Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 64
 VIÐTAL Guðrúnar Rakelar Eiríksdóttur, klínískra sálfræðinga og sérfræðinga í kulnun. Markmið þekkingarsetursins er meðal annars að sinna vísindalegum rannsóknum á kulnun og kulnunareinkennum og miðlun hagnýtrar þekkingar og bjargráða til einstaklinga og vinnustaða. Einnig hefur VIRK haldið úti svonefndri eftirfylgdarkönnun um árabil á stöðu útskrifaðra einstaklinga á vinnumarkaði. Könnuninni má að einhverju leyti líkja við ferilrannsóknir (e. cohort studies) þar sem hópum einstaklinga er fylgt reglubundið eftir. Hringt er í einstaklinga sem lokið hafa þjónustu á u.þ.b. sex mánaða fresti í allt að þrjú ár eftir að þjónustu lýkur. Á næstu misserum er áætlað að nýta gögnin til að meta breytingar á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði eftir bakgrunni. Faraldsfræðilegar rannsóknir meðal almennings Í byrjun síðasta árs fékk VIRK Maskínu til að framkvæma könnun á viðhorfi og þekkingu almennings á VIRK. Þátttakendur voru einnig spurðir um andlega og líkamlega heilsu sína, fjárhagsstöðu og heilsutengd lífsgæði (EQ5D). Þetta gafst svo vel að VIRK ákvað í lok síðasta árs að leggja í tvær rannsóknir af samskonar umfangi; aðra til að greina afdrif og líðan einstaklinga sem ljúka þjónustu hjá VIRK og hina til að meta algengi kulnunareinkenna hjá einstaklingum á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknasamstarf við þjónustuaðila 2022 Hér verður sagt frá þremur rannsóknaverk- efnum á vegum þjónustuaðila sem VIRK studdi síðastliðið ár (eitt þeirra er þó enn yfirstandandi) og eru nokkuð lýsandi fyrir áherslur VIRK þessi misserin. Hér að aftan í ársritinu má finna stutt viðtöl við þessa aðila þar sem m.a. var spurt um mikilvægi rannsókna fyrir starfsendurhæfingu, megin áskoranir í rannsóknunum og mikilvægi samstarfs við VIRK. Hafa ber í huga að rannsóknasamstarf VIRK við þjónustuaðila er af ýmsum toga og fer eftir aðstæðum og umfangi hverju sinni. Í sumum tilvikum er samstarfið fólgið í stuðningi sjóðsins við framkvæmd árangursmælinga – og birtingu á niðurstöðum þeirra – en í öðrum er samstarfið umfangsmeira og krefst meiri þátttöku af hálfu sérfræðinga VIRK. Gott dæmi um hið síðarnefnda er aðkoma sérfræðinga og ráðgjafa VIRK í að skima fyrir heppilegum þátttakendum í rannsóknum sem uppfylla ákveðin skilyrði. VIRK stefnir að því að auka stuðning við slíkar rannsóknir þó með þeim fyrirvara að stuðningurinn krefjist ekki meiri mannafla og/eða annarra bjarga en VIRK hefur yfir að ráða á hverjum tíma fyrir sig. Hugræn atferlismeðferð (HAM) við áföllum Í tilraunaskyni var sett á laggirnar hugræn atferlismeðferð í formi hópmeðferðar fyrir karlkyns þolendur áfalla eða erfiðrar lífs- reynslu í æsku annars vegar og kvenkyns þolendur hins vegar, undir stjórn Sjafnar Evertsdóttur, sérfræðings í klínískri sálfræði hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Markmið meðferðarinnar er að draga úr áhrifum erfiðrar æsku á daglegt líf þátttakenda í dag og aðstoða þá við að þróa uppbyggileg bjargráð. Úrræðið hafði ekki verið í boði hjá VIRK og var því ákveðið að meta hentugleika þess fyrir starfsendurhæfingu áður en ákvörðun væri tekin um að bjóða upp á það reglubundið. Sótt var um leyfi fyrir rannsókninni hjá Vísindasiðanefnd og lofa fyrstu niðurstöður afar góðu. Í byrjun árs 2023 var því ákveðið að endurtaka rannsóknina og er fyrirhugað að birta niðurstöður í ritrýndu fagtímariti. Sjá viðtal við Sjöfn Evertsdóttur hér á eftir. Rannsókn á árangri ACT meðferðar Skammstöfunin ACT stendur fyrir Acceptance and Commitment Therapy og byggir m.a. á hugmyndafræði HAM (hugræn atferlismeðferð). Eins og HAM er ACT gagnreynd sálfræðimeðferð þar sem lögð er áhersla á að einstaklingur gangist við stöðu sinni eins og hún er nú og átti sig á því að erfiðleikar og áskoranir séu órjúfanlegur þáttur lífsins. Í rannsóknasamstarfinu við VIRK var árangur tveggja úrræða metinn, þ.e. annars vegar hópmeðferð við þrálátum verkjum og hins vegar hópmeðferð við fjölþættum geðvanda, að fengnu leyfi frá Vísinda- siðanefnd. Notast var við einliðasnið (e. single-subject design) til að meta árangurinn en slíkar aðferðir eru vel til þess fallnar að meta breytingar á líðan og atferli einstaklinga meðan á meðferð stendur og í einhvern tíma eftir að henni lýkur. Sjá nánari upplýsingar hér á eftir í viðtali við Dr. Rúnar Helga Andrason, sérfræðing í klínískri sálfræði og ábyrgðarmann rannsóknarinnar. Rannsókn á áhrifum og árangri námskeiðsins Sigrum streituna Sigrum streituna hjá heilsuræktarstöðinni Primal Iceland er vel nýtt námskeið hjá VIRK. Fagleg ábyrgð á námskeiðinu er í höndum Írisar Huldar Guðmundsdóttur, íþróttafræðings og heilsumarkþjálfa, og er fólgið í reglubundinni líkamsþjálfun, hreyf- ingu og öndunaræfingum ásamt almennri fræðslu um áhrif streitu á líkama og huga. Öfugt við úrræðin tvö hér að ofan er Sigrum streituna ekki gagnreynt meðferðar- úrræði sem slíkt og því ber að lesa rannsóknarniðurstöður um árangur þess með það í huga. Á hinn bóginn virðist námskeiðið gagnast þeim vel sem taka þátt í því. Tveir háskólanemar á B.S. stigi í sálfræði mátu árangur þess og birtu í lokaritgerð sinni sl. vor undir handleiðslu Dr. Tómasar Kristjánssonar, sálfræðings hjá Kvíðameðferðarstöðinni og aðjúnkts í sálfræði við HÍ. Sjá nánar í viðtali við Tómas hér á eftir. Öll rannsóknaverkefnin þrjú hafa gengið vel og hafa skapað ný tækifæri í þróun úrræða í starfsendurhæfingu og skerpt á mikilvægi árangursmælinga á þeirri þjónustu sem í boði er. Þekkingin sem verður til í rannsóknasamstarfi er ómissandi fyrir áframhaldandi þróun starfsendurhæfingar. Til að geta mætt hinum síbreytilegu þörfum vinnumarkaðar í nútíma samfélagi þarf VIRK að eiga rödd á meðal þjónustuaðila og vísindafólks um þau úrræði sem í boði eru og eiga þannig kost á að finna bestu lausnina hverju sinni. En víkjum nú sögunni að hinum áhuga- verðu rannsóknaverkefnum sem fjallað er um í greininni og gefum rannsakendum orðið. Heimild Jeehee Min o.fl. (2019). The Fourth Industrial Revolution and Its Impact on Occupational Health and Safety, Worker‘s Compensation and Labor Conditions. Safety and Health at Work, 10 (4). LJÓSIÐ Í MYRKRINU SJÖFN EVERTSDÓTTIR sálfræðingur ÁFALLA- OG SÁLFRÆÐIMIÐSTÖÐIN Í KÓPAVOGI HEFUR VERIÐ MEÐ ÞJÓNUSTUÞEGA FRÁ VIRK Á NÁMSKEIÐI Í HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ. „ÞETTA ER JAFNFRAMT ÁFALLAMIÐUÐ RANNSÓKN SEM VIÐ ERUM MEÐ Í SAMVINNU VIÐ VIRK STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐ,“ SEGIR SJÖFN EVERTSDÓTTIR, SÉRFRÆÐINGUR Í KLÍNÍSKRI SÁLFRÆÐI SEM ER ÁBYRGÐARAÐILI RANNSÓKNARINNAR. Við hittum Sjöfn í húsnæði Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar að Hamraborg 11. „Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna nánar árangur hópmeðferðarúrræðisins sem þróað var sérstaklega fyrir fólk með sögu um áföll eða erfiða lífsreynslu í æsku,“ segir Sjöfn. Hafa áföll í bernsku áhrif á starfsgetu fólks? „Já, þau geta haft það. Saga um áföll í æsku á borð við ofbeldi, missi eða vanrækslu getur haft hamlandi áhrif á fólk á fullorðinsárum meðal annars á vinnumarkaði. En það þarf þó ekki að vera því áföll geta líka haft eflandi áhrif, gert fólk 64 65virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.