Bókasafnið - 01.01.2000, Page 34
sem erfitt er fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga að klifra
upp metorðastigann þar sem kunnátta þeirra að mati stjórn-
enda fyrirtækja er oft talin „einskorðast við bókasöfn",
f námi bókasafns- og upplýsingafræðinga er ekki lögð mikil
áhersla á stjórnunarkunnáttu. Þar gildir nánast lögmálið að
henda sér ósyndur út í laugina og reyna með einhverjum hætti
að ná að bakka. Stjórnunarkunnátta forstöðumanna safnanna er
því oftast byggð að mestum hluta á reynslu. Kröfur um
stjórnunarþekkingu forstöðumanna safna eru þó sífellt að aukast
í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins til stjórnenda almennt,
Það er helst að einstaklingar geti þróast ( starfi með því að
sérhæfa sig og þá aðallega á stærri söfnunum eða með því
að vinna á sérfræði- eða rannsóknarsöfnum.
Einnig geta einstaklingar notið starfsþróunar á
vissan hátt með því að fá tækifæri til þess að
takast á við fjölbreytt og krefjandi sérverkefni af
ýmsum toga. Líklega er fjölbreytni starfsins og
samskiptin við alla þá einstaklinga sem til
safnanna leita það sem hefur haldið stéttinni
gangandi og gert starfið eins áhugavert og það
er um þessar mundir, en ekki launakjörin,
Launakjör
Við þekkjum líka vel launakjör bókasafnsfræðinga. Þau eru
léleg og alls ekki í takt við þá sérfræðiþekkingu sem við höfum
eða eigum að hafa til að bera. Launakjörin eru að hluta til
svona slæm af því að við höfum sætt okkur við þau en einnig
vegna þess að starfið gefur ekki neitt sjáanlega „arðbært" af
sér - heldur eingöngu verið kostnaður fyrir þá sem reka
bókasöfn og því erfiðara fyrir vikið að sýna fram á forsendur
þess að laun eigi að vera hærri.
Því spyr ég hvort við sem stétt ætlum að sætta okkur við
þetta og gera okkur ánægð með það starfssvið, launakjör og
þá takmörkuðu starfsþróunarmöguleika sem við búum við
eins og er - eða ætlum við okkur að hafa áhrif á framvinduna
og skella okkur f slaginn. Við skulum líta nánar á starfs-
umhverfið eins og það blasir við okkur.
Breytt starfsumhverfi
í stuttu máli má segja að starfsumhverfi okkar hafi tekið og sé
að taka miklum breytingum. Bókasöfn eru ekki endilega
áþreifanleg og safnefnið langt í frá áþreifanlegt eins og áður er
getið. í upphafi er samt nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því
hvað við erum að vinna með, hver er munurinn á gögnum,
upplýsingum og þekkingu og hvert er samhengið, Lítum betur
á skilgreiningar,
Gögn (data), til dæmis texti eða tölur, hafa enga þýðingu
sem slík, þau eru aðeins hráefni upplýsinga. Upplýsingar
(information) eru gögn sem hafa fengið merkingu með því að
unnið hefur verið með þau á einhvern hátt, Upplýsingar eru
sfðan túlkaðar og mynda þannig þekkingu (knowledge). Þekk-
ing getur verið skráð, til dæmis í skjöl, skýrslur, bækur, tímarit
og fleira en hún getur líka verið óskráð, það er huglæg í formi
reynslu, kunnáttu, skilnings, viðhorfa eða annars konar vit-
neskju. En lítum betur á í hverju breytingarnar eru fólgnar:
• fjölbreyttari gögn
• tölvuþróun upplýsingatækninnar (tækni/ forrit/vélbúnaður/
ódýrari)
• gögn á rafrænu formi
• netið/vefurinn (Internetið/Metadata/XMLy höfundarréttur og
fleira)
• innranet
• meiri hraði
• kröfur notenda hafa breyst
• magn upplýsinga margfaldast
• þróun fjarskiptatækninnar (GSM/ WAP net-
tengingastaðallinn)
• virði upplýsinga (upplýsingar sem auðlind)
• nýjar stjórnunaraðferðir (til dæmis
þekkingarstjórnun)
• breyttar áherslur í þjóðfélaginu og atvinnulífinu
Allt þetta og fleira til hefur áhrif á starf okkar og starfsumhverfi,
þar með talda þá sem starf okkar snýst um að þjóna, það er
notendur.
Aukin þekking og kröfur notenda
Tölvuþróun, netþróun, rafræn gögn og þróun fjarskiptatækn-
innar valda því að notendur hafa í síauknum mæli beinan
aðgang að upplýsingum á skjánum, hvort sem er í vinnu,
heima eða á förnum vegi. Notendur koma mun sjaldnar á
bókasöfnin og kröfur og þarfir þeirra hafa aukist og breyst.
Kröfumar hafa aukist hvað varðar hraða á afgreiðslu - þeir vilja
fá gögn og upplýsingar strax. Þeir hafa margir ofurtrú á netum
og ofmeta leitarvélar og færni sfna í notkun þeirra, Magn
upplýsinga er orðið svo mikið - þó svo að einungis sé um 2%
upplýsinga í heiminum til nú á rafrænu formi en fer vaxandi1 -
að þeir eiga oft á tfðum í vandræðum með að sía út það sem
að gagni kemur. Þar af leiðir að þarfirnar eru að breytast - og
þá þarf þjónusta safnanna að breytast og þar með starf
okkar.
Breytt hugsun bókasafns- og upplýsingafræðinga
Til að sinna þessum breyttu þörfum notendanna þurfum við
að breyta afstöðu okkar til starfsins sem við erum að sinna,
endurskoða öll þessi vanabundnu verk með tilliti til breyttra
3IBLIOTHEK \m
-ESEZIMMER Eur
AQDERNE LITERATUP
32
Bókasafnið 24. árg. 2000