Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 7

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 7
Guöjón Oddson í ræðustóli í Hveragerði s.l. vor, þegar hann ávarpaði aöalfundarfulltrúa sem nýkjörinn formaður Kaupmannasamtaka íslands. Vinstra megin á myndinni má sjá þá Sigurð E. Haraldsson fyrrverandi formann og Kolbein Kristinsson, en til hægri á myndinni er framkvæmdastjórinn, Magnús E. Finnsson. ins. Hann var hugsjóna- maður og lífsspekingur. Einmitt þetta félag átti eftir að tengja saman æskulýðinn í fremur van- ræktum hverfum, félagslega séð, þ.e. I suðurhverfum bæjarins, á Grimsstaða- holti, Skerjafirði og í Haga- hverfi sem þá var aö rísa. Síðar átti það fyrir Guðjóni Oddssyni að liggja að taka að sér forystu í þessu fé- lagi, hann sat í stjórnum og varð formaður Þróttar um árabil. Öll störf sem hann tók að sér rækti hann af mikilli samviskusemi og dugnaði. Skilaöi hann fé- laginu frá sér með sóma og sann og hafði það tekið góðum þroska undir hans stjórn. Og i framhjáhlaupi verður að geta þess að á einum af hinum stórkostlegu dans- leikjum, sem haldnir voru í „bragganum" gamla við Ægissiðu, félagsheimili Þróttar, kynntist Guðjón sinum góða lífsförunaut, Gíslínu Kristjánsdóttur. Þarna bundust reyndar margir fleiri ævarandi tryggðaböndum. HUGURINN STÓÐ EKKI TIL KAUPMENNSKU — Guðjón, hvenær kynntist þú verslunarstörf- um fyrst? „Það var skömmu eftir að fjölskyldan flutti af Grims- staðaholtinu að Laufásvegi 59. Þá fékk ég vinnu við að sendast i Víði á Fjölnisvegi 2. Þar var Sigurður heitinn Matthiasson að hefja kaup- mennsku. Ég held að ég hafi verið tíu eða ellefu ára gamall, og hjá honum vann ég meira og minna til 1956, þegar ég fór að vinna í Málaranum. Sigurður var mikill önd- vegis maður og var mér eins og annar faðir. Hann var gæddur einstaklega góðu hugarfari í garö ná- ungans. Ég minnist þess alltaf þegar ég hjólaði á sendisveinahjólinu heim til gamallar og fátækrar skúr- ingakonu rétt fyrir jól. Hún kannaðist ekkert við „pönt- unina“, sem ég færði henni, en þarna var Sigurður að senda henni jólaglaðning, sem áreiðanlega kom i góð- ar þarfir. Svona var Sigurð- ur, og hann ætlaðist ekki til aö' neinn fengi að vita af þessu, né að nokkurt þakk- læti kæmi fyrir “. — Þú hefur strax fundið þig i verslunarstarfinu? „Nei, það gerði ég nú ekki. Ég hafði alltaf mestan áhuga á að verða smiöur. Hinsvegar kunni ég ágæt- lega við mig i Víði og kynnt- ist mörgu góðu fólki. Meðal viðskiptavinanna voru þau Pétur Guðmundsson i Mál- aranum og þáverandi kona hans, Halldóra Samúels- dóttir, en þau þjuggu viö Sjafnargötuna. Halldóra lét Sigurð vita að ef mig vant- aði vinnu, þá mætti ég koma til hennar. Á þessum árum var ekki eins mikið framboð af atvinnu og nú er. Mönn- um þótti það mikið atriði að hafa fasta og örugga at- vinnu. Svona æxlaðist það til að eftir aö ég lauk við Gagnfræðaskóla Austur- þæjar vorið 1956, hóf ég að starfa við Málarann sem þá var í Bankastræti, þar sem nú er tiskuvöruverslunin Herrahúsið. Þarna kynntist ég mörgu góðu fólki, bæði starfsliði og viðskiptavinum. Meðal þeirra sem komu að versla voru helstu listamenn landsins, þar á meðal Jóhannes Kjarval. Einu sinni fékk hann mig og starfsbróður minn, hann Sigþór, til að mála fyrir sig sýningarsalinn í gamla Listamannaskálanum. Hann vildi að allir veggir yrðu skjannahvitir. Það þótti nokkuð skritið i þann tíð. Gamli maðurinn undirbjó allt af kostgæfni og það var engu likara en að hann hefði undirbúið allt i hugan- um löngu áður. Þarna i Málaranum kynntist ég því hvernig fyrir- tæki er rekið af ráðdeild og sparnaði. Eggert Kristins- son var framkvæmdastjóri fyrirtækisins allan þann tíma sem ég starfaði hjá þvi, i meira en 20 ár. Eggert er gullmerkishafi hjá samtök- unum okkar, hinn mætasti maður“. — Þú varst snemma gerður að verslunarstjóra Málarans? „Já, ég man ekki ná- kvæmlega hvaða ár það var, en þetta gerðist þegar Helgi Guðbrandsson hætti hjá okkur og fór til starfa hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Þetta var mikið starf, ekki sist eftir að flutt var á Grenásveginn úr mið- borginni. Verslunin okkar þar þótti bera nokkuð af um vöruval og þjónustu og var mjög vinsæl held ég megi fullyrða". ENGINN ER ÓMISSANDI — Blundaði það i þér á þessum tima að ráðast i eigin rekstur? framhald á bls.26 VERSLUNARTIÐINDI 7

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.