Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 15

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 15
Snemma á fætur, hann er matvörukaupmaður meö meiru! Þaö koma bilar meö vör- ur, sem þarf aö taka á móti. Lyfta stafla, trilla og telja. Það þarf aö rifa upp kassa, aðgæta magn, reikna út verö, setja í hillur, - enda- laust. Hann gerir þetta allt meö gleði, Hann þénar þar aö auki nokkrar krónur, þetta er hans atvinna. Fðlk kemur og fer, spyr um allt mögulegt. Sá kaupmaöur sem var næstur honum og veitti samkeppni, hann gafst upp af þeirri einföldu ástæöu aö hann var svo ungur aö hann skildi ekki allt „stritiö", - eða var það vegna þess að markaðurinn var ekki nógu stór? Kannski. Það var lika erfitt hjá föö- ur hans og afa. Fólk borgaði ekki alltaf reikningana sina. Dagurinn liöur, siminn hringir, rödd í simanum segir: Mér er svo illt i bak- inu, heyröu kaupmaöur get- ur þú ekki séö um aö fylla út fyrir mig getraunaseðilinn? Þaö er hringt frá elliheimil- inu, þeir vilja fá vörur send- ar heim. Settu mjólkina í kæliskápinn kaupmaöur, brauðið i hilluna þarna frammi og komdu með áleggið hingaö. Pappírar - bókhald, ann- rikiö er svo mikið aö hann skrifar minnisatriöi meö tússpenna i beran lófa vinstri handar. Bensín, mjólkursnúningar, oft til viðskiptavina sem búa afsíðis. Ef þú ekki færir okkur vörunar heim, þá get- um viö svo sem keypt þær annars staöar. Er nokkuð til sem heitir viöskiptaþvingun? Hann sest á kassa og fær sér einn reyk. Ef hann neit- aöi heimsendingum, - hvað þá? HANN er líka kvalinn af vitneskjunni um þjóðfélags- lega ábyrgð sína. HANN er sko látinn vita um skyldur sinar viö kúnn- ana, hann má vera snún- ingastrákur, sækja tómu flöskurnar, sortéra og raöa, senda, keyra, losa. Já, já, kassadaman í búöinni hefur sinn afmarkaða vinnutima, ekki hann. HANN freistast til aö setj- ast bak viö kassann og hvila sig ögn en þá kemur einhver sem lætur hann sko vita þaö aö álagningin hjá honum hafi hækkaö ótæpi- lega siðan hann varö einn í hverfinu. Nei, nei, svarar hann, þvert á móti. Honum sárnar að honum sé ætlaö slíkt. En þaö er enginn timi til aö rökræöa þetta eða hreinsa sig af þessum áburöi þvi nú er skyndilega ös viö kass- ann. Á hann aö taka greiðslu fyrir plastpokana? Eöa hvaö? Nei, það er auglýsing á þeim, aö visu ekki hans eigin, en þó. Kún- ninn tekur marga poka og hann hlær ekki á meðan. Plastpokar eru timans lausn á svo mörgu. Upp meö húmorinn þú þarna, geturöu ekki séö um að getraunaröðin sé rétt? Hvernig er með þetta lottó? Fólkiö er að veröa ruglað, maöur sem ég þekki af af- spurn vann nýlega 3 millj- ónir. Tómar flöskur hrúgast á borðið. Geturöu útvegaö blómavasa? Þaö eru engin takmörk fyrir þvi um hvaö er spurt. Einn pælir i smá- auglýsingunum, þarna er pakkinn frá apótekinu. Hér er dama aö skoöa varning í læsta skápnum, sem nú er opinn á meðan. Þori ekki aö víkja frá skápnum, hann á jú aö vera læstur, nema verið sé að afgreiða úr honum, en aðrir biöa. Svo koma nýir bilar meö meira af vörum, meiri mjólk og fersk brauð, svo er kominn sölumaður sem kynnir sig sem um- boðsmann. Kaupmaöurinn hefur ekki tíma til aö sinna honum. Hvaö? Hefurðu ekki tima til aö græöa peninga á góöri vöru? Svona heldur þetta áfram. Kaupmaöurinn gleypir mat- arbitann sinn, standandi upp á endann. Og loksins er hurðinni lokaö og lykli snúiö. Loksins friður og ró, verðmerkingar, áfylling, taka til, útreikning- ar, skýrslur. Burt meö veiöi- græjurnar, - inn meö jóla- vöruna. Hann klifrar upp í tröppur og hengir upp grenigreinar, það eru jú aö koma jól. Svo þarf aö koma skipulagi á pappirana á kontórnum, virðisauka- skattur, hagtölur, nótur og pöntunarseðlar, afpantanir, reikningsfærsla, ölsala og auglýsingar. Heim er haldiö og áfram heldur dagsrevian. Þá er það bókhaldið, færa inn sölu dagsins, og þá hringir síminn. Geturðu opnaö bensindælurnar, viö erum bensínlaus! Vertu nú svo vænn aö hjálpa okkur. Síöan aftur í bókhaldið. Hann drúpir höföi, þaö er liðið á kvöldið. Hann fær sér göngutúr aftur i þúðina, bætir nokkru af jólavörum í hillurnar, og svo heim aftur. Sogar í sig súrefni og frískt loft á leiðinni, kallar þetta heilsubótargöngu, og beyg- ir sig aftur yfir reikningshald og verölista. Klukkan er orðin hálftvö þegar hann skríöur upp i. Hann getur hvílst til klukkan 6,15 í fyrramálið. Á morgun hætti ég i bransanum og byrja nýtt líf meö föstum vinnutima og umsömdu sumarfríi, eftir- launum og fullborgaðri yfir- vinnu. En sá munur! En, en ... Svona hefur hann hugsað i mörg ár, en ekkert skeöur. — í þýðingu Hreins Sumarliðasonar VERSLUNARTIÐINDI 15

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.