Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 27

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Blaðsíða 27
Andrés Jóhannesson forstöðumaður yfirkjötmats með „fitumæli", einfalt verkfæri mun nákvæmari en áður hefur þekst. sem gert hefur samræmingu og flokkun lambakjöts LAMBÐ ER GOTT! — Breyting hefur oröiö á frá því í fyrra þegar fólk fann lamþakjötinu okkar flest til foráttu, - núna er þaö aö ná sínum fyrri vinsældum. Hvaö geta kaupmenn gert til aö selja meira lamþakjöt? Og sem þest lambakjöt? Markaösnefndin býður upp á góöa þjónustu. „Viö fundum það i fyrra að fólk var neikvætt i garð lambakjötsins, fann því flest til foráttu", sagði Auðunn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Markaðsnefndar land- þúnaðarins, þegar Verzl- unartiðindi ræddu við hann á dögunum. „Núna finnum við hinsvegar að þetta hefur breyst, enda hefur margt gerst og margt er að gerast. Söluaukningin er i þiðnu kjöti. Við höfum verið í sam- bandi við kaupmenn lands- ins og höfum leiðbeint þeim um upphengingu kjöts. i fyrra vorum við í 8 vikur á landsferðalagi og komum í nærri 200 verslanir og kaupfélög um land allt“, sagði Bjarni. Og nú eru hann og hans menn farnir af stað að nýju með fræðslu og leiðbeining- ar, - og ætla jafnframt að tryggja að lambakjötið nái aftur sínum fyrri sess. Enda er LAMBAKJÖTIÐ GOTT-, ætli nokkur maður neiti því. Námskeiðin í ár hófust á Reykjavíkursvæðinu og Reykjanesi, en nú er haldið út á landi, - 10. júní í Vest- mannaeyjum, 18.júní á Sel- fossi, og siðan haldið aust- ur um og endað á Akranesi 30. júli. Það er ástæða til að hvetja kaupmenn til að sækja námskeiðin og senda starfsmenn sína þangað einnig. Námskeiðin eru einmitt byggð upp samkvæmt hugmyndum og óskum ýmissa verslunar- stjóra eftir kynningarher- ferðina í fyrra, sem kallaðist Meistari fjallalambsins. Munið að þekking er gull. Kaupmaðurinn og starfs- maður hans þurfa að vita meira um meðhöndlun kjötsins. Slik þekking gefur alltaf arð. Á námskeiðinu sem tekur 4 tíma er fjallað um sölu- tækni, uþpröðun í hillur og kjötborð, merkingar og fleira. Um þetta atriði fjallar Auðunn Bjarni Ólafsson. Rætt er um mjólkurvörur, raktar helstu tegundir, geymsluþol, meðferð, ábendingar um notkun mysu, rjóma og smjörs, matreiðslu o.fl. Um þetta atriöi fjallar Sigurjóna Högnadóttir húsmóðir. Þriðji þátturinn heitir kjötvörur og mun vekja mesta athygli. Þar er fyrirlesarinn hann Bassi vinur okkar frá kjöt- iðnaðarstöðinni hans Kol- beins í Höfn á Selfossi. Hann ræðir um meðferð, pökkun, geymsluaðferðir, nýtingu. Ábendingar um eldamennsku koma frá ungum matsveini frá Eld- vagninum, Birgi Má Guðna- syni. Loks er liðurinn aðrar vöru, en þar er fjallað um silung, grænmeti og fleira og mun Birgir Már hafa þar forsögu. Kaupmenn ! Mætið á námskeið Markaðsnefndar VERSLUNARTIÐINDI 27

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.