Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 21

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 21
Frá kynnisferö kaupmanna til Noröurlanda: Sigurður E. Haraldsson heldur ræðu á fundi í Kaupmannafélagi Oslóborgar. SAMSTARF ER NAUÐSYN Baráttan á mark- aðnum er hörð. Það kemst engin verslun af án þess að vera í keðju eða öðru við- líka samstarfi. Þetta sögðu forráðamenn NKF, norsku kaup- mannasamtakanna í viðræðum við hóp manna frá KÍ, sem fór til Noregs s.l. haust til að kynnast innkaupaháttum og venjum norskra starfsbræðra. ís- lensku kaupmenn- irnir fræddust mikið í ferðinni og við telj- um að starfsfélagar þeirra hér heima ættu að lesa eftirfar- andi, sem sýnir að frændþjóðir okkar stunda kaup- mennsku á allt ann- an hátt en við hér heima. Flestir munu sammmála um að við eigum margt ólært í þessum efn- um. í skýrslu, sem Hreinn Sumarliðason erindreki Kaupmannasamtaka ís- lands hefur samið segir m.a.: „Samstarf er með öðrum orðum lykilorð, sem gengur eins og rauður þráð- ur í gegnum alla þá fundi sem við sátum. Samstarf við innkaup, samstarf (eða keðjur) um vörudreifingu, meira að segja heildsalarn- ir, þótt fáir séu, telja sig þurfa að vera i samstarfi“. SAMEINAÐIR HEILDSALAR Dæmi um þetta er eftir- farandi: Fyrirtækið UNIL AS. sem stofnað var 1950 er sam- eign stærstu vörudreifing- araðila og innflytjenda í Noregi, og leggur áherslu á sykur, sýróp, niðursoðna og þurrkaða ávexti, hnetur, döðlur og baunir allskonar. Fyrirtækið var með ca.1500 milljón isl. kr. veltu á árinu 1985, svipaða veltu og t.d. Hagkaup hérá landi. Fyrirtækið er i samstarfi við United Nordic, sam- starfsfyrirtæki sem er á öll- um norðurlöndunum nema íslandi og þjónar m.a. Dag- rofa-verslununum i Dan- mörku með 2000 verslanir bak við sig, Tuko í Finnlandi með svipað margar versl- anir, Dagab í Svíþjóð, sem hefur um 25% af smásölu- verslunum þar og loks Unil i Noregi, sem hefur 40 dreif- ingaraðila. Viðskipti United Nordic þýða bein innkaup frá fram- leiðanda án umboðsmanns. Margir aðilar í sameiningu ná fram betra verði á inn- kaupunum, og ekki hvað síst lægri fragt. Hjá Unil AS. sagði Rolf Giörts framkvæmdastjóri að tvö helstu vandamálin væru að auka hlutdeild á mark- aðnum og að finna nýjar vörur. Hann sagði að áhersla væri lögð á ákveðin vörumerki og undirstrikaði að dreifing innlendrar vöru væri þeim þýðingarmikil. NORSKA MATKAUPIÐ En lítum aðeins á fyrir- tækið Köff, sem kannski má segja að sé hið norska Mat- kaup, því kaupmenn eiga þetta fyrirtæki saman. Þetta samstarf hófst í stríðslok og er umsetningin núna um 2,6 milljarðar norskra króna, ca. 14 milljarðar ísl. króna. Fyr- irtækið starfar i 8 deildum eftir landshlutum. Innan vé- banda Köff eru 2621 versl- un, eða rúmlega fjórðungur norskra matvöruverslana. Allir kaupa á sama verði, litlir aðilar sem stórir, en siðan fá menn magnafslátt árlega, sem getur verið frá engu og upp í 6% eftir veltu. Köff hefur víðtækt sam- starf við sambærileg fyrir- tæki i Evrópu, bæði hvað varðar aðdrætti vöru og einnig um fræðslumál og innréttingar verslana. Áttunda deildin innan Köff er sú öflugasta og heitir KEFAS og vinnur að vörudreifingu. Hjá þeim hef- ur samvinna og samstarf borgað sig vel. Þeir hafa yfirtekið matvælafram- leiðslufyrirtæki, t.d. Stabburet, sem þekkt er hér á landi, einnig hafa þeir staðið að samruna fyrir- tækja, t.d. kaffiframleiðenda og bjóða upp á eigið merki, Krone-kaffi. Fyrirtækið dreifir vöru sinni ennfremur til hótela, matsölustaða og mötuneyta, svokallaðra stórnotenda. Þá sinnir Kefas ráðgjöf í markaðs- setningu og verslunar- rekstri, námskeiðahaldi fyrir kaupmenn og starfsfólk verslana, skipulagningu á nýbyggingum kaupmanna og endurbótum á eldra hús- næði. Auk þess er boðið upp á tölvuþjónustu, sam- anburðarkannanir, pantanir, bókhaldsþjónustu og fjár- mögnun svo eitthvað sé nefnt. Öflug deild, Kefas! FM-KEÐJAN TIL FYRIRMYNDAR FYRIR ÍSLENSKA KAUPMENN Ekki verður svo skilið við Noreg að ekki sé minnst á F.M. keðjuna, Familie Marked. Margir íslensku þátttakendanna voru fljótir VERSLUNARTÍÐINDI 21

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.