Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Page 14

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Page 14
LYKILTOLUR I REKSTRI FYRIRTÆKJA Einföld tæki til að byrgja brunninn Arður af hlutafé 1996 Fjárbinding í viöskiptakröfum 1992 1993 1994 1995 Áætlun 1996 Ai Fjárbinding í birgðum 1992 1993 1994 199S Áætlun 1996 Ár Helsta stjórntækið hjá mörgum ís- lenskum fyrirtækjum er tékkheftið. Fyrirtækjum er stjórnað frá degi til dags eftir stöðu heftisins og allir eru ánægðir ef hægt er að borga skuldir og rekstrarút- gjöld. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með og stýra sjóðstreyminu, en í nútíma atvinnu- rekstri verður auk þess að vinna skipulega að stefnumótun og áætlanagerð. Margir eigendur fyrirtækja hafa því miður vaknað upp við vondan draum þegar fyrir- tækið þeirra, sem fyrir nokkrum árum stóð vel, er skyndilega komið í harða samkeppni og hallað hefur undan fæti. Stöðugt þarf að bjarga heftinu með lántökum sem síðan leið- ir til þess að fjármagnskostnaðurinn einn sligar fyrirtækið. Ekki þarf að rekja þessa sögu frekar því flestir þekkja dæmi um stöndug fyrirtæki sem lenda í rekstrarstöðv- un, lánadrottnar yfirtaka reksturinn eða þau verða gjaldþrota. f bókinni Lykiltölur, eftir þá Bjöm Gunnar Karlsson og Gunnar Pál Þórisson, er á ein- faldan hátt fjallað um hvemig nýta má fjár- hagslegar kennitölur til markmiðasetningar og eftirlits. Með því að þekkja lykiltölur um arðsemi, fjárhagsnýtingu, greiðsluhæfi og ýmislegt annað sem yfirleitt stendur ekki bemm orðum í bókhaldi, ársreikningum eða áætlunum má mæla rekstrarárangur jafnóð- um og spá fyrir um framtíðina á einfaldan og skýran hátt. Með bókinni fylgja disklingar með tölvu- líkönum í Microsoft Excel sem reikna allar helstu kennitölur og birta fjárhagslegar upp- lýsingar á aðgengilegu, myndrænu formi. Einungis þarf að skrá örfáar rekstrar- og efnahagsstærðir og síðan sjá líkönin um alla úrvinnslu. Það sem verslunarfyrirtæki horfa sérstak- lega á em kennitölur um fjármagnsnýtingu, þ.e. fjárbinding í birgðum og viðskiptakröf- um, veltuhraði eigna og fastafjármuna. Slík- ar upplýsingar má auðveldlega kalla fram með því að nota lykiltölur síðustu ára, ásamt rekstraráætlun yfirstandandi árs til saman- burðar. Þeir sem komnir em upp á lag með að nýta sér þetta efni gera fyrirtækið upp mánaðarlega og/eða ársfjórðungslega, bæði rekstur og efnahag. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir stöðunni jafnóðum og grípa til viðeigandi ráðstafana. Einnig má leika sér örlítið og skoða hvaða áhrif breytingar á hin- um ýmsu forsendum hafa. Það er Framtíðarsýn ehf. sem gefur út bókina Lykiltölur. 14 VERSLUNARTÍÐINDI MAÍ 1996

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.