Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 22

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 22
að snara skammstöfuninni yfir á móðurmálið, -Fjölskyldumarkaðurinn eða bara Félag matvöru- kaupmnna. Nú, F.M. keðjan byrjaði fyrir 12 árum með 5 búðir i austurhluta Noregs. i dag eru búðirnar 140 og velta nær 4 milljörðum ísl. króna. Keðjan starfar i nánum tenglsum við Kefas. F.M. keðjan gerir ýmsar kröfur til bátttakenda. Vesl- anir verða að hafa sama út- lit, í rauðu og gulu, líkum Shell-litunum. Þeir nota samskonar skilti, samhæfð- ar auglýsingar, samskonar burðarpoka, sameiginleg staðbundin auglýsingablöð og sama stíl á innréttingum. Áhersla er lögð á góða bjónustu og gott vöruval, ásamt reglulegum tilboðum, sem byggjast á hagstæðum innkaupum frá Köff og Kefas. „Með samstarfi styrkjum við hvern annan og tryggj- um atvinnu fólks. Með samskonar útliti búðanna gefum við viðskiptavinum til kynna samstarf okkar, hann veit að i versluninni fást góðar vörur á góðu verði og að bjónustan er góð“, segja beir hjá Kefas. Meðalverslun i F.M-.keðj- unni er með veltu upp á ca 60 milljónir isl. króna á ári. Hún greiðir ca. 60 þúsund norskar krónur i sameigin- legan kostnað og auglýs- ingar, - en fær á móti sérstakan FM-afslátt, árs- bónus, auglýsingaafslátt, og afslátt af rekstrarvörum og tryggingum, sem vegur þyngra, því hagnaður með- albúðarinnar af samstarfinu verður i kringum 15 þúsund norskar krónur á ári. Til við- bótar kemur hagnaður af sérstökum partíinnkaupum. Þá er ótalinn ómælanlegur hagnaður af samstarfinu i heild, sem er mest virði fyrir hvern og einn kaupmann. Íslensku þátttakendurnir voru sammála um að F.M. væri hin rétta fyrirmynd fyrir íslenska matvörukaup- menn, af henni mætti læra mikið. Hans Sauro hjá Daglig- vareforbundet sagði í við- tali: „F.M keðjan er ein sú besta hér og er vaxandi, meðal annars vegna þess að kaupmenn stjórna henni sjálfir og eiga einnig lager- inn hjá Kefas-Köff“. NORSKU K-SAMTÖKIN Að sjálfsögðu voru hin norsku K-samtök heimsótt. Þar tók Sverre Jakobsen framkvæmdastjóri á móti ís- lendingunum ásamt full- skipaðri stjórn samtakanna. K-samtökin taka 0,1 til 0,5% af umsetningu i þjón- ustugjald og 2,3% af verði tilboðsvara. Þeir hafa 110 búðir og velta um 4,5 millj- örðum isl. króna á ári, eða 6% af markaðnum. Sam- tökin tryggja greiðslur vegna vörukaupa úr sam- eiginlegum sjóði sinum.AII- ar vörur eru sendar beint frá seljanda til kaupmanns. Ktilboðin standa í eina viku með ferskvöru, en 2 og jafn- vel 3 vikur með þurrvöru. Algengt er að safnað sé saman pöntunum til að- kaupa tiltekin vöru„partí“, ýmist með beinu tilboði eða samningi. Rætt er um stofn- un fjárfestingarsjóðs til að kaupa og endurleigja versl- unarhúsnæði með það fyrir augum að hafa áhrif á markaðshlutdeild K-sam- takanna. Þar sem magnafsláttar- kerfi er mjög ráðandi, þ.e. ársbónus, þá leggja þeir hjá K-samtökunum norsku saman öll viðskipti allra K- búðanna og fá þannig hæsta mögulegan afslátt fyrir samtökin i heild. Þeirfá afslátt bæði af innfluttri vöru og eins innlendri fram- leiðslu, en flytja ekki inn sjálfir. Mjólkina fá þeir lánaða i 15 daga. Fram kom að flestir K- kaupmenn hagnast á þessu samstarfi, afsláttur þeirra greiðir kostnaðinn við þátt- tökuna og riflega það. Árs- afsláttur kemur beint til K-samtakanna og deilist þaðan til félagsmanna, en þegar vörur eru afgreiddar beint til verslana kemur af- sláttur á hverja nótu. Í norsku K-samtökunum eru engir stórmarkaðir. ÞRÍR VASKIR Aðalfundurinn í Hveragerði og árshátíðin að honum loknum tókust í alla staði hið besta, fundarstaðurinn að Hótel Örk til fyrirmyndar og árshátíðin sömuleiðis. Mikil vinna hafði verið unnin fyrirfram af starfsliði Kaupmannasamtakanna, ekki síst þeim þrem galvösku dánumönnum, sem hér sjást leggja á ráðin, þeim Magnúsi E. Finns- syni, Guðna Þorgeirssyni og Daníel Björnssyni. Allt þeirra skipulag gekk upp og fundur og hátíö til mikillar fyrirmyndar. 22 VERSLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.