Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 36
AÐSEND GREIN umfang vandans gerðum við eina af fyrstu tilraununum á akademískum vettvangi til að leggja mat á kostnaðinn af útilokun þessa hóps frá virkri þátttöku í samfélaginu á öllum félagslegu sviðum, þar með talið vinnu og öðrum hlutverkum í lífinu/ athöfnum (Tompa o.fl., 2022). Rannsóknin sýndi að kostnaðurinn í Kanada er 18% af vergri landsframleiðslu (CAD $338B; 1 CAD = ISK 101 kr) almanaksárið 2017. Bara tap á framleiðslu og framleiðni vegna slakrar atvinnuþátttöku þessa hóps var 3,2% af vergri landsframleiðslu (CAD $62B). Ég mun skýra betur frá rannsókninni síðar í þessari grein. Lítil atvinnuþátttaka gerir fólk meira háð félagslegri aðstoð og heldur því jaðarsettu og í fátækt. Fjöldi örorkubótaþega er að aukast vegna þarfa á félagslegri aðstoð. Útgjaldaaukningin hefur einnig verið gífurleg eða 91% í Kanada yfir tímabilið 2005-2018 (Stapleton, 2020). Þegar einstaklingar eru komnir á bætur fara þeir sjaldnast af þeim og út á vinnumarkaðinn aftur. Raunin er að það eru aðeins 0,5% til 2,8% einstaklinga í Kanada sem hætta á bótum eins og félagslegri aðstoð og örorkulífeyri til að fara aftur að vinna (Lahey o.fl., 2020; Liu og Stapleton, 2010; Tumber 2012), jafnvel þó að bótaþegar lifi langt undir fátæktarmörkum. Almennt séð þá er mun líklegra að einstaklingar með skerta starfsgetu sem eru á vinnualdri búi við fátækt í samanburði við jafnaldra sína sem eru með fulla starfsgetu (t.d. 28% fyrir þá sem eru með alvarlegri skerðingar í samanburði við 10%) (Morris o.fl., 2018). Árið 2018 var 37,8 milljörðum dala varið í örorkutekjutryggingu í Kanada, sem er 62% aukning frá 2005 (Stapleton, 2020; 2015). Efnahagslega niðursveiflan eftir COVID hefur síðan jaðarsett einstaklinga með skerta starfsgetu enn frekar. Meðal fólks á aldrinum 15-64 ára með langvarandi heilsuvanda var atvinnuþátttakan 11% minni í miðjum heimsfaraldrinum og þriðjungur upplifði tímabundinn eða varanlegan atvinnumissi (Statistics Canada, 2020) auk þess sem endurkoma þeirra á vinnumarkaðinn hefur ekki verið eins mikil eftir COVID. Ávinningur af þátttöku Skilningur á því hversu umfangsmikill efnahagslegi ávinningurinn sem fæst með aðgengilegu samfélagi án aðgreiningar, bæði út frá félagslegum og markaðs-/ fjárhagslegum stærðum, er mikilvægur fyrir stefnumótandi aðila sem reyna að forgangsraða og innleiða árangursríkar aðgerðir á þessum vettvangi. Innsýn inn í hver þessi ávinningur er getur aukið meðvitund um umfang þess kostnaðar sem hlýst af því að útiloka einstaklinga með skerta starfsgetu frá fullri þátttöku í samfélaginu, auk þess að hjálpa til við forgangsröðun og að koma auga á tækifærin þannig að úthlutun fjármagns verður skilvirkari. Mat á efnahagslegum ávinningi aðgengis án aðgreiningar (eða á hinn bóginn kostnaði við útilokun) er mikilvægur þáttur í hagfræðilegu mati og áhrifagreiningu á þessu sviði. Út frá alþjóðlegri þekkingu og birtum fræðigreinum hönnuðum við margþætt fjölvíddarlíkan til að meta ávinninginn af þátttöku allra. Lykilspurningin sem rannsókn okkar fjallar um er: Hver væri ávinningurinn fyrir kanadískt samfélag, á viðmiðunarárinu 2017, ef Kanada væri aðgengilegt og án aðgrein- ingar á öllum þeim sviðum sem skipta máli fyrir fulla þátttöku? Í ljósi þess að ekki eru til margar rannsóknir á þessu sviði var mikið nýtt landslag kannað, bæði við hugmyndagerð og útfærslu líkansins. Til að auðvelda ferlið tókum við saman fræðigreinar sem könn- uðu þætti ávinnings af þátttöku allra, auk þess sem við gerðum könnun meðal lykilaðila með raunverulega reynslu um hugsanir þeirra varðandi þá þætti sem þeir töldu skipta máli fyrir fullkomlega aðgengilegt samfélag án aðgreiningar. Þessi viðleitni leiddi til hönnunar hugmyndalíkans með 14 sviðum: 1. Heilbrigðisútgjöld; 2. Útlagður kostnaður; 3. Framleiðsla og framleiðni; 4. Lífsgæði og félagsleg þátttaka; 5. Lífslíkur; 6. Óformleg umönnun; 7. Börn með fötlun; 8. Mannréttindi; 9. Samgöngur; 10. Ferðaþjónusta; 11. Almenn framleiðni; 12. Stjórnun áætlana um félagslegt öryggisnet; 13. Eftirlaun; og 14. Markaðsmargföldunaráhrif. Til að innleiða líkanið fyrir kanadískar aðstæður notuðum við nálgunina „frá neðsta lagi – upp“ (e. bottom-up approach) þar sem ítarlegum gögnum var safnað á einstaklingsgrunni fyrir alla þá einstaklinga sem yrðu fyrir áhrifum. Beitt var samfélagslegu sjónarhorni þannig að ávinningur sem skilaði sér til allra hagsmunaaðila í samfélaginu, beint og óbeint, var skilgreindur á hinum 14 breiðu sviðum, bæði samtals og á mann. Við áætluðum að það að afnema hindranir fyrir þátttöku allra hefði getað aukið verga landsframleiðslu Kanada um meira en 338 milljarða dollara (á bilinu 253 til 423 milljarða dollara) á viðmiðunarárinu okkar 2017. Þetta er umtalsverður hluti af vergri landsframleiðslu á því ári (18%, á bilinu 13% til 22%) og er líklega mjög varlega áætlað mat. Stærsti hluti ávinningsins stafar af bættum lífsgæðum og aukinni félagslegri þátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu og er hann áætlaður 132,2 milljarðar dala (7% af vergri landsframleiðslu). Næststærsti ávinningurinn er aukning á framleiðslu og framleiðni sem tengist aukinni atvinnuþátttöku og auknum tekjum þessara einstaklinga. Þessi ávinningur var metinn á 62 milljarða dollara (3,2% af vergri landsframleiðslu). Afleiddu áhrifin Við áætluðum að það að afnema hindranir fyrir þátttöku allra hefði getað aukið verga landsframleiðslu Kanada um meira en 338 milljarða dollara (á bilinu 253 til 423 milljarða dollara) á viðmiðunarárinu okkar 2017. (þ.e. ávinningur fyrir aðra hagsmunaaðila, samsettur úr nokkrum af þeim sviðum sem talin eru upp hér fyrir ofan) voru metin á 77 milljarða dollara (4,0% af vergri landsframleiðslu). Markaðsmargföldunaráhri f in (þ.e. markaðsáhrif sem tengjast hærri ráð- stöfunartekjum neytenda) voru metin á 47 milljarða dollara (2,5% af vergri landsframleiðslu). Afstýrð heilbrigðisútgjöld í tengslum við bætta heilsu einstaklinga með skerta starfsgetu voru metin á 19 milljarða dollara (1,0% af vergri landsframleiðslu). Miðað við höfðatölu var heildarávinningurinn metinn á $54.000 á hvern einstakling með skerta starfsgetu. Sundurliðun eftir þáttum á mann (í stærðarröð) var $21.160 á mann vegna aukinna lífsgæða og félagslegrar þátttöku, $9.960 á mann vegna aukningar í framleiðslu og framleiðni, $12.270 á mann vegna afleiddra áhrifa, $7.580 á mann vegna markaðsmargföldunaráhrifa og $3.100 á mann vegna afstýrðra heilbrigðisútgjalda. Við áætluðum líka þann ávinning sem rennur til hins opinbera. Heildaraukning tekna hins opinbera var áætluð 61 milljarður dala. Hæsta hlutfallið kom frá framleiðslu- og framleiðniáhrifum eða 35 milljarðar dala, sem er 57% af heildartekjum. Þar á eftir komu tekjur af ferðaþjónustu og markaðsmarg- földunaráhrifum upp á 11 milljarða dollara, sem eru 19% af heildartekjum. Næstur var afstýrður kostnaður við stjórnun félagslegra öryggisneta á 11 milljarða dollara (17% af heildartekjum). Síðan komu afstýrð heilbrigðisútgjöld á $4 milljarða (7% af heildartekjum). Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna glöggt að einstaklingar með skerta starfs- getu og margir aðrir þjóðfélagsþegnar hafa möguleika á að hagnast verulega á aðgengilegu samfélagi án aðgreiningar. Að nýta hæfileika einstaklinga með skerta starfsgetu Í nýlegri rannsókn sem við gerðum á grunn- færni og yfirfæranlegri færni einstaklinga með skerta starfsgetu var rætt við lykilaðila um efnileg prógrömm, starfshætti og þjónustur (Tompa o.fl., 2023). Eftirfarandi er samantekt á tillögum sem unnar voru upp úr þessum viðtölum. 1. Almennir námsmöguleikar Samfélagið þarf að taka upp félagslegt fötlunarlíkan frekar en að treysta á úrelt læknisfræðilegt líkan. Hindranir verða til vegna þess að litið er á einstaklinga með skerta starfsgetu sem öðruvísi en annað fólk. En í raun eru þeir eins mismunandi og fólk almennt er. Að láta einstaklinga með skerta starfsgetu hafa öðruvísi námskrá í framhaldsskólanum er upphafið að jaðarsetningu þessara einstaklinga. Frekar þarf að samþætta þennan hóp við almenna námið til að koma í veg fyrir að þeir séu fyrirfram flokkaðir í prógrömm þar sem litlar væntingar eru gerðar til þeirra. 2. Skilgreina grunnþjálfun og yfirfæranlega færniþjálfun Nokkrar mismunandi tegundir af færni gætu aðstoðað einstaklinga með skerta starfsgetu við að tryggja sér vinnu. Hægt er að flokka í þrjá meginflokka: 1) mjúka færni (e. soft skills), 2) aðgengisfærni (t.d. hæfni til að ferðast um í umhverfinu og nota kerfisbundna tækni), og 3) tæknilega kunnáttu (þ.e. sértæka færni sem krafist er fyrir tiltekið starf). Hins vegar er hugsanlega ekki gagnlegt að einblína eingöngu á að efla færni hjá einstaklingum með skerta starfsgetu þar sem þá skortir ekki endilega færni. Frekar þurfa vinnuveitendur sem leita að hæfileikaríku fólki að vera betur í stakk búnir til að mæta fjölbreytileika. 3. Koma til móts við mismunandi lærdómsstíla Prógrömm og vinnuveitendur þurfa að koma til móts við mismunandi lærdómsstíla í þjálfunarprógrömmum og tækifærum, eins og að læra hluti á sjónrænan eða hljóðrænan hátt. Taugakerfafjölbreytni (e. neurodiversity) og fjölbreytni almennt ætti að vera metin; prógrömm og vinnuveitendur ættu að einblína á styrkleika. 4. Stuðla að hindrunarlausum ráðningaraðferðum Margar hindranir skapast með hefðbundnum ráðningaraðferðum. Ein slík hindrun er vettvangur á netinu til að skila inn ferilskrá. Það getur verið áskorun að rata um slíkan vettvang, sérstaklega fyrir einstaklinga með lélega tölvukunnáttu en góð tölvukunnátta er oft ekki hluti af starfskröfunum. Að auki getur skimunarhugbúnaðurinn sem notaður er til að sía út umsækjendur verið hlutdrægur gegn einstaklingum með skerta starfsgetu, t.d. þegar síaðir eru út umsækjendur sem hafa eyður í starfsferilsskrá sinni. Áhersla á ferilskrár og viðtöl til að meta styrkleika og getu einstaklings skapar hindranir, sérstaklega fyrir taugasegið (e. neurodivergent) fólk. Viðtöl varpa ljósi á félagslega færni einstaklings. Betri leið til að skoða færni og hæfileika einstaklings er að leyfa honum að sýna þá í gegnum verkefnabundið matsferli. Aðferð sem er beitt í sumum geirum er að prófa einstaklinginn á vinnustað í 2-3 vikur, sem gefur tækifæri til að fylgjast með bæði tæknilegri og mjúkri færni. Almennt er starfsnám talið betri leið til að bera kennsl á og ráða hæfileikaríkt fólk, auk þess sem það veitir um leið umsækjendum tækifæri til þjálfunar. 5. Stuðla að tækifærum til þjálfunar á vinnustað Færniþjálfun í kennslustofum í atvinnuskyni ætti að lágmarka, sérstaklega ef hún er aðskilin frá hefðbundnu framhalds- og háskólanámi. Leggja ætti áherslu á reynslunám á vinnustað, sem er betri leið til að bera kennsl á færni einstaklings og hjálpa honum að vaxa og þroskast. Starfsþjálfun getur auðveldað að bera kennsl á færni og veita sérsniðin þjálfunartækifæri, en þessi þjálfunartækifæri þurfa að vera á almennum vinnumarkaði. 6. Hugleiða skal alla manneskjuna og þarfir hennar Prógrömm og vinnuveitendur ættu að taka nálgunina „öll manneskjan í þjálfun“ þar sem tillit er tekið 36 37virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.