Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Page 4

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Page 4
TVÆR ÓLÍKAR VERÐKANNANIR FJARÐARKAUP GEFA EKKERT EFTIR Maqga vill ball! Hér í eina tíð voru árshátíðir kaupmanna einhverjar glæsilegustu samkomursem haldnar voru í Reykjavík. Þeir sem nú stunda verslun þekkja fæstir slíkt nema af afspurn enda ár og dagar síðan þessi hefð var lögð niður. Nú heyrast hins vegar æ háværari raddir um að þessi siður verði tekinn upp að nýju, enda sé kaupmönnum nauðsyn- legt að efla tengslin - ekki síst á félagslegum nótum. Hugmyndin mun m.a. hafa verið reifuð á stjórnarfundi Kaupmannasamtakanna aðfrumkvæði Margrét- ar Pálsdóttur og jafnvel náð svo langt að ritari stjórnar, Þórhallur Steingrímsson, lét fara sem síðustu bókun fundar: "Magga vill ball". Ekki hefurfrést af frekari áformum. Glæsihús við Laugaveginn Eins og fram hefur komið er mikil eftir- spurn eftir verslunar- húsnæði við Lauga- veginn, enda er verslun sögð hafa aukist þar verulega og fá færri en vilja. í því samhengi verður forvitnilegt að fylgjast með tveimur glæsilegum byggingum sem væntanlega losna innan tíðar. Annars veg- ar er húsnæði íslands- banka við Bankastræti, en útibúið þar mun flyt- ja á Kirkjusand með haustinu. Húsið í Banka- stræti var upphaflega byggt sem verslunarhús og hýsti m.a. glæsilega skóverslun Lárusar Fjeldsted um árabil. Annað hús sem vænt- anlega losnar innan tíðar er hús Kristjáns Siggeirssonar á Lauga- vegi 13, þar sem Habitat er nú til húsa. Allar líkur eru taldar á að verslun- inni þar verði lokað um áramót, enda ráðgert að Habitat opni 800 fer- metra verslun í Borgar- kringlu í haust. Við heyrum að einn af stærri skókaupmönnum bæjarins renni nú hýru augu á Laugaveg 13. Tvær nokkuð ítarlegar verð- kannanir hafa verið gerðar á undanfömum vikum. Annars vegar er könnun sem Samkeppnis- stofnun gerði í 22 stórverslunum víðs vegar um landið í marsmánuði og hins vegar könnun Neytenda- samtakanna í samvinnu við verka- lýðsfélag, en sú könnun náði til 57 verslana um land allt og var unnin í mars og apríl. Fyrmefnda könnunin náði til 85 vörutegunda en í þeirri síðari voru 137 vörutegundir til samanburðar. Samkeppnisstofnun tók ekki afsláttarverslanir með í sína könnun. Það gerðu hins vegar Neytendasamtökin, sem skekkir niðurstöðu þeirrar könnunar talsvert. VERÐIÐ KEYRT í BOTN Hvað mesta athygli vekur árangur Skagfirðingabúðar, eða Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Meðal- verð þar mælist í könnun Neytenda- samtakanna 85,9, en til samanburðar var Bónus með 72,3, KEA Nettó með 77,1 og KASKO í Reykjnesbæ með 83,9. Skagfirðingabúð er með fjölþætta verslun, auk dagvöru, sem velti þó yfir 350 milljónum á síðasta ári. Markaðssvæðið er, að mati Ómars Braga Stefánssonar verslun- arstjóra, um 5 þúsund manns í Skagafirði og nágrenni. Lágt verð- lag segir Ómar vera meðvitaða ákvörðun um að keyra sig eins langt niður og hægt sé, ekki síst til að efla verslunina heima fyrir. Sú stefna hafi skilað aukinni veltu og einnig jákvæðara viðhorfi, sem ekki sé síður mikilvægt. Henni verður fram haldið og liður í því er að endur- skoða vöruval um þessar mundir, í þeim tilgangi að minnka birgðahald og auka veltuhraða. SNÝST UM AÐ LEGGJA MINNA Á Sé litið framhjá slíkum verslunum eru Fjarðarkaup með lægsta vöru- verð á höfuðborgarsvæðinu. I könn- un Neytendasamtakanna mælist verð þar 89% af meðalverði en hjá Samkeppnisstofnun 91,4%. Fjarðarkaup hafa reyndar alltaf komið mjög vel út úr verðkönnun- um og aðspurður um hvemig þeir fari að, segir Sveinn Sigurbergsson svarið einfalt: “Maður leggur bara minna á en hinir.” Fjarðarkaup eru gróin verslun, um 2 þús. fermetrar að stærð, vel staðsett og aðgengileg, en sker sig um margt frá þeirri þróun sem orðið hefur í verslun undanfarin ár. Þannig er nú fyrst veríð að tölvuvæða verslunina, nokkuð sem ýmsir hafa talið for- sendu nauðsynlegrar hagræðingar. Þá hafa þeir feðgar ekki farið í inn- kaupasamstarf við önnur fyrirtæki, þrátt fyrir ýmis gylliboð þar um. “Við höfum ekki enn séð að kostimir séu fleiri en gallarnir og horfum þar meðal annars á vöruúr- val og samsetningu innkaupa”. í SAMRÆMI VIÐ MARKMIÐIN í báðum könnunum lendir 10/11 í öðru sæti á höfuðborgarsvæðinu. Eiríkur Sigurðsson kveðst ánægður með þá útkomu; stefnan hafi frá upphafi verið að verðleggja sig á milli Bónus og Hagkaups og þessar kannanir staðfesti að sú stefna gangi enn eftir. HÖLDUM STÓR- MARKAÐSVERÐINU Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri KA tekur í sama streng og segir yfirlýsta stefnu KA að bjóða upp á svipað verð og stórmarkaðir á Reykjavíkursvæðinu, en KA rekur 9 verslanir víðs vegar um Suðurland og býður sama verð í þeim öllum. í könnun Samkeppnisstofnunar fékk KÁ 100,7, en í könnun Neytenda- samtakanna um 96. Þorsteinn kveðst hins vegar ósáttur við þegar afslátt- arverslanir séu teknar með; það skekki myndina mjög. “Verðkann- anir eru af hinu góða, en þær þarf að vinna í góðu samráði aðila þannig að allir geti sæst á þá aðferðafræði sem er notuð”, segir Þorsteinn. BEIN ÁSKORUN Benedikt Kristjánsson hjá Vöruvali á ísafirði er semi-dúxinn í könnun Samkeppnisstofnunar; aðeins sam- keppnisaðilinn, Kaupfélag Isfirð- inga er hærri. I könnun Neytenda- samtakanna, fær Vöruval hins vegar útkomuna 104,1, miðað við meðal- verð 100. Þar er þó vert að ítreka að afsláttarverslanir eru taldar með. Benedikt segir þetta beina áskorun um að gera enn betur. Þegar hafi náðst verðlækkun auk þess sem kappkostað sé að halda sama vöru- verði í öllum verslununum þremur - á ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík. Ljóst sé hins vegar að betur megi ef duga skal. “Ég ætla mér ekki að verma þetta vafasama sæti lengur.” SKELLTILÁSI' BORGARKHINGLUII í SUMAR? Nú styttist í að fram- kvæmdir hefjist í Borgarkringlunni eftir að samkomulag tókst um að Kringlan yfirtæki rekstur þar. Enn er þó allt á huldu um framtíð fjölmargra fyrirtækja sem þar hafa verið í rekstri og forsvarsmenn gefa ekki upp hvað sé á teikniborðinu. Þó liggur fyrir að Habitat, sem nú er í eigu BYKO, opni verslun í suðurendanum og fái þar til umráða um 800 fm. Sömuleiðis mun ráðgert að Verslunin Sautján fái um 350 fm í norðurenda og óstaðfestar heimildir herma að Garðar Siggeirsson í Herragarðinum hafi einnig tryggt sér gott pláss í Borgarlo-inglunni. Margir núverandi leigutaka, sem flestir eru með lausa samninga um þessar mundir, vita hins vegar lítið um fram- tíðarmöguleika sína í húsinu og er lítil kátína með hvemig staðið er að breytingunum. Nýjustu fregnir herma að Borgarkringlunni verði lokað frá 1. júlí fram á haust vegna breytinganna. Þetta fékkst þó ekki staðfest hjá Einari Hall- dórssyni sem hefur yfimmsjón með breytingunum í Borgar- kringlunni. 4 VERSLUNARTÍÐINDI MAÍ 1996

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.