Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 46
 VIRK AUKUM ATVINNUÞÁTTTÖKU HLUTAVEIKINDI SAMHLIÐA STARFI JÓNÍNA WAAGFJÖRÐ sviðsstjóri hjá VIRK Langvarandi fjarvera frá vinnu vegna veikinda eða slysa er kostnaðarsöm fyrir samfélagið auk þess sem hún getur haft skaðleg áhrif á heilsu einstaklinga þegar til lengri tíma er litið1. Rannsóknir hafa sýnt að tíð og/eða lang- varandi fjarvera einstaklinga frá vinnumarkaði auka líkurnar á atvinnuleysi, getur dregið marktækt úr tekjumöguleikum þeirra og möguleikum á að fá vinnu síðar2,3,4. Við þetta aukast líkur á því að einstaklingar verði óvirkir og háðir örorkulífeyri varanlega. Eftir því sem tíminn líður í veikindafjarveru því minni líkur eru á því að einstaklingar snúi aftur á vinnumarkaðinn. Vinnan uppfyllir mikilvægar sálfélagslegar þarfir, er mikilvæg fyrir sjálfsmynd einstaklinga og inniheldur ákveðna þætti sem geta verið til bóta fyrir andlega heilsu og vellíðan5. Vegna lýðfræðilegrar öldrunar vinnuaflsins hjá vestrænum þjóðum og þeim efnahagslega þrýstingi sem því fylgir hafa mörg vestræn lönd lagt aukna áherslu á að auka atvinnuþátttöku og lengja vinnualdurinn6. Ein leið til að ná þessum markmiðum er að auka þátttöku þeirra einstaklinga sem eru með skerta starfsgetu en þeir eru almennt með minni þátttöku á vinnumarkaði í samanburði við þá sem eru með fulla vinnugetu. Á síðustu árum hafa Norðurlöndin og einhver lönd á meginlandi Evrópu byrjað að innleiða ákveðnar vinnumarkaðsstefnur sem leggja áherslu á hlutastörf á meðan á veikindafjarveru stendur7. Rannsóknir hafa sýnt að aukin notkun hlutaveikinda eða stigvaxandi endurkoma til vinnu samhliða hlutastörfum tengist aukinni atvinnuþátttöku, minni nýtingu á bótum og minna atvinnuleysi. Margir telja að þetta sé áhrifaríkasta inngripið til að bæta atvinnuþátttöku einstaklinga sem hafa verið fjarverandi af vinnumarkaði. Rannsóknir tengdar hlutaveikindum Rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif á endurkomu til vinnu þegar einstaklingar fá tækifæri til að vera fjarverandi í hlutaveikindum samhliða því að vinna í hlutastarf en til eru rannsóknir sem draga þessar niðurstöður í efa. Lesendum er bent á að skoða grein Standal og félaga5 frá árinu 2021 til að kynna sér þessa umræðu betur. Í grein þeirra er fjallað um þetta misræmi og hversu erfitt það er að komast að ákveðnum niðurstöðum um ágæti þessa inngrips vegna t.d. áhrifa þess hvernig einstaklingar veljast í þann hóp sem fer í hlutaveikindi og þá sem fara alveg af vinnumarkaðinum og í fulla veikindafjarveru. Þeir starfsmenn sem geta nýtt sér hlutaveikindi eru t.d. með öðruvísi persónuleg einkenni en þeir sem fara í fulla veikindafjarveru (t.d. aldur, kyn, menntun og sjúkdómsgreiningar) og/eða koma frá vinnustöðum með mismunandi vinnustaðaeinkenni (t.d. verkamanna- eða skrifstofustarf og almennur eða opinber vinnustaður) og því mismunandi líkur á árangursríkri endurkomu til vinnu8. Aðrir hafa bent á að lítill sveigjanleiki í vinnunni, lítil sjálfstjórn á sínum vinnuhögum og lélegt samstarf voru helstu hindranirnar fyrir því að einstaklingar fóru í hlutaveikindi samhliða hlutastarfi. Ofangreindir þættir geta því haft áhrif á bæði tilhneiginguna til þess að nota hlutaveikindi sem úrræði og líkurnar á því að það efli endurkomu til vinnu. Það er því augljóst að ekki er auðvelt að segja með vissu að þetta úrræði virki fyrir alla einstaklinga og mun líklegra er að það séu hópar sem geta nýtt sér þetta úrræði betur en aðrir. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á hvaða breytur geta haft þarna áhrif þannig að hægt sé að velja úrræðið fyrir þá sem það mun auðvelda endurkomu til vinnu. Ef það er ekki gert þá gæti notkun úrræðisins leitt til rangra niðurstaðna sem gætu síðan haft áhrif á tillögur og stefnur í framhaldinu sem mundu ekki styðja við notkun á hlutaveikindum. Aukin þekking á þeim þáttum sem geta haft áhrif mun hins vegar bæta ýmsar aðgerðir sem hægt er að fara í til að auka atvinnuþátttöku og auka traust á niðurstöðum þegar úrræðið er metið. Starfsmönnum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi stendur í dag til boða að taka hlutaveikindi samhliða hlutastarfi og er mælt með að úrræðið sé nýtt þegar starfsmenn þurfa að fara í veikindaleyfi8. Hér á eftir koma stuttir úrdrættir úr nokkrum nýlegum rannsóknum frá Norðurlöndunum þar sem áhrif notkunar á úrræðinu hlutaveikindi samhliða hlutastarfi er rannsakað. Rannsókn frá Danmörku Rehwald og félagar3 birtu rannsókn í Labour Economics árið 2018 þar sem þeir fjalla um hvaða áhrif það hefur á vinnumarkaðinn að nýta starfsmenn sem eru í veikindaleyfi. Í Danmörku fjármagnar vinnuveitandinn fyrstu 21 dagana af veikindafjarverunni, eftir það tekur sveitafélagið við greiðslum en þessar greiðslur eru að jafnaði í boði að hámarki 52 vikur innan átján mánaða tímabils. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna í heild sinni hvort starfsmenn sem voru í veikindaleyfi en tóku á þeim tíma þátt í öflugri virkniáætlun, myndu sýna meira sjálfræði þegar kom að því að snúa aftur til vinnu og haldast í vinnu. Leitast var við að meta áhrif öflugrar virkniáætlunar á veikindaskráða starfsmenn og atvinnuþátttöku hjá þeim síðar og að bera saman hlutfallslega virkni hvers úrræðis fyrir sig í virkniáætluninni. Notaðar voru niðurstöður úr umfangsmikilli slembivalsstýrðri rannsókn (meðferðar- og samanburðarhópur) sem framkvæmd var árið 2009 meðal starfsmanna sem voru nýlega skráðir í veikindaleyfi. Meðferðin stóð yfir í fjóra mánuði og samanstóð af vikulegum fundum með málastjórum og þátttakendur skuldbundu sig að taka þátt í öflugri virkniáætlun sem var annað hvort stigvaxandi endurkoma til vinnu (hlutaveikindi) og/eða hefðbundin virkjun (t.d. starfsráðgjöf, námskeið til að byggja upp færni, starfsþjálfun) og/eða úrræði hjá fagaðilum (t.d. sjúkraþjálfun, næringarráðgjöf, sálfræðiráðgjöf). Við- miðunarhópurinn fékk venjulega staðlaða virkniáætlun. Þegar skoðaðar eru niðurstöður rann- sóknarinnar m.t.t. meðferðarpakkans í heild (þ.e. þátttaka í úrræðum með auknum virknikröfum) þá hafði þátttakan óhagstæð áhrif á veikindaskráða starfs- menn og atvinnuþátttöku hjá þeim síðar. Þeir sem voru í meðferðarhópnum vörðu skemmri tíma í vinnu og ýmiskonar sjálfsbjargarviðleitni en jafningjar þeirra í samanburðarhópnum (sem fékk staðlaða virkniáætlun). Niðurstöður rannsakenda voru þær að meðferðin stuðlaði að „yfirfærslu í snemmbúin eftirlaun og „fleksjobs“, sem bæði eru farseðlar beina leið í ótakmarkað tímabil opinberrar framfærslu og þannig blindgata á veginum til farsællar endurkomu á vinnumarkaðinn“ eins og sagt er orðrétt í greininni. Hinsvegar þegar skoðuð voru áhrif hvers virkniúrræðis fyrir sig í meðferðar- pakkanum og áhrifin á atvinnuþátttöku sjúkraskrifaðra starfsmanna síðar þá kom í ljós að aukin notkun hlutaveikinda eða stigvaxandi endurkomu til vinnu tengdist aukinni atvinnuþátttöku, minni nýtingu á bótum og minna atvinnuleysi. Hefðbundin virk vinnumarkaðsúrræði eins og starfsnám eða sjúkraþjálfun virtust aftur á móti hafa annað hvort engin eða jafnvel slæm áhrif. Samanlagt þá benda niðurstöður til þess að stigvaxandi endurkoma til vinnu (hlutaveikindi) sé áhrifaríkasta inngripið til að bæta síðari atvinnuþátttöku einstaklinga sem hafa verið fjarverandi í veikindaleyfi. Rannsókn frá Noregi Standal og félagar5 gerðu þversniðs- könnunarrannsókn meðal einstaklinga sem voru skráðir í langtíma veikindi í Noregi og birtu niðurstöður í BMC Public Health árið 2021. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort munur væri á milli einstaklinga sem voru í hlutaveikindum og þeirra sem voru alveg fjarverandi í veikindaleyfi m.t.t. Á síðustu árum hafa Norðurlöndin og einhver lönd á meginlandi Evrópu byrjað að innleiða ákveðnar vinnumarkaðsstefnur sem leggja áherslu á hlutastörf á meðan á veikindafjarveru stendur. 46 47virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.