Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 10

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 10
Fisherman’s Friend og íslandsmið TIU MILLJÓN TÖFLURÁ DAGM MYNDIN: Þessi aldni sendibíll kom hingaö til lands fyrir nokkru síðan, þegar verið var að kynna Fisher- man’s Friend hér á landi. Ályktanir austfirskra kaupmanna: FLUTNINGSGJÖLD VERÐI FELLD NIÐUR Eftirfarandi ályktanir voru geröar á aöalfundi Kaup- mannafélags Austurlands, sem haldinn var í Samkvæm- ispáfanum í Fellabæ 11. október s.l. Viö vorum búnir aö lofa aö birta þessar álykt- anir í síöasta biaöi, en af því gat ekki oröiö. Hér koma þær, þótt seint sé. Þær eru víst allar, því miöur, enn í fullu gildi. En austfirskir kaupmenn ályktuöu m.a. svo- aö flutningsaðilar í landinu sitji viö sama borö hvaö varöar skattheimtu. Fundur- inn telur mjög óeölilegt að flutningar á landi sæti hárri skattheimtu á sama tíma og Ríkisskip fái háar fjárhæöir úr ríkissjóöi-. aö kaupmenn um land allt standi saman aö því aö beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem bjóöi bestu viöskiptakjörin-. aö mótmæla harölega því óréttlæti að landsbyggðar- verslunin þurfi aö greiöa söluskatt af flutningsgjöld- um-. aö mótmæla harölega sér- sköttun á skrifstofu og versl- unarhúsnæöi-. aö skora á yfirvöld sam- gangna i landinu aö beita sér fyrir enn bættum samgöng- um innan fjóröungsins. Góö- ar samgöngur eru undir- staöa framfara í atvinnumál- um fjóröungsins-. aö mótmæla harölega aö heil atvinnustétt sé nýtt til inn- heimtu stærsta tekjustofns ríkissjóös. Fundurinn krefst þess aö greiösla þóknunaraf innheimtu söluskatts verði nú þegar komiö í fram- kvæmd-. ítrekaöar eru fyrri samþykktir um áskorun til viöskiptaráö- herra um aö hann beiti sér nú þegar fyrir því aö endur- skoöun laga um verslunar- atvinnu og samvinnufélög veröi hraöaö og fullt tillit tek- iö til tillagna Kaupmanna- samtaka íslands-. aö beina því til stjórnar Kaupmannasamtaka Islands aö hún vinni aö því við rétta aðila aö samtök kaupmanna veröi umsagnaraöili þegar um úthlutun nýrra verslunar- leyfa er aö ræöa. N Hún er dálítið skemmtileg sagan bak viö hóstatöflurn- ar góðu, Fisherman“s Friend, sem allir þekkja. Og þessi saga höfðar á vissan hátt til Islendinga. Þannig var á árum áöur, þegar breskir sjómenn gátu nán- ast fiskað upp undir ís- lenskum kálgörðum, aö sjó- menn kvörtuöu yfir slæmu kvefi og hálfsbólgu sem sækti á þá í islenskum hret- viðrum. Sjómenn i Fleet- wood komu aö máli við lyf- sala bæjarins, James Loft- house, og báöu hann aö út- búa kröftuga hóstamixtúru fyrir íslandstúrana, sem mundi gera þeim lífið létt- bærara. Hóstasaftin varð til, og i framhaldi af henni varð til brennisælgætið Fisher- man“s Friend, sem nú er eftirsótt sælgæti um allan heim. Fyrst í staö var hósta- saftin geymd í meðalaglös- um i sjúkrakössum togar- anna, en glerið reyndist illa í vondum veðrum hér við land. Sjómennirnir voru hinsvegar hrifnir af mixtúr- unni, en vildu gjarnan breyta vökvanum í fast form eða töflur. Þannig uröu brennitöflurnartil. V Upphaflega var fram- leiðslan nafnlaus, en sjó- menn bættu úr þvi og fóru aö kalla þaö sína á milli Vin fiskimannsins, Fisher- man’s Friend. Í dag eru framleiddar 10 milljónir slikra taflna á dag hjá fjölskyldufyrirtæki Lofthouse í Fleetwood, en fyrirtækið er eitt hiö öflug- asta i borginni. Salan nemur 6 milljónum Sterlingspunda á ári, eöa um 360 milljónum ísl. króna. Fyrir tveim árum hlaut Vinur fiskimannsins sér- stök útflutningsverölaun Bretadrottningar. Varan er seld víöa um heim, t.d. á Ítalíu, þar sem salan mun vera hvað mest, enda þótt veðurfar sé þar ekkert likt þvi sem gerist á íslands- miðum á vetrum, einnig i Japan, Kenía og Ástraliu, svo örfá lönd séu nefnd. Hér á landi hefur fyrirtæk- iö XCO h.f. haft umboð fyrir Fisherman’s Friend og hef- ur náð góðum árangri i sölu, og fer salan greinilega ekki mikið eftir árferöinu. Margur maðurinn sem berst við aö hætta aö reykja, grípur t.d. til Vinarfiskimannsins, þeg- ar löngunin i sigarettu er að verða óbærileg. Frá aðalfundi austfirska kaupmanna. 10 VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.