Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Side 12

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Side 12
reikningum i íslenskum bönkum, aö fullnægðum ýmsum skilyrðum. Nú þarf að stiga skrefið til fulls og heimila islendingum aö ráða þvi sjálfir i hvaða mynt þeir geyma sparifé sitt i islenskum þönkum. 27. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins ályktaði eindregið hér um. Hver er stefna sjálfstæðis- manna? 25. Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins, 26. Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins og sá 27. ályktuðu allir um það, að tollar skyldu al- mennt lækka. Hvað gerðist svo, þegar formaður Sjálf- stæðisflokksins lagði fram nýja tollskrá árið 1987? Jú, tollar lækka aðeins á örfá- um vörutegundum. Aðal- lega eru lækkaðir tollar á Ijósmyndavélum og úrum úr 35% i 0. Auk þess fékk Ólafur Þórðarson, fram- sóknarþingmaður, þvi til leiðar komið að tollar af skiðaskóm og skíðum voru felldir niður. Af hverju er mönnum ekki fullljóst enn- þá, en vist er maddömu framsókn ekki vanþöf á að trimma sig svolitið. Má segja að þarna hafi fjalliö tekið jóðsótt og fæðst litil mús. Tollalækkanir urðu þarna hvergi i samræmi við vonir sjálfstæðismanna. Verður því að berjast áfram við hinn steingelda hátolla- hugsunarhátt, sem er arf- leifð komin beint frá dögum einokunarverzlunar Dana- kóngs, og á hvergi heima á ofanverðri tuttugustu öld. Beitum skynsemi! íslendingareiga sem sagt ennþá að búa við fjallháa innflutningstolla á nauð- synjavörum, til dæmis á al- gengum heimilisraftækjum og ýmsum byggingavörum. Virðist ríkið ekki enn hafa gert sér grein fyrir þvi að með hátollastefnu á ein- stökum vörutegundum, er verið að kynda undir smygli og þar með að verzlunin sé rekin út úr landinu. islendingar eru orðnir borgarar i umheiminum. Ef ráðamenn okkar ætla að láta fólkið búa við áberandi verri lifskjör í veigamiklum greinum þá gerist eitt af tvennu. Fólkið fær sér aðra ráðamenn eða að ráða- menn verða að finna sér annað fólk. íslendingar eru auðfúsugestir í öðrum löndum vegna vinnusemi sinnar og reglusemi. Og átthagafjötrar hafa nýverið felldir niður á Íslandi fyrir til- stilli sjálfstæðismanna, þannig að nú getur fólk flutt þrott með eigur sínar. Svo þerekki nauðsyn til. Beitum þvi skynsemi á þessi mál. Vöruverð má ekki vera verulega frá- þrugðið þvi sem það gerist erlendis. Fólkið sættir sig ekki við það. Og fólkið er upplýst og er orðið að heimsborgurum. Það veit og sér og dregur sínar álykt- anir af þvi. Hættum að hafa tollskrá, sem t.d. skilgreinir salerni sem munaðarvöru í 80% tollflokki. Lögum okkur að nútímanum. Það má ekki vera helsta von almennings i sambandi við úrbætur i tollamálum að Guðmundur J. þurfi að snýta sér hressilega uppi i Garðastræti eins og hann gerði 1985. En i kjölfar þeirrar snýtu kom eina verulega tollabreytingin, sem náðst hefur fram á þessari öld. Maður hefði haldið að það væri verkefni Sjálfstæðisflokksins að stuðla að framþróuninni fremur en verkafýðshreyf- ingarinnar. Eða ætlar Sjálf- stæðisflokkurinn ekki að fylgja fram ályktunum Landsfunda sinna og ganga fram fyrir skjöldu í því að skapa Islendingum jafn- góða verzlunaraðstööu inn- anlands og þeir hafa í ná- grannalöndunum? Okkur Sjálfstæðismönn- um er ekki annað sæmandi en að láta sig þessi mál varða svo um muni. Halldór Jónsson NÝIR FÉLAGAR í KÍ Það sem af er þessu ári hafa nær fimmtíu aöilar sótt um inngöngu í Kaup- mannasamtök íslands. Fjölgunrn á síöasta ári var mjög veruleg. Viö erum á réttri leið. Hér á eftir er listi yfir nýja félaga í samtök- unum. Við bjóðum þá vel- komna! Rógburður Er langar þig að meiða mann en veist aðeins gott að segja um hann þá vektu grun að gömlum sið Gróaáleiti tekurvið. Leiðrétting í næstsíðasta þlaði Verzl- unartíðindi urðu mynda- þrengl í prentsmiðju, þar sem getið var um fundi í landsbyggðarfélögunum. Mynd sem fylgdi frásögn af fundi á Egilsstöðum hjá Kaupmannafélagi Aust- fjarða, slæddist i frásögn af fundi Kaupmannafélags Siglufjarðar, og öfugt. Einnig féll niður i frétt frá Kaupmannafélagi Aust- fjarða að geta þess að full- trúi KÍ í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gunnar Snorrason, flutti á fundinum skýrslu um störf sjóðsins. Hlutaðeigendur eru þeðnir velvirðingar á mistökunum. 1. Von h.f. Melabraut 57, Seltjarnarnesi 2. Joss, Snorrabraut 29, Reykjavík 3. Augnsýn, Reykjav.vegi 62, Hafnarfirði 4. Ögn s.f. Strandgötu 11, Hafnarfirði 5. Radióröst h.f. Dalshrauni 13, Hafnarfirði 6. Herrahornið, Reykjavikurv. 62, Hafnarf. 7. Líbra, Reykjavikurv. 50, Hafnarfirði 8. Sandra, Reykjavikurvegi 50, Hafnarfirði 9. Gafl-nesti, Dalshrauni 13, Hafnarfirði 10. Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði 11. Sara s.f. Bankastræti 8, Reykjavik 1 2 Snyrtihöllin, Garðatorgi 3, Garðabæ 13. Tóbaksv. London, Austurstr. 14, Rvk. 14. Kjörbúð Hraunbæjar, Hraunbæ 102, Rvk. 15. Hraunver, Álfaskeiði 115, Hafnarfirði 16. Aöalbúðin ABN, Aðalgötu 26, Siglufirði 17. Bólsturgerðin, Túngötu 16, Siglufirði 18. Fiskbúð Siglufjarðar, Aðalgötu 27, Sigl. 19. KEA, Suöurgötu 2-4, Siglufirði 20. Rafbær, Aðalgötu 34, Siglufirði 21. Versl. Eyrargötu 2, Siglufirði 22. Verslunarfél. Ásgeir, Lækjarg. 2, Sigl. 23. Penninn sf. bókadeild, Hallarmúla 2, Rvk. 24. Essið, Arnarbakka 2, Reykjavik 25. Álnabær, Byggöarholti 53, Mosfellssveit 26. Borgarhúsgögn h.f. Fellsmúla 26, Rvk. 27. Leikfangahúsið, Skólav.stig 10, Rvk. 28. Thelma sf. Eiðistorgi 13, Seltj.nesi 29. Verslunin Nanó, Hamraborg 20, Kópavogi 30. Zikk-Zakk, Garðatorgi 1, Garðabæ 31. Versl. Mina sf. Hringbraut 119, Rvk. 32. Draumaland, Hafnargötu 37a, Keflavik 33. Staðarkjör, Vikurbraut 27, Keflavík 34. Álfheimabúðin, Álfheimum 4, Reykjavik 35. Söluturninn, Álfheimum 2, Reykjavík 36. Versl. Róm, Tjarnargötu 3, Keflavík 37. iþróttabúðin, Borgartúni 20, Reykjavik 38. Bikarinn, Skólavörðust. 14, Rvk. 39. Sportval sf, Laugavegi 116, Reykjavik 40. Sportvöruversl. Sparta, Laugav. 49, Rvk. 41. Útilif h.f. Álfheimum 74, Reykjavik 42. Skotið, Klapparstig 31, Reykjavik 43. Sælgætisv. Völlur, Austurstr. 8, Rvk. 44. Söluturninn, Skaftahliö 24, Reykjavik 45. Lotterí, Skipasundi 51, Reykjavík 46. Búsport, Arnarbakka 2, Reykjavik 47. Verslunin Horn, Kársnesbraut 84, Kópav. 48. Júnó-ís, Skipholti 37, Reykjavik 12 VERSLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.