Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 16

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 16
mrnm,. ^ " mn \ f rlf r ^ . l J mm Fyrir rétt liðlega 30 árum opnaði ungur bólstrari verkstæði og litla sölubúð í bakhúsi að Laugavegi 66. í búðinni stóðu hans fyrstu verk sem fagmaður, tveir bólstraðir armstólar. í Morgunblaðinu var að finna látlausa tilkynn- ingu um opnun fyrirtækisins. Fyrsti viðskiptavinurinn þurfti að klöngrast þennan morgun framhjá uppgreftri síma- manna. Hann var með verkefni, það þurfti að klæða gamlan sófa. Viðskiptunum lauk svo að viðskiptavinurinn keypti armstólana tvo og borgaði út í hönd. í örstuttu máli er þetta lýsing á upphafi HP-hús- gagna, sem vinur okkar og félagi Höröur Pétursson rekur af miklum myndar- brag eins og flestir þekkja. Hörður segist því miður ekki vita hver þessi fyrsti við- skiptavinur sinn hafi verið, haldi þó að hann hafi verið kennari og hafi búið í Heimahverfinu i Reykjavík. Bólstrun Harðar Péturs- sonar átti eftir að vera lengi til húsa við Laugaveginn. Höröur tók starfsmenn i sína þjónustu, hafði á tima- bili 8 bólstrara í fullu starfi og var þá þröng á þingi við Laugaveginn og síðar við Mjölnisholt. Verslunin var aðeins 20 fermetrar að flat- armáli, verkstæöið nokkru stærra. Árið 1962 fékk Hörður að byggja milli götu og bakhúss og gat þannig komið sér upp ágætu versl- unarplássi i hjarta bæjarins. Þarna verslaði og fram- leiddi Hörðurog hans menn allt til 1972. Árið 1970 var stofnað útibú að Grensás- vegi 12, en þá voru komnar meiri kröfur um aukið hús- næði og að sjálfsögðu um bílastæði við búðardyrnar. Það var svo 1978 að Hörður tók á leigu núver- andi húsnæði að Ármúla 44 á horni Ármúla og Grensás- vegar. í hinu nýja húsnæði fékk verslunin hið nýja nafn sitt, HP-húsgögn. ÞEGAR SÓFASETT KOSTAÐI JEPPAVERÐ! „Framfarirnar og breyt- ingarnar sem hafa orðið á þessu timabili, þ.e. frá 1956 til okkar tima, eru stórkost- legar og mun meiri en nokkurn gat órað fyrir“, segir Hörður. „Framleiðslan byggðist áður á handbragði, það var formað, mótað, stangað og saumað í hönd- unum. í dag er mest unnið í nútíma vélum við hús- gagnagerð, allt byggist á sniði og saumaskap, bólsturefnin koma jafnvel fullformuð. Þetta þýðir aö sófasett sem tók 100 tima að framleiða áður, tekur nú ekki nema 40 tíma að full- gera. Þetta þýðir að sjálf- sögðu að verðlagið lækkaði til muna“. Hörður segir að einn viðskiptavinur sinn hafi sagt sér að sófasett, sem hann keypti 1946 hafi kost- að þá álíka mikið og nýr jeppabíll! „En talandi um breytingar á þrjátiu ára tímabili, þá er vert að benda á hvað hús- gagnaverslanir hafa stækk- að gifurlega. Þegar ég byrj- aði voru „stóru“ húsgagna- verslanirnar ekki stærri en svo að gólfflötur þeirra væri ekki nema rétt smáhorn í — rabbað við Hörð Pétursson um húsgagnaverslun og framleiðslu í rúmlega 30 ár 16 VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.