Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 49

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 49
 VIRK sjálfsmats á heilsufari, úrræða á vinnustað og sálrænnar seiglu. Samhliða var tekið tillit til þekktra þátta sem hafa áhrif á að einstaklingar velji að fara í hlutaveikindi (s.s. aldur, menntun, kyn, vinnugeiri, sjúk- dómsgreining og líkamleg vinna). Samkvæmt rannsakendum þá eru gögn, sem lýsa því hvernig ákveðnir þættir eins og heilsa og vinnu- og persónutengdir þættir hafa áhrif á val einstaklinga um hlutaveikindi, bæði af skornum skammti og ósamræmd. Nánari vitneskja um hvernig þessir þættir spila inn í þá ákvörðun gætu verið upplýsandi fyrir ýmsa hagsmunaaðila eins og heimilislækna, vinnuveitendur, samræmingaraðila fyrir endurkomu til vinnu og almannatryggingakerfið og þannig aðstoðað við að þróa lausnir til að auka vinnuþátttöku. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þeir sem tóku hlutaveikindi voru frekar konur, með meiri menntun, unnu við minna líkamlega krefjandi störf og voru frekar að starfa í opinbera geiranum. Einnig var sjaldgæfara að þeir yngstu og þeir elstu veldu að fara í hlutaveikindi. Niðurstöður sýndu tengsl milli sjálfsmats á heilsufari og líkunum á því að starfsmaður veldi að fara í hlutaveikindi. Tengslin voru öfug U-laga lína þar sem þeir sem voru við bestu og verstu heilsuna voru ekki eins líklegir að hafa valið að fara í hlutaveikindi. Sá kostnaður sem leggst á vinnuveitandann við það að auðvelda töku á hlutaveikindum gæti átt þátt í þessum tengslum því einstaklingar sem eru við bestu heilsuna eru nær því að snúa aftur til vinnu og sleppa þá alveg að taka hlutaveikindi, á meðan þeir sem eru við verstu heilsuna eru yfirleitt of veikir til að geta unnið. Niðurstöður sýndu einnig að meira svigrúm til aðlögunar á vinnustað og gott sálfélagslegt vinnuumhverfi tengdist aukinni töku á hlutaveikindum. Þeir sem tóku hlutaveikindi töluðu einnig um að vera með meira sjálfræði í vinnunni og áttu erfiðara með að ráða við kröfur starfsins. Í fyrri rannsóknum þá greindu einstaklingar sem voru í hlutaveikindum að samhliða styttingu á vinnutímanum fylgdi ekki alltaf samsvarandi lækkun á framleiðnivæntingum sem gæti stuðlað að auknum vinnukröfum fyrir þá sem eru í hlutaveikindum. Enginn munur var á hópunum með tilliti til sálfræðilegrar seiglu eða áður tekinna veikindaleyfa. Niðurstöður benda til þess að meira ætti að skoða sjálfsmat á heilsufari og eiginleika vinnustaðarins þegar skoðuð eru áhrif hlutaveikinda á endurkomu til vinnu. Rannsókn frá Finnlandi Hartikainen og félagar6 birtu grein í Scandinavian Journal of Work Environment & Health árið 2023 þar sem þeir fjalla um væntingar um lengd á starfsævi og töpuð starfsár meðal einstaklinga sem nýttu sér hluta- og fullt veikindaleyfi í Finnlandi. Í Finnlandi greiða vinnuveitendur fyrstu 10 dagana sem starfsmenn eru fjar- verandi vegna veikinda en eftir það tekur almannatryggingakerfið við greiðslum. Starfsmenn sem eiga rétt á fullri veikindafjarveru geta eftir þessa 10 daga valið að fara í hlutaveikindi ef vinnuveitandinn getur skipulagt slíkt og ef læknisfræðilegt mat telur starfsmenn geti það án þess að þeir geti skaða heilsu sína. Í Finnlandi hefur aðgengi að hlutaveikindum verið þróað til að hjálpa einstaklingum með skerta starfsgetu að vera áfram í vinnunni í hlutastarfi og til að auðvelda endurkomu til vinnu eftir veikindafjarveru. Markmið þessarar rannsóknar var að gera hálftilraun (e. quasi-experiment) til að meta áhrif hlutaveikinda og fullrar veikindafjarveru. Reiknuð voru bæði áhrif á væntingar um lengd mögulegrar starfsævi (e. working life expenctancy) og töpuð starfsár (e. working years lost) hjá starfandi finnskum einstaklingum. Niðurstöður þessarar rannsóknar eiga aðeins við um einstaklinga sem eru fjarverandi vegna andlegra og stoðkerfisvandamála og geta niðurstöður því verið öðruvísi fyrir aðra sjúkdómahópa. Niðurstöður þeirra voru í samræmi við fyrri rannsóknir sem bentu til þess að hlutaveikindi eða stigvaxandi endurkoma til vinnu hefur jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku4,8,9. Það sem kom nýtt fram í rannsókninni voru vísbendingar um að það að fara í hlutaveikindi, í samanburði við fulla veikindafjarveru, væri áhrifaríkari leið til að lengja tímann sem einstaklingar vörðu í vinnunni yfir eftirstandandi starfsferil sinn meðal fólks með andlegan vanda eða stoðkerfissjúkdóma. Niðurstöður sýndu að ákvörðunin að nýta hlutaveikindi frekar en að vera í fullri veikindafjarveru leiddi til lengri starfsævi vegna þess að minni tíma var varið í atvinnuleysi og örorkulífeyri. Sérstaklega átti þetta við um einstaklinga með andlegan vanda og þá sem unnu í einkageiranum. Það að nýta sér hlutaveikindi virtust fjölga starfsárunum með því að efla endurkomu til vinnu í fullt starf aftur. Fyrir einstaklinga með stoðkerfissjúkdóma voru einnig jákvæðu áhrifin en ekki eins mikil, en sé litið til þess að stoðkerfissjúkdómar eru ein helstu orsök skertrar starfsgetu getur samfélagslegur ábati verið töluverður þegar á heildina er litið. Niðurstöður rannsakenda voru þær að alltaf ætti að mæla með að starfsmenn nýttu sér hlutaveikindi í stað fullrar veikindafjarveru, þegar það er mögulegt, fyrir einstaklinga með andlegan vanda eða stoðkerfissjúkdóma. Samvinna eykur þátttöku Á Íslandi á launafólk rétt á launum frá vinnuveitanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma en fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort starfsmaðurinn er opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði. Veikindaréttur á opinberum markaði er mun betri en á almennum markaði og er fjöldi veikindadaga t.d. mun meiri hjá starfsmönnum opinberra fyrirtækja eftir 1 ár í starfi (www.asi.is). Í kjarasamningum hjá ríki og sveitarfélögum er heimildarákvæði um hlutaveikindi og Niðurstöður rannsakenda voru þær að alltaf ætti að mæla með að starfsmenn nýttu sér hlutaveikindi í stað fullrar veikinda- fjarveru, þegar það er mögulegt, fyrir einstaklinga með andlegan vanda eða stoðkerfissjúkdóma. má finna þetta ákvæði t.d. hjá mörgum fyrirtækjum og sjálfseignarstofnunum sem aðildarfélög BSRB semja við en almennt er ekki slíkt ákvæði í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum (www.bsrb.is). Samkvæmt þessu ákvæði þá eru veikindi talin líkt og um tvo starfsmenn sé að ræða. Laun eru greidd fyrir það hlutfall sem unnið er, en veikindagreiðslur koma á móti fyrir það hlutfall sem eftir er og dragast þeir frá áunnum veikindarétti starfsmanns. Það er alltaf undir vinnustaðnum komið hvort starfsmaður geti fengið tækifæri til að vinna í skertu starfhlutfalli og þiggja hlutaveikindalaun á móti. Einnig má nýta þetta ákvæði þegar starfsmaður er að snúa aftur til vinnu eftir langtíma fjarveru vegna veikinda. Þá fær starfsmaður tækifæri til að koma til baka í vinnu á stigvaxandi máta en eins og sjá má í textanum hér á undan þá er slíkt fyrirkomulag að skila betri árangri í mörgum tilfellum. Það hefur alltaf staðið einstaklingum til boða að koma í starfsendurhæfingu hjá VIRK samhliða því að vera áfram í vinnunni. Lögð er áhersla á að einstaklingar séu ekki í meira en 60 – 70% starfshlutfalli til þess að þeir hafi tíma og getu til að taka þátt í viðeigandi úræðum í starfsendurhæfingunni. Samstarf við vinnustaðinn er mikilvægt þar sem oft þarf að draga enn frekar úr starfshlutfalli í byrjun og skipuleggja aðlögun á vinnustað (t.d. á vinnutíma, verkefnum eða vinnuaðstöðu) og svo þarf að skipuleggja stigvaxandi endurkomu til vinnu til að einstaklingar komist aftur í sitt fyrra starfshlutfall í lok starfsendurhæfingar. Á síðasta ári lagði VIRK áherslu á að kynna þennan möguleika fyrir fyrirtækjum sem úrræði fyrir starfsmenn þeirra sem eiga erfitt með að skila vinnu sinni á fullnægjandi hátt vegna heilsubrests af ýmsum toga. Farið var í heimsóknir til fjölda fyrirtækja og stefnt er að enn frekari kynningu á þessu úrræði - starfsendurhæfingu samhliða vinnu - núna á þessu ári. Eins og kom fram hér að framan þá mun Ísland einnig horfa upp á þessar lýðfræðilegu breytingar á vinnuaflinu í framtíðinni eins og í öðrum vestrænum löndum og þurfum við því einnig að leggja áherslu á að auka atvinnuþátttöku sem flestra10. Því er mikilvægt að nýta möguleikann með starfsendurhæfingu samhliða vinnu þar sem starfsmaðurinn fer aldrei alveg frá vinnustaðnum en fær tækifæri til fara í hlutastarf og á móti að taka hlutaveikindi. Þannig aukast líkurnar á því að hann nái aftur sinni fyrri starfsgetu sem dregur úr líkum á því að hann fari alfarið af vinnumarkaðinum. Lögð er áhersla á þetta í grein Pálsson og félaga11 „Vinna og verkir“ hér aftar í ársriti VIRK. Í greininni er talið að vinnustaðurinn sé góður vettvangur fyrir endurhæfingu fyrir einstaklinga með verki og getur verið forsenda þess að verkirnir minnki eða hverfi alveg ef einstaklingar fá tækifæri til að snúa aftur til fyrri starfa. Í dag eru einnig margir einstaklingar að reyna að snúa til baka á vinnumarkaðinn eftir að hafa fengið COVID en hafa ekki náð sér að fullu12. Þessir einstaklingar myndu geta nýtt sér þennan möguleika að vera í hlutaveikindum samhliða hlutastarfi og að sett sé upp virkniáætlun innan raunhæfs tímaramma þar sem þeir fá tækifæri til að koma á stigvaxandi máta inn í sitt fyrra starfshlutfall. Í grein Tompa13 „Ávinningur af þátttöku allra á vinnumarkaði fangaður: Leiðin fram á við fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og vinnumarkaður 21. aldarinnar“ hér framar í ársriti VIRK kemur fram að útilokun hóps fólks með skerta starfsgetu frá þátttöku á vinnumarkaðinum er mjög kostnaðarsöm fyrir bæði einstaklinginn og þjóðfélagið í heild sinni. Samstarf milli vinnustaðar, einstaklings og starfsendurhæfingar eða heilbrigðiskerfisins, eftir atvikum, er mikilvægt til að auðvelda og auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaðinum þannig að hún gangi upp á farsælan hátt fyrir alla hagsmunaaðila. Heimildir 1. Waddell G & Burton A. Is Work Good for Your Health and Well-being? 2006, TSO (The Stationery Office), London. 2. Hesselius P. Does sickness absence increase the risk of unemployment? J. Socio Econ. 2007;36(2): 288-310. 3. Rehwald K, Rosholm M, Rouland B. Labour market effects of activating sick-listed workers. Labour Econ. 2018; 53:15-32. 4. Markussen S, Mykletun A, Röed K. The case for presenteeism – evidence from Norway´s sickness insurance program. J Public Econ. 2012;96(11-12):959-72. 5. Standal MI, Hjemdal O, Aasdahl L, Foldal VS, et al. Workplace flexibility important for part-time sick leave selection-an exploratory cross-sectional study of long- term sick listed in Norway. BMC Public Health 2021;21(1):732. H. 6. Hartikainen E, Solovieva S, Viikari-Juntura E, Leinonen T. Working life expectancy and working years lost among users of part- and full-time sickness absence in Finland. Scand J Work Environ Health 2023;49(1):23-32. 7. Leoni T. Graded work, the activation of sick- listed workers and employer participation in continental Europe. Soc Policy & Soc 2020;21(3):385-404. 8. Kausto J, Viikari-Juntura E, Virta E, Gould R, et al. Effectiveness of new legislation on partial sickness benefit on work participation: a quasi-experiment in Finland. BMJ Open. 2014;4: e006685. 9. Maas ET, Koehoorn M, McLeod CB. Does gradually returning to work improve time to sustainable work after a work-acquired musculoskeletal disorder in British columbia, Cananda? A matched cohort effectiveness study. Occup Environ Med 2021;78(10:715-23. 10. Hannes G. Sigurðsson. Ísland 2050: Eldri þjóð – Ný viðfangsefni. Samtök Atvinnulífsins: Apríl 2007. 11. Pálsson Th, Högh M, Christensen S. Vinna og verkir. Ársrit VIRK, 2023: bls. 58-61. 12. Bratun U, Svajger A, Domajnko B et al. Return to work among workers recovering from severe COVID-19 in Slovenia: a focus group study. Disability and Rehab. 2022:1–10. 13. Tompa E. Ávinningur af þátttöku allra á vinnumarkaði þangað: Leiðin fram á við fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og vinnumarkaður 21. aldarinnar. Ársrit VIRK, 2023: bls. 33-37. Niðurstöður sýndu að ákvörðunin að nýta hlutaveikindi frekar en að vera í fullri veikindafjarveru leiddi til lengri starfsævi vegna þess að minni tíma var varið í atvinnuleysi og örorkulífeyri. 48 49virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.