Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 11

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 11
Vonbrigði með tollskrá ÞARF GUÐMUNDUR J. AÐ SNÝTA SÉR AFTUR? FLUGSTÖÐ LEIFS HEPPNA, - þar koma í land ógrynnin öll af varningi, sem keyptur hefur verið erlendis. Ef skynsamlega væri á hlutum haldiö, keypti fólk hér heima, en notaöi tím- ann ytra til aö njóta lífsins. A undanförnum árum hef- ur mikiö veriö rætt um nauö- syn þess aö lækka tolla á hinum ýmsu vörum í þvískyni aö íslendingar búi ekki viö of hátt vöruverö og þar meö lakari lífsskilyröi en ná- grannaþjóörnar. Þessi nauö- syn hefur veriö viöurkennd í ýmsum tilvikum, þó mest í þeim greinum, þar sem smygl á handhægum hlutum hefur veriö langt komiö aö uppræta löglegan innflutn- ing. Má minnast lækkunar tolla á úrum, nælonsokkum og tölvum svo eitthvað sé nefnt. En í flestum greinum situr viö sama heygarös- horniö. Nauösynjar almenn- ings eru dýrari hér en i ná- grannalöndum vegna of hárra innflutningstolla. Öflugir tollmúrar lýðveldisins ísland Islendingar eru nú taldir eiga um 30-40 þúsund myndbandstæki. Milli 10 og 20 þúsund af þessum tækj- um hefur verið smyglað til landsins. Hversvegna? Jú, myndbandstæki nær þre- faldaðist í verði við að fara í gegnum tollmúra lýðveldis- ins ísland. Fólk i Sovétríkj- unum hefur ekki myndþönd af því að þau eru ekki fáan- leg i kerfinu, þó svo að borgarinn ætti fyrir þvi. Stóri þróðir veit hvaö Ivan Ivano- witsch er fyrir bestu, En angi af þessum hugsunar- hætti er á meðal okkar sjálfra. Færri Íslendingar en ella hafa myndbandstæki vegna þess að þau eru höfð utan fjárhagslegrar seiling- ar þeirra lægstlaunuðu, vegna þess að stóri bróðir, ríkið, telur þau munaðar- vöru fremur en þann heimil- isarin, sem þau i rauninni eru. Bilar hafa fram á siðustu tima verið flokkaðir sem munaður á íslandi. Verka- lýðshreyfingin kom ráða- mönnum okkar, Sjálfstæð- ismönnum meðtöldum, loksins i skilning um það í samningum 1985, að bilar væru nauðsyn fyrir almenn- ing. Tollar voru þá loksins lækkaðir á minnstu þilunum úr 70% i 10% 1986. Hvað skeði? Bilar voru fluttir inn árið 1985 fyrir um 870 milljónir króna. Árið 1986, þegar tollar höfðu lækkað, nam innflutningurinn nær 2700 milljónum króna. Árið 1985 voru tekjur rikisins af bíla- innflutningi 1,1 milljarður króna. 1986 urðu tekjurnar 1,4 milljarður króna, jukust um þriðjung vegna tolla- lækkananna. Árið 1985 fluttu íslend- ingar inn rafmagnsrakvélar fyrir um 3 miljónir króna. 1986 tvöfaldaðist innflutn- ingurinn eftir að tollar höfðu verið lækkaðir. Sama varð uppi á teningnum með hár- þurrkur, þar sem innflutn- ingur jókst úr 2,6 milljónum 1985 i meira en 6 milljónir 1986. Þannig má telja áfram. Það er alls ekki sjálfgefið aö tekjur rikisins þurfi að lækka við að tollar séu lækkaðir. í þessu sam- bandi má minnast þess að gjaldeyriseign íslendinga jókst, þegar þeim var heim- ilað að eiga gjaldeyri á — eftir Halldór Jónsson, verkfræðing VERSLUNARTIÐINDI 11

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.