Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 53

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 53
safns- og upplýsingafræðiskor). Rafrænn póstur og heima- síður mynda uppistöður námskeiða og eru jafnframt nýtt til að dreifa upplýsingum um dagskrá' kennslustunda í tölvuveri. í fyrsta tölvutíma hvers námskeiðs var stuttur spurningalisti sendur nemendum í rafrænum pósti. Var þetta gert til að meta Internetleikni þátttakenda í upphafi námskeiðs sem síðan væri hægt að nota sem grunn fyrir frekara skipulag námskeiðsins og mat. Nemendur voru beðnir að svara spurningalistanum með Reply skípuninni í kennslustund. Þeim var sagt að niðurstöður frumgreiningarinnar yrðu gerðar að- gengilegar á heimasíðu námskeiðsins þannig að allir nem- endur bekkjarins hefðu aðgang að upplýsingunum '(sjá Clyde, 1998; Clyde, 1999), Heimasíðan var síðan notuð 1 í næsta fyrirlestra- tíma ásamt niður- stöðum annarra al- þjóðlegra rann- sókna (til dæmis þeim sem eru skráðar hjá NUA) sem umræðu- grundvöllur fyrir spurninguna „Who is on the Net?". Upplýsingar sem fengust frá nem- endum voru einnig notaðar til að skipuleggja næstu kennslustundir. Samkvæmt samanburði á fjölda endursendra spurningalista og fjölda nemenda sem mættu í fyrsta tíma samkvæmt við- vistarskrá virðist um það bil helmingur þeirra sem mættu í tím- ann hafa svarað, Fylgni var á milli fjölda svara og fjölda skráðra nemenda í námskeiðið miðað við sjöttu viku þess (þegar átti að skila fyrsta verkefni námskeiðsins), Alls svöruðu 58 þátt- takendur spurningalistanum árið 1998 en 53 árið 1999 (ath að sumir svöruðu ekki öllum spurningum), Þegar búið var að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr skilaboð- unum, var gerð tölfræðileg greining á gögnunum, og eru sumar niðurstöður birtar í töflum 3 til 5, í samantekt reyndist Internetnotkun fyrir námskeiðið meiri meðal þátttakenda árið 1999 heldur en 1998. Árið 1999 höfðu 92,3 prósent notað Internetið áður, í samanburði við 70,7 prósent árið 1998. Þetta sýnir töluverða (og marktæka) auknjngu á einungis tólf mánaða tímabili, Töluverð og mark- tæk aukning var einnig á fjölda þeirra sem höfðu notað ver- aldarvefinn áður (frá 67,2% til 90,4% svarenda) og frétta- þjónustu (e, newsgroups) (frá 5,2% til 19,2%). Tíðni fyrri notkunar Internetsins var einnig meiri meðal þeirra sem svör- uðu árið 1999 en þeirra sem svöruðu árið 1998, Hlutfall milli þess að hafa notað Internetið óreglulega og tiltölulega sjaldan var svipað milli áranna, Árið 1999 var hlutfall þeirra sem höfðu notað Internetið oft („næstum því á hverjum degi") orðið talsvert hærra en þeirra sem höfðu ekki notað það. Að auki komu árið 1999 í fyrsta sinn nem- endur sem höfðu þegar búið til eigin heimasíðu (2, eða 3,8%). Hlutfallsleg aukning á notkun Internetsins fyrir námskeiðið, á milli áranna 1998 og 1999, kom fram í því að notkun raf- ræns pósts fyrir námskeiðið var meiri. Þrátt fyrir að ekki væri mark- tækur munur á hlutfalli þeirra sem höfðu notað raf- rænan póst áður jókst tíðni fyrri notk- unar þeirra marktækt (sjá töflu 5, chi-square = 15.283, df = 5, p < .01). Hærra hlutfall þátttakenda sagðist hafa notað rafrænan póst oft, á meðan færri sögðust hafa notað hann „eingöngu einu sinni eða tvisvar". Þriðjungur svarenda (34,0%) sagðist hafa notað rafrænan póst „næstum daglega" árið 1999, í samanburði við 12,1 prósent árið 1998. Greining á svörunum sýnir að í heildina hafi stærra hlutfall nemenda notað Internetið áður en þeir byrjuðu á námskeiðinu auk þess sem fyrri reynsla þeirra var víðtækari. Samt sem áður var enn fólk á námskeiðinu sem hafði enga eða mjög litla reynslu af Internetinu. Gildi rannsóknar fyrir menntun og rannsókn Eitt af því sem kemur einna skýrast fram í þessari rannsókn er hraði þróunar nettengdra upplýsingakerfa (eins og til dæmis Tafla 3: Mælingar á Internetnotkun fyrir námskeið, 1998-1999 Þátttakendur 1998 Fjöldi.(%) Þátttakendur 1999 Fjöldi. (%) % Breytingar 1998 til 1999 z Mark tekt Hefur notað Internetið áður 41 (70,7%) 48 (92,3%) 21,6% -2,9 Já Notar Internetið næstum daglega 5 (8,6%) 12 (23,1%) 14,5% -2,0 Já Hefur notað rafrænan póst áður 49 (84,5%) 48 (92,3%) 7,8% -1,2 Nei Notar rafrænan póst næstum daglega 7(12,1%) 17 (32,7%) 20,6% -2,5 Já Hefur notað WWW áður 39 (67,2%) 47 (90,4%) 23,1% -2,9 Já Hefur notað spjallrásir áður 8 (13,8%) 9(17,3%) 3,5% -0,50 Nei Hefur notað fréttaþjónustu áður 3 (5,2%) 10(19,2%) 14,1% -2,2 Já Hefur notað póstlista áður 3 (5,2%) 3 (5,8%) 0,6% -0,13 Nei Hefur verið á námskeiðum áður 3 (5,2%) 10 (19,2%) 14,1% -2,2 Já Hefur aðgang að Intemetinu í vinnu 12(20,7%) 17(32,7%) 12,0% -1,4 Nei Hefur aðgang að Intemetinu heima 29 (50,0%) 27 (51,9%) 1,9% -0,19 Nei Heimasíður SAMTALS 0 (0,0%) 58 (100,0%) 2 (3,8%) 52 (100,0%) 3,8% _ Bókasafnið 24. árg. 2000 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.