Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 26

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 26
Guðjón - framhald Bjarni -framhald okkur er opiö í 90 klukku- tíma á viku og þá náttúrlega unnið á vöktum“. Blómakaupmenn eru orð- in eina stéttin innan Kaup- mannasamtakanna, sem þarf að hlíta opinberri forsjá í starfsemi sinni. Innflutn- ingur er nefnilega háður leyfum. Við spurðum Bjarna Finnsson um viðhorf hans til þessa fyrirkomulags, sem nú er almennt talið löngu úrelt. Bjarni sagðist ekki draga neina dul á óánægju sína með þetta fyrirkomulag. Það yrðu óhjákvæmilega árekstrar á milli innflytjenda og framleiðenda hér innan- lands, mat manna á þörfinni fyrir innflutta vöru væri mjög mismunandi, en hinn al- menni neytandi væri þá ekki spurður hvers hann óskaði. Það er svo sérstakrar inn- flutningsnefndar að ákveða hvað leyft verður að flytja inn, og hvað mikið. Okkur hefur fundist að nefndin sé nokkuð treg til að fara eftir þeim lögum sem um þetta gilda. Sérstaklega kemur þetta niður á innflutningi afskorinna blóma, en hinsvegar ekki pottaplönt- unum“. Við spurðum Bjarna hvort Félag blómaverslana ynni ekki að þvi að þessi inn- flutningur, eins og allur ann- ar, yrði gefinn frjáls. „Það gerum við að sjálf- sögðu, innflutningurinn á að vera frjáls i þessu sem öðru. íslenska framleiðslan er svo góð að þaö dytti víst engum i hug að flytja inn blóm á sama tíma og hún er í gangi. Raunar tel ég að innlendir framleiðendur geti haft gagn af innflutningnum. Þróunin á grænmetismark- aðnum rennir stoðum undir þetta. Þar er leyft að flytja inn að vild á þeim tímum, sem innlent grænmeti er ekki á boðstólum. Þetta hefur án efa orðið til þess að auka grænmetisneysl- una og verður innlendu framleiðendunum til góðs. Þessari grein verslunar á ekki að stýra á þennan hátt, -þess þarf einfaldlega ekki, markaðurinn mun gera það lang best, það á eftir að sanna sig“, sagði Bjarni Finnsson að lokum. „Ég get nú ekki annað en viðurkennt það. Mér sýndist að kynslóðaskipti væru framundan í fyrirtækinu. Ég hafði áður sýnt á mér farar- snið, en þá voru mér gefin hlutabréf i fyrirtækinu. Það var svo ekki fyrr en i mars 1977, að ég opnaði Litinn í Síðumúla og fór að versla upp á eigin spýtur, — stað- urinn þótti mörgum illa val- inn, ekkert nema dagblöð og prentsmiðjur allt i kring. Það hefur þó ræst úr þessu, og raunar var ég aldrei hræddur um að þetta mundi ekki ganga. Núna eru fjórar verslanir með málningár- vöur þarna í hverfinu í hörkusamkeppni, en dag- blöðunum hefurfækkað". — Voru það ekki mikil viðbrigði að fara að vinna sjálfstætt? „Furðu litil reyndar. Starf- ið var mjög svipað og það hafði verið hjá Málaranum. Liturinn er einkafyrirtæki, og fjölskyldan öll hefur lagt hart að sér við að byggja það upp. Ég er heppinn með það að konan mín og börnin hafa getað hjálpað. Þeirra framlag hefur verið mjög verulegt. Hjá okkur starfa núna tiu manns. Erillinn er mestur á sumrin þannig að við tökum okkur frekar fri að vetrarlagi. Ég hef aldrei talið mig ómissandi i neinu, og þegar ég kem úr fríum, sé ég að allt hefur gengið eins og fyrr, enda erum við með mikið ágætisfólk i vinnu“. VERSLUNINA VERÐUR AÐ VIÐURKENNA SEM EINN HÖFUÐ- ATVINNUVEGANNA — Kaupmannasamtök, — er þeirra alltaf þörf? „Á því er ekki nokkur vafi, þau eiga fullan rétt á sér og að þeim þarf stöðugt að hlúa. Því miður eru þeir allt of margir sem sinna sam- tökunum litið eða ekki. Ég er þeirrar skoðunar að við værum búnir að koma mörgu i gegn af okkar baráttumálum, ef kaup- menn stæðu betur saman. Það gengur til dæmis ekki að hluti kaupmanna í land- inu standi utan samtakanna og láti aðra sjá um að berj- ast fyrir hagsmunamálum sínum, eins og lengi hefur verið“. — Hvað er efst á baugi hjá ykkur í stjórninni um þessar mundir? „Það eru mörg mál, sem við þurfum að glima við. Vandamálin koma og fara. En meðal stórra mála má nefna tollamálin, við erum að vona að núna siðar i þessum mánuði verði gerð veruleg breyting til bóta á tollalögunum. Opnunartimamálin eru sífellt á borðinu hjá okkur. Ég er hræddur um að opn- unartiminn verði gefinn frjáls. Það verður ekki til bóta fyrir verslunina, — og innkoman verður ekki meiri, en menn verða bundnir á klafa i búðum sínum og fá minni tima til að hvilast og endurnærast. Ég spái því að þetta frjálsræði muni verða mönnum þungt í skauti þeg- ar frá liður og að þeir gefist fljótlega upp á óhóflegum opnunartíma. Núna er að ganga yfir bylgja frjálsræðis í þjóðfé- laginu og það er af hinu góða. Það hefur ekki sist áhrif i versluninni. Við get- um til dæmis alveg gert ráð fyrir því að í framtiðinni verði matvöruverslunum heimilað að selja áfenga drykki. Það þótti mikil dirfska á sinum tima að fara fram á að mjólk yröi seld í matvörubúðum, — i dag mundi enginn óska eftir að fá aftur mjólkurbúð- ir. Annars verður eitt af höf- uðverkefnum okkar að fá viðurkenningu á verslunar- greininni sem einum af höf- uðatvinnuvegunum í land- inu, sem hún að sjálfsögöu er. Versluninni hefur á und- anförnum árum verið iþyngt á marga vegu, til dæmis með hærri launaskatti en aðrar greinar þurfa að inna af hendi og með sérsköttun á verslunar og skrifstofu- húsnæði. Á margan annan hátt hefur versluninni sem atvinnuvegi verið gert ótrúlega erfitt fyrir, t.d. með óhóflegum innflutningstoll- um, sem verða aftur til þess að verslunin flyst að hluta út úr landinu“. — Nú eru miklar svipting- ar í uppbyggingu smásölu- verslunar i landinu. Hvaða augum líturðu þau mál? „Það er rétt, það á sér stað mikil breyting, sérstak- lega hérna á höfuðborgar- svæðinu. Einingarnar eru yfirleitt að stækka og verða þá jafnframt ópersónulegri. Við kaupmenn þurfum að fylgjast náið með þróuninni og gera viðeigandi ráðstaf- anir á hverjum tíma til að vera með i aukinni sam- keppni“. — Munu stórmarkaðs- verslanirnar ganga i Kaup- mannasamtökin? „Persónulega er ég því alveg samþykkur að kaup- menn þeirra gerist félagar í samtökunum. Samtökin eru hinn rétti vettvangur fyrir slika kaupmenn til að berj- ast fyrir hagsmunamálum sinum. Innan samtakanna eiga allir kaupmenn sam- leið. Til að breyting verði á i þessum efnum þarf laga- breytingar. Ég vona að kaupmenn muni sýna skiln- ing á nauðsyn þess að allir kaupmenn sameinist i ein- um samtökum“. — Að lokum Guðjón? „Ég vil þá helst þakka þeim ágætu mönnum, sem ég hef starfað með innan Kaupmannasamtakanna undanfarin ár. Fyrirrennarar mínir, sem ég hef starfað náið með, Gunnar Snorra- son og Sigurður E. Haralds- son, hafa báðir lagt sig alla fram um að styrkja samtök- in og þarmeð smásöluversl- unina í landinu. Þessir menn og reyndar fleiri, hafa fórnað ómældum tíma og unnið gott starf fyrir stéttina i heild. Ég vona bara að fé- lagarnir kunni að meta þessa miklu fórnfýsi. Sjálfur mun ég reyna að feta i fót- spor þessara ágætu manna. Framundan er mikið starf og vonandi ber okkur gæfa til að leysa sem flesta hnúta og halda áfram upp- byggingu sterkra samtaka kaupmanna". 26 VERSLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.