Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Síða 3

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Síða 3
LEIÐARI Gjaldþrota áður en rekstur hefst Það eru ekki nýjar fréttir að verslun er áhættusöm atvinnu- grein. í eðli hennar liggur að fyrirtæki koma og fara, enda fáar greinar háðari sveiflum í umhverfinu. Það er hins vegar orðið umhugsunaratriði þegar annað og þriðja hvert fyrirtæki í ákveðnum greinum verslunar verður gjaldþrota. Slíkt verður ekki eingöngu skýrt með utanaðkomandi aðstæðum. Sérstaðan í verslun er sú að fyrirtæki eiga oft mikil viðskipti innbyrðis. Þannig er keðjan fljót að fara af stað þegar halla fer undan fæti, ekki síst þegar stórir aðilar eiga í hlut. Árangurslítið hefur verið reynt að tryggja rétt birgja með því að heimila þeim veðsetningu í lager. Það gæti gjörþreytt útkomunni hjá fjöl- mörgum þrotabúum. Hitt stendur þó óbreytt eftir, eins og kemur fram í Verzlunartíðindum að þessu sinni, að alltof algengt er að farið sé út í rekstur og stofnað til umtalsverðra skulda, án þess að nokkrar eignir séu að baki rekstrinum. Þannig eru fjölmörg fyrirtæki í raun gjaldþrota um leið og þau hefja rekstur. Stór gjaldþrotamál undanfarinna ára hafa leitt til þess að aukinnar varkárni gætir í viðskiptum. Sú krafa verður æ háværari að fyrirtækjum sé veittur greiðari aðgangur að mikil- vægum upplýsingum um lánshæfismat viðskiptaaðila. Slíkar upplýsingar ætti ekki að vera hægt að fela í Ijósi bankaleyndar. VERZLUN ARTÍÐINDI 2.TBL. 46. ÁRG. 1996 Útgefandi: Framtíðarsýn ehf. Þverholti 9, 105 Reykjavík Sími 511 6622; Fax 511 6692 í samstarfi við ÍSLENSKA VERSLUN Ritstjóri: Jóhanna Birgisdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Auglýsingafulltrúar: Sverrir Heimisson Jónas Marteinsson Ritnefnd: Jónas Þór Steinarsson Sigurður Jónsson Stefán S. Guðjónsson Prentun: (safold Verzlunartíðindi koma út sex sinnum á ári. Blaðið fjallar um verslun á breiðum grundvelli. Því er dreift til allra áskrifenda Viðskiptablaðsins og félagsmanna neðangreindra samtaka. m ÍSLENSK VERSLUN BÍLGREINASAMBANDIÐ FÉIAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA KAUEUANNASAHIðK tSLANDS oq vet VÍð ERUM þRJAR hRESSAR í ÞÍNqhollSSTRÆIÍ 6 oq VÍð EÍqUM oq REkuM eIsIU SÍlkipRENIUN IflNdsÍNS. Fyrirtækið heitir Fjölprent og er framleiðsla þess ó alls konar fónum, flöggum, veifum og öðrum auglýsingaborðum löngu landskunn þó aðalsmerki Fjölprents hafi i gegnum tíðina óvallt verið framleiðsla ó borðfónum. Okkur finnst gaman að þjóna viðskiptavinum okkar. Vanti þig fóna eða veifur til þess að auglýsa vöru, þjónustu eða fyrirtæki hafðu þó samband við okkur og við finnum leið til þess að gera þig að enn einum ónægðum viðskiptavini. i'ER/ximWimiG KGYK'IAYÍKUK LP n ENT Hofíðatfánar, útif< 'anar ELSTA SILKIPRENTUN LANDSINS ÞINGHOLTSSTRÆTI 6 - P.O.DOX 1231-121 REYKJAVIK SIMI: 551-9909 - FAX: 551-9969

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.