Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 17

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 17
nútima verslun. Þar sem sú stærsta og virtasta var þá, er nú rekin dún og fiður- hreinsun". ÓPERSÓNULEGRI VIÐSKIPTI „Viðskiptin eru lika allt ööru vísi í dag, ekki eins persónuleg. i gamla daga keypti fólk af framleiðand- anum, enda þekkir maður marga frá þessum tímum. Ég hætti að framleiöa hús- gögn 1982 og það er nú svo að maður kynnist fólki ekki eins mikið þegar reksturinn er orðinn þetta stór og ekki þarf að ræða við hvern við- skiptavin.“ i dag verslar Hörður á 500 fermetra gólfplássi á góðum stað i borginni. Lag- erhúsnæði hefur hann upp á annað eins. En húsnæðið er að verða of litið, segir Hörður okkur. Fólk vill fá að skoða meira úrval en það sem rúmast á 500 fermetr- um. „Ég var ákveðinn i því al- veg frá byrjun að vanda vel til allra hluta. Ég framleiddi aðeins úr bestu efnum og bauð fólki 10 ára ábyrgð á öllu, sem ég gerði. Það reyndist i besta lagi, því aldrei féll á mig ábyrgð. Þegar ég fór að flytja inn húsgögn frá ýmsum lönd- um, þá ákvað ég að kaupa aöeins inn vöru frá miðl- ungs gæðum og upp í það allra vandaðasta, það á einhvern veginn ekki við mig að selja nema vandaða vöru, sem ég veit að við- skiptavinirnir verða ánægðir með. Þetta hefur gefið góða raun. Auðvitað er mikið um það að fólk vill kaupa vand- aða vöru á lágu verði. Þetta fer þó sjaldnast saman eins og gefur að skilja. Það er beinlínis hættulegt að gefa fólki i skyn að það sé að kaupa vörugæði fyrir gjaf- verð“. FÓLK VEIT LÍTIÐ UM GÆÐI HÚSGAGNA, MEIRA UM BÍLA „Annars er það almennt þannig að fólk veit mun meira hvað það er að kaupa, þegar um er að ræða bíl. Þá veit það nokkuð vel i hverju verðmunurinn er fólginn. Hinsvegar veit það minna, þegar að húsgögn- um kemur. Tökum til dæmis leðurhúsgögn. Leöur er að sjálfsögðu í mörgum gæða- flokkum og gæðin liggja i svo mörgu. Ferillinn hefst strax við slátrun, jafnvel á skepnunni lifandi. Virkilega gott leður er auðvitað mun dýrara en það sem er haldið einhverjum göllum og hefur flokkast i lakari gæða- flokka. Ending og framtiöar áferð fer siðan eftir því hversu gott efnið er“. ÍSLENSK BÓLSTRUN ÞARF AÐ SÆKJA SIG Viðskipti siðari ára hafa breyst verulega i hinum vestræna heimi. Þau eru frjálsari en fyrr. Fyrir kaup- andann skiptir það ekki verulegu máli hvort hlutur- inn er framleiddur i Belgiu eða i Bolungarvík svo við tökum dæmi. Bara að hann henti vel og sé á viðráðan- legu verði. Það er Ijóst að húsgagnaiðnaður Islend- inga hefur átt nokkuð undir högg að sækja á undan- förnum árum, þegar hús- gögn eru flutt inn frá ótal mörgum löndum, þar sem mikil tækni er viðhöfð í framleiðslunni. Við ræddum þetta atriði við Hörð. „Ég hef siðustu árin að mestu leyti flutt inn hús- gögn, en einnig læt ég fram- leiða fyrir mig hér innan- lands. Ég er nú þeirrar skoðunar að okkar bólstrar- ar geta gert mun betri hluti og eignast þannig stærri hluta af innanlandsmark- aðnum en nú er. Hugsaðu þér allan þann fjölda ungs fólks, sem er að hefja sam- búð á hverju ári, mér skilst að giftingar á ári séu um fjögur þúsund. Og öll heimili þurfa húsgögn. Fólk er líka stöðugt að endurnýja hús- gögn sín. Þetta er hreint ekki litið. Það sem minir menn, bólstrararnir, þurfa að gera, er að fylgjast miklu betur með. Það gengur til dæmis ekki að hafa alla sina vitneskju um ákæði og bólstrunarefni frá heildsöl- unum, sem ekki hafa neina sérþekkingu i faginu. Bólstrararnir þurfa að fá meiri menntun og sýna meiri áhuga fyrir starfinu. í vetur var haldið nám- skeið á vegum Iðntækni- stofnunar iðnaðarins að undirlagi Meistarafélags bólstrara. Þar var tekin fyrir flokkun og meðferð leðurs ásamt leiðbeiningum til bólstrara um saumaskap, gerð nála og saumavéla viðvíkjandi framleiöslu á leðurhúsgögnum. Þetta var fróðlegt og lær- dómsrikt námskeið. Þarna mættu mest innflytjendur leðurs og húsgagnakaup- menn, en bólstrarar mættu illa. í faginu hefur margt breyst, nú er það tækni og nútima saumavélar sem skipta sköpum fyrir þennan iðnað. Þegar menn vakna og fara að keppa í alvöru við erlenda starfsbræður, þá óttast ég ekkert um mina menn, en þeir verða að mennta sig, sjá meira, víkka sjóndeildarhringinn til að verða samkeppnishæfir", sagði Hörður Pétursson að lokum. JónasíDögg látinn JÓNAS SIGURÐUR JÓNSSON, kaupmaður í Dögg, varð bráðkvaddur laugardaginn 30. mai s.l. Hann varð tæplega sjötugur að aldri. Jónas kom mikiö við sögu í félagsmálastarfi Kaupmannasamtakanna. Hann var formaður ASKI frá upphafi, og sat lengi í stjórn félags blómaverslana. Margt annað vann hann innan samtakanna og var manna fúsastur til starfa. Hann var útlærður skrúð- garðyrkjumaður og starfaði lengi að iðn sinni auk þess sem hann rak verslanir. VERSLUNARTIÐINDI 17

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.