöumúla 4. Málning &járnvörurog Vegg- fóörarinn undir sama þaki: Glæsileg húsakynni aðSíðumúla4 Fyrir hálfri öld, um það leyti sem verslanirnar Vegg- fóðrarinn og Málning & Járnvörur voru að hefja starfsemi sína var versl- unarsvæði Reykvíkinga allt vestan Snorrabrautar. Eng- um heilvita manni datt í hug að stofna verslun í austur- bænum, nema kannski mat- vöruverslun. Reykjavík hefur stækkað, sem eðlilegt er, og þróunin orðið sú að sérverslanir í byggingavörum, innrétting- um, teppum og þess háttar þykja best settar í úthverfum borgarinnar. Einar Þorvarðarson veggfóðrarameistari varð hluthafi í Veggfóðraranum hf. frá 1967 og keypti síðan hlutafélagið allt rúmum ára- tug síðar. ,,Það var ómögulegt að vera þarna á Hverfisgötunni í seinni tíð“ sagði Einar, ..umferðin er svo mikil í miðbænum að það var erfitt að ferma og afferma bíla, svo var plássið nú ekki ýkja mikið. Við vorum sem sagt farin að hugsa okkur til hreyfings, þegar okkur bauðst að kaupa Málningu & Járnvörur, sem við og gerðum og hér erum við nú, tvö gamalgróin fyrirtæki sameinuð í nýju þægilegu húsnæði við Síðumúlann." Flest starfsfólkið í nýju versluninni kemur úr gömlu búðunum tveimur. Tveir menn hafa þó starfað öðrum lengur, Guðlaugur Stefáns- son hefur unnið í Veggfóðr- aranum í tuttugu og fimm ár og Vigfús Helgason byrjaði í Málningu og Járnvörum sem sendill, fjórtán ára gamall fyrir fimmtíu árum. Einar segir að það sé ómet- anlegt að njóta enn starfs- krafta þessara manna, þeir kunna svo sannarlega sitt fag! Þeir félagar eru allir sam- mála um það að margt hafi breyst í gegnum árin, vöru- úrval er annað og betra en áður enda engin innflutn- ingshöft nú eins og til dæmis á stríðsárunum. í þá daga kom jafnvel fyrir að biðraðir mynduðust, ef fréttist af góðri sendingu. Þetta er óþekkt í dag. Einar Þorvarðarson sagði að lokum að það væri að- standendum Veggfóðrar- ans og Málningar & Járn- vara tilhlökkunarefni að halda áfram að veita fyrir- taks þjónustu í nýja hús- næðinu að Síðumúla 4. Hvaðtáknar merki kaup- mannsins? Hvað táknar merki Kaup- mannasamtaka Islands? Þessi spurning kom upp á síðasta aðalfundi Kaup- mannasamtakanna og var fleytt áleiðis til ritstjórnar Verslunartíðinda. Að sjálf- sögðu er okkur Ijúft að greiða úr þessari spurningu. Listamaðurinn bak við merkið okkar er Gísli B. Björnsson. Merkiö teiknaði hann árið 1961, þegar hann var að koma á fót eigin aug- lýsingastofu í Þingholts- stræti í Reykjavík. Auglýst hafði verið samkeppni um gerð merkisins og tók Gísli sér penna í hönd og teiknaði og teiknaði, hugsaði og hugsaði. Að lokum gat hann sent frá sér merki, sem hann var ánægður með. Einmitt þetta merki hlaut náð fyrir augum dómnefndar og var valið einkennismerki sam- takanna. „Verslunarguðinn Merkúr sem getið er í grískum sögnum og rómverskum er sagður hafa haldið á fjöðr- uðum staf, sem ég notaði sem ,,symból“ fyrir verslun- ina í landinu“, sagði Gísli þegar við ræddum við hann. ..Þetta eru þrjár æðar eða línur sem verða að einni þegar neðar dregur. Allar línurnar lenda í hring, sem aftur er ..symból" fyrir ein- ingu. Og vel að merkja, menn eru mjög ánægðir með merkið og hafa alla tíð verið. Það er greinilegt að það á eftir að þjóna samtökunum áfram. Núna hefur verið prentað á plastmiða merki samtak- anna sem við vonum að allir kaupmenn innan samtak- anna lími upp á áberandi stað. Á merkið er letrað: MERKI KAUPMANNSINS, — ÞVl MÁ TREYSTA. HagkaupíHúsi verslunar? < Það er fátt um verslanir í Húsi verslunarinnar enn sem komið er. Á jarðhæð austanverðri eru nú til húsa vöruskemma Eimskips. Rætt hefur verið um útleigu á þessu húsnæði til versl- ana. Hagkaup h.f. hefur óskað eftir að fá þetta hús- næði leigt og munu þeir hafa í hyggju að setja þar upp IKEA-Verslun í marg- faldri þeirri stærð, sem þeir bjóða nú upp á í verslun sinni í Skeifunni. Ingibjörn kaupir, — og byggir • Ingibjörn Hafsteinsson í Hamrakjöri stendur í stór- ræðum þessa dagana. Hann hefur keypt Kjötbúð Suðurvers við hlið versl- unar sinnar í Suðurveri. Ekki nóg með það, — Ingi- björn er byrjaður að byggja verslun í Breiðholtinu ... o Matvaran skiptir um eigendur • Matvöruverslanir ganga kaupum og sölum nú sem fyrr. Við höfum frétt að SS sé núna að ganga frá sölu á versluninni að Bræðra- borgarstíg. Þá er Daníel búinn að selja Arnarhraun í Hafnar- firði til Jóns M. Guðmunds- sonar. Loks vitum við til að Már E.M. Halldórsson er búinn að selja verslun sína Teigakjör. 18 VERZLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.