Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 79

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 79
 VIRK Ein af þeim áskorunum sem einstaklingar sem leita til VIRK standa frammi fyrir er hvort þeir eigi afturkvæmt í fyrra starf eða hvort þurfi að skipta um starfsvettvang vegna heilsubrests. Stór hluti þeirra sem leita til VIRK er með langvinna verki af ýmsum ástæðum en verkir sem hafa staðið yfir í meira en þrjá mánuði eru skilgreindir sem langvinnir verkir. Stundum er orsök verkjanna þekkt en stundum er ekki samræmi milli verkjaupplifunar og þekkts eða sýnilegs KRISTÍN B REYNISDÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK ÍRIS JUDITH SVAVARSDÓTTIR teymisstjóri hjá VIRK Í STARFSENDURHÆFINGU ER NAUÐSYNLEGT AÐ GETA HUGAÐ AÐ STYRKLEIKUM OG HINDRUNUM SAMTÍMIS. MIKILVÆGT ER AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ HVERNIG HEILSUFAR OG FÆRNISKERÐINGAR HAFA ÁHRIF Á ATVINNUÞÁTTTÖKU EN JAFNFRAMT ER NAUÐSYNLEGT AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ HVAÐA FÆRNI OG STYRKLEIKAR ERU TIL STAÐAR SEM GETA NÝST Á VINNUMARKAÐI. LANGVINNIR VERKIR, STARFSENDURHÆFING og endurkoma til vinnu vefjaskaða1. Hvort sem ástæða verkjanna er þekkt eða ekki er ljóst að langvinnir verkir valda einstaklingnum miklum óþægindum og hafa víðtæk áhrif á heilsufar og félagslega stöðu. Nýlegar íslenskar rannsóknir hafa sýnt tengsl milli verkjaupplifunar og andlegrar heilsu en einstaklingar sem verða fyrir sálrænum áföllum í æsku og ofbeldi á fullorðinsárum eru líklegri til að glíma við langvinna verki á fullorðinsárum2 og að einstaklingar með þrálát líkamleg einkenni voru átta sinnum líklegri til að vera með einkenni þunglyndis og almenns kvíða en þátttakendur án þeirra3. Algengi langvinnra verkja hér á landi er talið vera 30,6% til 47,5%3,4 og er það sambærilegt við algengi í Bretlandi1. Hluti þeirra sem glíma við langvinna verki og önnur heilsufarsvandamál er virkur á vinnumarkaði þrátt fyrir einkenni sín og ekki er búist við því að fólk ljúki þjónustu hjá VIRK án allra einkenna eða færniskerðinga. Einstaklingsmiðuð áætlun í starfsendurhæfingu Einstaklingur með langvinna verki fer ósjálf- rátt að verja sig, t.d. forðast að lyfta þungu eða forðast ákveðnar hreyfingar því þær auka verki. Hann situr oft stífur og andar grunnt. Hugsanir beinast oft að því hvað er öruggt og hvað er ógnandi fyrir líkamann og „örugga svæðið“ til hreyfinga verður sífellt minna. Langvinnir verkir hafa líka áhrif á einstaklinginn andlega og félagslega þar sem fólk dregur m.a. úr félagslegri þátttöku, hefur áhyggjur af heilsu, framtíð, starfsgetu og hvað eina. Hjá VIRK starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga (félagsráðgjafi, iðjuþjálfar, sál- fræðingar og sjúkraþjálfarar) en áhersla er lögð á heildræna sýn á mál einstaklinganna. Þeir sem leita til VIRK eru oftar en ekki með Eitt af markmiðunum er að einstaklingurinn hafi við lok þjónustu meiri þekkingu á sínum heilsufarsvanda en áður og búi yfir heppilegum bjargráðum til að bregðast við einkennum sínum. samsettan heilsufarsvanda og stundum er einnig um að ræða álag í félagsumhverfi. Teymið hefur meðal annars það hlutverk að meta ásamt ráðgjafa framgang í starfsendurhæfingu með tilliti til þess hvort einstaklingurinn hefur aukið starfsgetu sína. Metið er út frá þeim gögnum sem liggja fyrir hvort breyta þurfi áherslum í meðferð eða hvort stöðugleika sé náð varðandi endurhæfingu og starfsgetu. Tekið er mið af fyrri meðferð og annari endurhæfingu sem reynd hefur verið og er einstaklingurinn hafður með í ráðum við áætlanagerð eins og mögulegt er. Teymið leggur áherslu á að kynna sér þau bjargráð sem einstaklingurinn hefur til að takast á við einkenni sín og viðhorf hans til vandans. Stundum þarf að meta hvort frekari endurhæfing/meðferð í heilbrigðiskerfinu sé viðeigandi áður en hugað er að endurkomu til vinnu. VIRK er í góðu samstarfi við fjölmargar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins t.d. Landspítalann, Reykjalund og Þraut. Stefnan er að veita markvissa og viðeigandi þjónustu í öllu starfsendurhæfingarferlinu þannig að einstaklingurinn fái þann stuðning og þau úrræði sem hann þarf til að auka færni sína og möguleika á endurkomu til vinnu. Eitt af markmiðunum er að einstaklingurinn hafi við lok þjónustu meiri þekkingu á sínum heilsufarsvanda en áður og búi yfir heppilegum bjargráðum til að bregðast við einkennum sínum. Þjóðarstofnun um heilsu og velferð (National Institute for health and care excellence) í Bretlandi hefur gefið út leiðbeiningar (NICE guidelines), meðal annars varðandi meðhöndlun langvinnra verkja1 og varðandi mjóbaksverki með eða án leiðniverkja6. Langvinnir verkir geta verið afleiðing undirliggjandi ástands eins og gigtarsjúkdóms eða endometríósu en þeir geta líka verið til staðar án þess að orsök þeirra sé þekkt eða þeir virðast ekki í réttu hlutfalli við sýnilegan áverka eða þekktan sjúkdóm. Ef ástæða verkjanna er ekki þekkt eða þeir eru meiri en áverki eða sjúkdómur gefur til kynna er talað um frumkomna langvinna verki (primary chronic pain). Mælt er með í leiðbeiningunum þjóðar- stofnunar um heilsu og velferð1 að einstaklingar með frumkomna langvinna verki séu líkamlega virkir og er sérstaklega hvatt til hópþjálfunar. Sýnt hefur verið fram á gagnsemi hópþjálfunar undir handleiðslu fagaðila til þess að draga úr verkjum og auka lífsgæði. Einnig ætti að íhuga beitingu hugrænnar atferlismeðferðar og ACT (acceptance and committment therapy) en ACT meðferð hefur sýnt árangur við að bæta svefn og bæði ACT og hugræn atferlismeðferð virðast auka lífsgæði. Varðandi meðferð langvinnra mjóbaks- verkja hvort sem um er að ræða leiðniverki eða ekki er mest áhersla lögð á að fólk haldi áfram að mæta til vinnu og sinna sínum daglegu störfum6. Í meðferð er mest áhersla lögð á fræðslu um eðli bakverkja og hvað einstaklingurinn getur sjálfur gert til að bæta líðan sína. Þá er hvatt til að íhuga það að bjóða hópþjálfun og til greina kemur að beita bæði óvirkum aðferðum sjúkraþjálfunar (hnykkingum, liðlosun eða mjúkvefjameðferð) og hugrænni atferlismeðferð en aðeins sem hluta af meðferðaráætlun sem einnig felur í sér æfingameðferð. Talið er að eftirtaldir þættir skipti máli í starfsendurhæfingu fólks með þráláta stoðkerfisverki; geta til að tileinka sér fræðslu, vilji til að snúa aftur til vinnu, minnka/eyða hræðslu við ákveðnar hreyfingar eða ákveðin verkefni, temja sér hugarfar vaxtar og vilja til breytinga. Einnig skiptir máli tímalengd frá vinnu, tímalengd í veikindaleyfi, ánægja í vinnu og álag í vinnu, svo dæmi séu nefnd7. VIRK er í góðu samstarfi við fjölda fagaðila sem vinna í samræmi við áðurnefndar leiðbeiningar tengt meðferð við langvinnum verkjum. Einstaklingar eru stundum óöruggir þegar þeir eru að hefja þjálfun og hafa oft þörf fyrir mikinn stuðning fagaðila. Stundum er óljóst hvert álagsþolið er, hreyfistjórn getur verið ábótavant og sumir hafa neikvæða reynslu af þjálfun eða hafa ekki stundað þjálfun reglubundið um nokkurt skeið. Mikilvægt er að einstaklingur 78 79virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.