Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Page 15
RAFBUÐ 30 ARA A ÞESSU ARI
Gildi 02 áhrif lýs-
ingar ort vanmetin
senn hafi haft í för með sér betri
lýsingu og spamað í raforkunotkun.
Þannig hafi flúr-lýsing breyst mik-
ið, ljósgjafamir sjálfir minnkað og
nú séu komnar á markaðinn el-
ektrónískar straumfestur, sem bæði
nota minna rafmagn og auka end-
ingu á flúrpípunum. “Ég er enn
mjög hallur undir flúr-ljósin, finnst
þau vera besti og hagkvæmasti
kosturinn til grunnlýsingar. Með
þeim færðu mesta lýsingu fyrir
minnstan pening. Halógen-ljós eru
frábær sem áherslulýsing bæði í
verslunum, á söfnum og á heim-
ilum, en þau hafa jafnvel verið
ofnotuð sums staðar. Til að ná því
besta fram þarf að hafa þetta allt í
"Það margborgar sig fyrir fyrirtæki að fá faglega
ráðgjöf um lýsingu, kaupa góða lampa og góðar per-
ur. Með því sparast rafmagn og viðhald. Og svo má
ekki gleyma þvi að góð lýsing eru söluörvandi",
segir Gunnar Guðmundsson raftækjasali.
ó þrjátíu ár séu ekki langur tími, þá
hafa síðustu þrír áratugir skilað ger-
breyttu umhverfi í verslun hér á
landi. I fáum greinum er meiri hreyfmg og
endurnýjun og því er það afrek út af fyrir
sig, að reka sömu verslunina í þrjátíu ár. Það
hefur Gunnar Guðmundsson í Rafbúð hins
vegar gert. Raftækjaverslunum hefur fækkað
talsvert á þessum tíma og dreifingin hefur
breyst. Nú sjá t.d. stórmarkaðir að stórum
hluta um sölu á heimilislýsingu, en eftir
stendur sérhæfð þjónusta í þeim verslunum
sem einbeita sér fyrir vikið að faglegri þjón-
ustu við stofnanir, fyrirtæki og reyndar ein-
staklinga einnig. Og verslun Gunnars er ein
af þeim.
í SAMSTARFI VIÐ HÖIMNUÐI
“Við hófum verslunarreksturinn í Domus
Medica árið 1966 og tókst strax í upphafi að
skapa okkur talsverða sérstöðu á markaðin-
um. Ahersla var lögð á sérhannaða lampa og
ljósgjafa, teiknaða af arkitektum og lýsing-
arhönnuðum á Norðurlöndunum og í Þýska-
landi. Einnig létum við framleiða lampa eftir
hönnun íslenskra arkitekta, s.s. Finns P.
Fróðasonar og Péturs Lútherssonar. Þá seld-
um við verðlaunalampa Péturs og Jóns
Olafssonar sem var framleiddur í Danmörku
og seldist vel. I gegnum þetta myndaðist
strax gott samband við arkitekta hér á landi
og við höfum alla tíð síðan unnið náið með
þeim. Áhersla á heimilislýsingu hefur
minnkað í gegnum árin; í staðinn höfum við
einbeitt okkur að stofnunum og fyrirtækj-
um.”
Allnokkur tímamót urðu árið 1970 þegar
Rafbúð fékk umboð fyrir sænska fyrirtækið
A/S Fagerbult sem er einn stærsti framleið-
andi flúrlýsingar. Þetta fyrirtæki er ennþá
ein meginstoðin í versluninni, ásamt finnska
fyrirtækinu Lival og þýska fyrirtækinu Hoff-
meister.
KALLAR Á MIKLA ÞJÓNUSTU
Sala inn á stofnanamarkaðinn kallar á mikla
þjónustu, enda segir Gunnar langmesta
vinnu fara í ráðgjöf og þjónustu við verktaka
og fyrirtæki. “Við vinnum teikningar og
reiknum út lýsingarþörf, gefum ráð um rétta
staðsetningu lýsingar og aðrar þeir leiðbein-
ingar sem nauðsynlegar eru. I því felst ein-
nig að fara út í fyrirtækin með beina ráðgjöf.
Snemma fengum við lýsingarforrit sem reik-
naði út lýsingarþörf og bestu staðsetningu
lampanna og munu við hafa verið fyrstu
lampasalamir sem buðu slíka þjónustu. Þetta
forrit létum við svo rafhönnuðina hafa
ókeypis til að vinna eftir.”
Gunnar segir mikla þróun hafa orðið í
ljósabúnaði á þessum árum, þróun sem í
huga.”
GÆDI ÚTUNDAN í KREPPUNNI
Samdrátturinn undanfarin ár hefur víða sett
mark sitt og einnig á sölu ljósabúnaðar.
Gunnar segist hafa merkt minni kröfur hjá
verkkaupum; þar hafi gæðin því miður þurft
að víkja. Þetta sé þó heldur að mjakast í
rétta átt að nýju. “Gæðin skipta máli, þannig
kemstu kannski af með 8 lampa í stað 10, til
að ná sama ljósmagni. Lakari gæði kalla líka
á meira viðhald og örari endumýjun, þannig
að sparnaðurinn er hæpinn.”
Gunnar Guðmundsson ásamt konu sinni.
Hallfríði Guðmundsdóttur, fyrír framan
Rafbúð í Domus Medica á fyrstu árunum
“Of margir líta bara á lampa og ljós sem
hvern annan búnað, en vanmeta gildi og
áhrif lýsingar. Það margborgar sig fyrir fyr-
irtæki að fá faglega ráðgjöf um lýsingu,
kaupa góða lampa og góðar pemr. Með því
sparast rafmagn og viðhald. Og svo má ekki
gleyma því að góð lýsing eru söluörvandi,
það skiptir ekki svo litlu máli fyrir verslan-
ir.”
BREYTINGAR Á UMHVERFI
Nokkur ár eru síðan Gunnar flutti Rafbúð
vegna þrengsla úr Domus Medica í núver-
andi húsnæði að Bíldshöfða 16. Nú segir
hann það pláss hins vegar vera orðið í stærra
lagi, enda hafi allar forsendur breyst. “Sam-
göngur hafa gjörbreyst, sem og annað um-
hverfi; þess vegna er ekki nauðsynlegt að
liggja með stóran lager eins og áður var.”
Og hann nefnir fleiri breytingar, sem nánast
jaðra frekar við byltingu. Til dæmis banka-
þjónustu. Hann man glöggt þá tíð þegar bíða
þurfti tímunum saman í biðröð eftir banka-
stjóranum í óvissu um hvort víxlamir fengj-
ust keyptir. Og gjaman var beðið um milljón
þegar vantaði hálfa; þannig voru viðhorfin
þá. En nú er öldin önnur. Símtólinu er lyft
fyrirhafnarlítið og þjónustan veitt möglunar-
laust, jafnvel svo að bankar keppast um að
fá að lána traustum viðskiptavinum. Svipuð
breyting hefur orðið í innflutningsumhverf-
inu, gjaldeyrismál hafa gjörbreyst á skömm-
um tíma og þjónustan í tollinum er ólík því
sem áður var. Það eina sem varpar skugga á
þann þáttinn eru vörugjöldin, “ákaflega
ósanngjörn skattlagning og fáránleg mis-
munun sem í þeim felst. En það stefnir von-
andi í rétta átt”, segir Gunnar.
Hann hefur líka fylgst vel með þróun
mála og verið mjög virkur í félagsstarfi í
fagi sínu, rafvirkjun, sem stjómarmaður og
formaður Landssambands íslenskra rafverk-
taka, auk annarra trúnaðarstarfa. Þá var
Gunnar um árabil formaður í Félagi raf-
tækjasala og situr nú í framkvæmdastjórn
Kaupmannasamtaka íslands.
Það er því enn mikil starfsorka sem Gunn-
ar býr yfir, þrátt fyrir að tæp þrjú ár séu síð-
an hann náði löggildingu ellilífeyrisþegans.
I Rafbúð er hann með tvo faglærða starfs-
menn, sem annast að mestu sölu og þjónustu
við viðskiptavinina, svo og stúlku er annast
bókhald og útskrift reikninga. Annan rekstur
annast Gunnar sjálfur og hefur lítið hægt á.
Segist þó vera farinn að horfa fram á breyt-
ingar innan einhverra árA.
VERSLUNARTÍDINDI MAÍ 1996 15