Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 19

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 19
Félag sportvörukaupmanna gengur í KÍ: MILLI30 OG 40 SPORTVÖRU- VERSLANIR í LANDINU Guðmundur Kjartansson og Hreinn Sumarliðason ræðast við. Það eru mörg mál, sem Félag sportvörukaup- manna mun glíma við í framtíðinni. Félagið er ungt að árum, aðeins þriggja ára, og hefur ný- lega gengið inn í Kaup- mannasamtökin og er 26. sérgreinafélagið innan samtakanna. Velkomnir sportvörukaupmenn! „Eitt af þvi sem við þurf- um að vinna að er að fá nið- urfellingu á tollum á ýmsum iþróttavörum. Þvi miður við- gangast enn lúxustollar á ýmsu, og allt of háir al- mennt“, sagði Guðmundur Kjartansson formaður Fé- lags sportvörukaupmanna, þegar Verzlunartiðindi ræddu við hann nýlega. Það er alkunna að al- menningur er fyrir löngu farinn að leggja fyrir sig iþróttir ýmiskonar í tóm- stundum. Það hlýtur að vera hagsmunamál þjóðarinnar að fólk varðveiti heilsu sína með hollri iðkun iþrótta, - tollahindrunum ætti þvi að ryðja úr vegi. Engu að síður eru 35% toll- ar á golfvörum, einnig borð- tennisvörum og fótboltum. Og það skritna er að vilji menn nýta sér öryggistæki i knattspyrnu, eins og legg- hlifar, þá eru þær dýrar hér á landi vegna þess að á þær er lagður 65% tollur. Knatt- spyrnuskór eru aftur á móti í núllflokki. Félag sportvörukaup- manna átti hlut að máli, þegar tollar á skiðavörum voru felldir niður, lækkuðu úr 50% í 0. Að sjálfsögðu þýðir slík lækkun einfald- lega að menn hætta við að bisa við innkaup sin erlend- is, en kaupa hér heima. Á þessu munu allirgræða, rik- issjóöur, kaupandinn og kaupmaðurinn. „Við höfum verið að vinna að ýmsum sameiginlegum málum okkar“, sagði Guð- mundur, „meðal annars hefur mikið verið rætt um opnunartímann, afslætti af sameiginlegum hópferðum á sýningar erlendis, en þangað þurfum við að sækja tvisvar á ári í það minnsta. Einnig hefur verið rætt mikið um þóknunina til Euro og Visa. Við vonum svo sannarlega að samn- ingar Kaupmannasamtak- anna við fyrirtækin beri árangur. Þá höfum viö sam- ræmt leiðbeiningar til við- skiptavina, t.d. varðandi skíðabúnað. Ráðleggingar voru nokkuð misjafnar eftir verslunum, t.d. varðandi lengd skiðanna. Ýmislegt fleira hefur verið rætt og unnið að og verður áfram. Hjá félaginu býður margt vandamálið úrlausnar'1. Guðmundur sagði að mikill áhugi væri á nám- skeiðahaldi í samvinnu við Kaupmannasamtökin, t.d. varaðandi almenn af- greiðslu og sölustörf. Þá yrði allt kapp lagt á að treysta tengslin milli manna i greininni. Á öllu landinu væru nú milli 30 og 40 sportvöruverslanir og deild- ir innan verslana. Hollt væri að menn ynnu saman að ýmsum verkefnum, enda þótt þeir stunduðu sam- keppni þess á milli. í stjórn Félags sportvöru- verslana eru: Guðmundur Kjartansson, Sportvali, for- maður, Bjarni Sveinbjörns- son, Útilífi og Jónas Gunn- laugsson, Sporthlöðunni, ísafirði, meðstjórnendur. Varamenn eru Gunnar Gunnarsson, Sporthúsinu á Akureyri og Guðjón Hilm- arsson i Spörtu. Aðalfulltrúi i . fulltrúaráði Kaupmanna- samtaka íslands er Bjarni Sveinbjörnsson en Guðjón Hilmarsson er varamaður hans. Endurskoðandi fé- lagsins er Björn Birgisson i Veiðihúsinu. Oryggislykill sparifjár- eigenda V€RZLUNRRBflNKINN -vúutíir ttteð fién f VERSLUNARTÍÐINDI 19

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.