Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 6

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 6
GUÐJÓN ODDSSON, - nýrformaður Kaupmannasamtakanna í viðtali við V ERZLU N ARTÍÐIN Dl Liturinn er fjölskyldufyrir- tæki og þar hafa allir lagt hönd á plóg. Hér eru þau Guöjón og Gíslína ásamt börnum fyrir framan versl- unina einn sólskinsdag fyr- ir nokkrum árum. leysa Værum löngu búnir aö mörgokkar baráttumál — ef kaupmenn stæðu betur saman Kvöld eitt fyrir miðjan maí rennum við suöur í Garðabæ til aö hitta að máli nýkjörinn formann Kaupmannasamtaka ís- lands, Guðjón Oddsson, kaupmann i Litnum við Síöumúla. Guðjón hefur unnið mikið starf að fé- lagsmálum Kaupmanna- samtakanna og setið í stjórn undanfarin sex ár, þar af síðustu tvö árin sem varaformaður. Þegar rennt er í hlað að Sunnuflöt 15 má greina að húsráðendur eru snyrti- menni hin mestu. Þarna hefur greinilega verið sleg- inn fyrsti sláttur af mörgum þetta sumarið og uppsker- an hreint ekki litil. Guðjón kemur til dyra, kátur og hress að vanda. Gíslina Kristjánsdóttir, eig- inkona hans, býður upp á kaffi. Heimili þeirra hjóna ber vott um þá miklu alúð, sem þau leggja i alla hluti, sem þau vinna að og grein- arhöfundur þekkir af eigin raun. Myndskreytingarnar á veggjum vekja fyrst athygli gestsins: Kjarval, Ásgrimur, Jónas Guðmundsson, - allt mjög fallegar og vel valdar myndir En við Guðjón vindum okkur brátt i samtalið. Ætl- unin er að kynna hann fyrir félagsmönnum í Kaup- mannasamtökunum. GRÍMS- STAÐAHOLT, - LITAUÐUGT BORGARHVERFI Guðjón er fæddur 20. júní 1939 i Reykjavík. Ungur að árum flutti hann á Grims- staðaholtið og sleit barns- skónum meðal annars í Grímsstaðavörinni þar sem grásleppukarlarnir góðu höfðu sitt aðsetur. Á þess- um slóðum var mannlifið litauðugt í meira lagi. Grimsstaðaholtið hafði byggt ungt og bjartsýnt, en yfirleitt fátækt fólk í sárum eftir krepputíma. Á striðsár- unum settu erlend setulið mark á lifið, og eftir stríð varð eftir braggahverfi, sem nú er orðið landsfrægt eftir skrif Einars Kárasonar i tveim bókum og sviðsetn- ingu Kjartans Ragnarsson- ar á verkinu Þar sem Djöfla- eyjan ris. Viðtalshöfundur og Guð- jón þekkja þetta hverfi, Grimsstaðaholtið og nær- liggjandi braggahverfi, Tripólikampinn svonefnda, af eigin raun. Það var þvi ekki óeðlilegt að margt rifj- aðist upp sem tengdist þessum slóðum. I fyrrgreindum bókum og leikverki kemur kaupmað- urinn i hverfinu mjög við sögu. Þar er greinilega fyrir- myndin Halldór Sigurðsson fisksali hverfisins og hinn mætasti maður. Hann stofnaði Knattspyrnufélag- ið Þrótt ásamt fleiri góðum mönnum. Þetta félag sem Halldór rak að mestu á eigin reikning fyrstu árin, stofnaði hann fyrir æskulýð hverfis- 6 VERSLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.