Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Síða 4
Á vakt fyrir Ísland4
Ný stjórn LSS
Ný stjórn var kjörin á þinginu. Stefán Pétursson sjúkra-
flutningamaður HSU og núverandi formaður LSS var
sjálfkjörinn sem formaður LSS og mun því gegna sínu
öðru tímabili sem formaður félagsins.
Aðrir í stjórn eru:
• Magnús Smári Smárason SA, varaformaður
• Ásgeir Þórisson BS, meðstjórnandi
• Kristinn Guðbrandsson SF, meðstjórnandi
• Birkir Árnason SHS, formaður fagdeildar sjúkra-
flutningamanna
• Steinþór Darri Þorsteinsson SHS, formaður fagdeildar
slökkviliðsmanna
• Pétur Arnarson, formaður fagdeildar slökkviliðsstjóra /
stjórnenda
Varamenn í stjórn eru:
Anton B. Carrasco, SA og Sigurjón Hendriksson, SHS.
Á þinginu voru eftirtaldar ályktanir samþykktar:
Að skora á Brunamálaskólann að sjá til þess að kennarar
skólans uppfylli kröfur skv. lögum 75/2000 og 1088/2013 – 12gr.
um menntun, þjálfun og æfingaskyldu slökkviliðsmanna.
Að skora á fagráð sjúkraflutninga Íslands, Landlæknis-
embættið, velferðarráðuneytið og rekstraraðila sjúkra-
flutninga að ljúka hafinni vinnu við uppsetningu raf-
rænnar sjúkraskrár í utanspítalaþjónustu.
Að skora á íslensk yfirvöld og þar til ábyrgar stofnanir að
sameinast um eflingu utanspítalaþjónustu á Íslandi.
Að settur verði á laggirnar vinnuhópur sem endurskoðar
nám slökkviliðsmanna frá grunni. Vinnuhópur sem er skip-
aður af fulltrúum frá Mannvirkjastofnun, slökkviliðsstjórum
og fulltrúum LSS.
Að endurvekja íþróttamót sem LSS stóð fyrir við góðan orðstír.
Hvetja stjórn LSS og orlofssjóð að fara yfir orlofshúsa-
mál félagsins og kynna næstu skref.
Stefnt að því að eigi síðar en 2023 skulu allar sjúkrabif-
reiðar hafa besta mögulega búnað til að minnka líkamlegt
álag við sjúkraflutninga, þar meðtalið sjúkrabörur með
rafknúnum lyftubúnaði, rafknúna stigastóla o.fl.
Samþykkt var að halda málþing til eftirfylgni á ályktun frá
16. þingi um fræðslu og þjálfunaraðstöðu fyrir slysa- og
björgunaraðila.
Þingið lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra.
Félagsmenn LSS hafa þungar áhyggjur af töfum á
samþykktum nýrrar reglugerðar um slökkvilið og krefjast
þess að hún verði kláruð sem fyrst.
Skorað er á fagráð sjúkraflutninga Íslands að halda
áfram að uppfæra vinnuferla fyrir sjúkraflutningamenn og
bráðatækna.
Ályktað var um starfslok slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna um að stefnt verði að því að þeir sem sinna
þessum störfum geti látið af störfum við 55 ára aldur.
Skorað er á yfirvöld að viðurkenna og votta forgangs-
akstursnámskeið fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.
Önnur mál
Félagsgjöld fyrir hlutastarfandi hækkuðu úr 1% í 2,5%
af öllum launum og hjá þeim sem greiða aukafélagsgjald
hækkaði úr 10.000 kr. í 15.000 kr. Félagsgjald þeirra sem
eru í fullu starfi er óbreytt.
Stjórn LSS var hvött til að stofna vinnuhóp til að skoða
atkvæðavægi á milli þeirra sem eru í fullu starfi og hluta-
starfandi og skila tillögum sem fyrst.
17. ársþing LSS