Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 52

Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 52
sem urðu að taka námskeíðið sem skyldunámskeið) hafi litið á Internetið sem hluta af „framtíðinni". Þeir virtust hlakka til að nota það fremur en þeim væru efst í huga atriði sem gætu hindrað notkun þeirra. Félagsleg áhrif á notkun Internetsins og á viðhorf til notkun- ar þess breyttust á rannsóknartímabilinu. Sérstaklega jukust áhrif fjölmiðla, fjölskyldu og vina á árunum 1994 til 1995, jafnt sem tilfinning fólks fyrir að „allir" væru að nota eða tala um Internetið. Nokkrum þátttakendum (11 eða 14,9%) fannst notkunar Internetsins vera krafist á faglegum vettvangi þeirra. Sérstaklega þótti nemendum í bókasafns- og upplýsingafræði þetta vera fagleg krafa. Einn nemandi í bóka- safns- og upplýsingafræði orðaði það svo (þann 19. september 1995): „Ég vil vita meira um Internetið vegna þess að í fram- tíðinni verður þess vænst af mér sem bókasafns- fræðingi að vita um þessa hluti." Þessi óbeini faglegi þrýstingur jókst á rann- sóknartímabilinu. Þátttakendur höfðu mismikla reynslu af notk- un Internetsins, hæfni og þekkingu áður en þeir komu á námskeiðin. 60,5 prósent allra þátt- takenda sögðust ekki hafa haft reynslu af Internetinu fyrir námskeiðin en 19,1 prósent höfðu reynslu eða mjög mikla reynslu af Internetinu (reynslu byggða á langtíma notkun eða tíðri notkun) (sjá töflu 2). Á rannsóknartímabilinu komu fram nokkrar breytingar ( mynstri svara þátttakenda um fyrri reynslu sína af Internetinu. í námskeiðum sem haldin voru á fyrri helmingi ársins 1994 var hlutfall þátttakenda með reynslu af notkun Internetsins hærra en á síðari tímabilum rannsóknarinnar. Á næsta tímabili á eftir, sem stóð fram á fyrri hluta ársins 1995, höfðu þátttakendur haft miklu minni reynslu af Internetinu. Eftir það hækkaði þetta hlutfall aftur og gætti þeirrar aukningar út rannsóknartímabilið. Þetta bendir til þess að á fyrstu námskeiðunum hafi verið nemendur sem höfðu kennt sér sjálfir á Internetið en vildu öðlast formlega þekkingu, Þessi þörf virðist ekki hafa verið lengur til staðar þegar komið var fram á fyrri hluta ársins 1995. Frá þeim tíma virðast námskeiðsþátttakendur hafa farið að endurspegla í auknum mæli hinn hefðbundna „nýja not- anda", Eftir því sem Internetnotkun varð algengari á árunum 1995 og 1996 jókst hlutfall þátttakenda sem höfðu notað Internetið fyrir námskeiðið á átján mánaða tímabili. Þessarar þróunar gætir enn, Vísbendingar frá árunum 1998 til 1999 Langtímarannsókn á Internetnemum á íslandi lauk í október 1996, Meginástæðan var að greining á gögnum söfnuðum fram að þeim tíma hafði leitt til breytinga á námskeiðunum, bæði endurmenntunarnámskeiðum og formlegum námskeið- um sem voru skyldu- námskeið til B.A.-prófs. Til að mæta þörfum, sem komu meðal annars fram í gögnun- um um mismunandi ástæður fólks fyrir að skrá sig á Internetnám- skeið, voru endur- menntunarnámskeiðin gerð sérhæfðari. Áhersl- an var lögð á ákveðna þætti í leitum á Inter- netinu og hönnun heimasíðna, Samtímis þessu var kynning á raf- rænum pósti felld niður í Internetnámskeiðum og veitt sem hluti af vinnu- lagsnámskeiðum (ef þörf var á). Var þetta gert vegna almennt mikillar tölvuleikni og Internetþekkingar nýnema í háskólanámi (og breyttra væntinga þem voru sýnilegar í svörum við spurningalistum). Af þessum ástæðum var ekki lengur hægt að safna gögnum með sama hætti og áður, það er að segja í gegnum raf- rænan póst sem væri hluti af hefðbundnu mótandi þróun- arferli í námskeiði. Jafnframt vildu höfundar ekki búa til gervi- gagnasöfnunarkerfi sem eingöngu yki á vinnu nemenda. Svo virðist sem greining á gögnum, sem safnað var á ís- landi árin 1998 til 1999, gefi til kynna að þróun sem kom fram í langtímarannsókninni haldi áfram og gangi jafnvel hraðar fyrir sig. Frá árinu 1997 hafa tvö Internetnámskeið verið kennd samtímis í bókasafns- og uþplýsingafræðiskor Fláskóla ís- lands: Internetið fyrir bókasafns- og upplýsingafræði (þriggja eininga námskeið) og Internetið fyrir rannsóknir (tveggja ein- inga námskeið fyrir nemendur sem eru ekki skráðir í bóka- Tafla 1: Yfirlit yfir námskeið eftir staðsetningu og tegund, 1993-1996 TEGUND NAMSKEIÐS Reykjavík Akureyri Bifröst SAMTALS Prófgráða: 3 7 1 11 Bókasafns- og upplýsingafræði 3 - - 3 Kennslufræði - 4 - 4 Viðskiptafræði - 3 i 4 Endurmennfun 15 4 i 20 Bókasafnsfræðingar 2 - - 2 Starfsmenn Háskóla 1 2 i 4 Aðrir 12 2 - 14 Samtals námskeið: 18 11 2 31 Taíla 2: Intemetnotkun þátttakenda fyrir námskeið, 1993-1996 - Reynsla Fjöldi % Hefur aldrei notað áður 256 60,5% Byrjandi: 1 eða 2 skipti 85 20,1% Reyndur 50 11,8% Sérfræðingur: langíma notandi eða tíður notandi 31 7,3% Ekki hægt að kóða I 0,2% SAMTALS 423 100,0% 50 Bókasafnið 24. Arg. 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.