Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 14

Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 14
Á vakt fyrir Ísland14 Vinna fagdeildar sjúkraflutningamanna hefur verið með líku sniði og undanfar- in ár. Fimm formlegir fundir hafa verið haldnir, þó hafa fulltrúar fagdeildarinnar setið marga fundi með öðrum aðilum/ stofnunum og jafnframt haldið góðu sambandi þess á milli. Aðrir fundir eru í skyndihjálparráði, endurlífgunarráði, fagráði sjúkraflutninga, faghópi vegna nýs náms sjúkraflutningamanna, fag- ráði Sjúkraflutningaskólans, vinnuhópi vegna rafrænnar sjúkraskráningar og sérstökum faghópi um sjúkrabílamál. Töluverð vinna og yfirlega hefur verið yfir nýju námi sjúkraflutningamanna. Nú er loksins búið að uppfæra náms- efni fyrir grunnnám og framhaldsnám skv. bandarískum stöðlum sem fylgt hefur verið um árabil, EMT – basic og advanced, áður intermediate. Vilji er til að skoða hvort þessir tveir hlutar geti saman nægt til þess að öðlast megi starfsheiti sem sjúkraflutningamaður. Til þess þarf þó breytingu á reglugerð. Fleiri tækifæri og gluggar til að sækja bráðatæknanám hafa opnast. Algjör bylting hefur átt sér stað hvað það varðar. Fjöldi íslenskra sjúkraflutninga- manna hafa sótt, og eru enn að sækja, svokallað „hybrid“ nám í bráða- tæknafræðum í Boston. Bóklegi hluti námsins er kenndur í fjarnámi en klíníski hlutinn tekinn í Boston. Um er að ræða nám sem uppfyllir öll skilyrði og kröfur sem gerðar eru til paramedic- náms í skólum í Bandaríkjunum. Þetta fyrirkomulag hefur gefið þeim aukið aðgengi að náminu sem ekki hafa séð sér fært að flytjast búferlum til Bandaríkjanna til að stunda fullt staðarnám. Það er dýrmætt að halda tengingunni við Bandaríkin og fá ómetanlegt náms- og þjálfunartækifæri í verklegu og vel þróuðu námi. Um- hverfið er allt annað en við eigum að venjast, í stórborg þar sem fjöldi tilvika og fjöldi sjúklinga er langtum meiri en hér á landi. Aðrir feta nýjar brautir og sækja nám í Noregi og Bretlandi þar sem bráða- tæknanámið er þriggja ára bakkalár- prógram með möguleika á framhalds- námi á mastersstigi. Einn bráðatæknir frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) lauk nýverið BSc gráðu í fræð- unum í Pittsburgh. Þar að auki eru tveir bráðatæknar frá SHS að sækja sér aukna BSc menntun í Limerick á Írlandi. Þetta er mjög spennandi og mikilvæg þróun sem LSS hefur reynt að styðja vel við. Hávær umræða hefur verið uppi í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að efla heilbrigðiskerfið. Aðilar sem að málinu koma hafa bent á mikilvægi þverfaglegrar teymisvinnu allra heilbrigðisstétta. Ljóst er að ef bæta á heilbrigðisþjónustu þannig að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að kerfinu, hvar sem í sveit eru settir, þá þarf utanspítalaþjónusta að vera öflug og skilvirk. Til þessa hefur hún verið illa skilgreind og naumt rekin. Fagdeildin hefur beitt sér, og mun áfram beita sér, fyrir því að rödd sjúkraflutningamanna heyrist á þeim vettvangi og að áherslur stéttarinnar séu virtar við stefnumótun málaflokksins. Nýlegir fundir með ráðherra heilbrigðismála og fulltrúum ráðuneytisins blæs von í brjóst. Undirrituðum finnst óþægilegt að fagstéttinni sé boðið upp á óvissu og óöryggi varðandi bíla og búnað en staðfestir þó og ítrekar að núverandi ráðherra hefur tekið þessi mál afar föstum tökum og sýnt fagmannlega nálgun. Ráðherrann hefur lagt ríka áherslu á fulla aðkomu fagaðila að málaflokknum og ekki annað að ætla en að málalyktir verði farsælar. Þegar kemur að utanspítalaþjónustu er rétt að geta sérstaklega hlutverks Rauða krossins sem á langa og farsæla sögu í uppbyggingu á sjúkra- flutningakerfinu á Íslandi. Rauði kross- inn vann ötullega að því að kaupa bíla og búnað og aðkoma hans að því að efla menntun sjúkraflutningamanna er ómetanleg. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Í ljósi þess hve alvarlegt vandamál aukning stoðkerfisáverka er meðal sjúkraflutningamanna er brýnt að vinna þar að markvissum lausnum. Það snertir ekki bara sjálfa sjúkraflutn- ingamennina heldur einnig rekstrar- aðila. Fjölga þarf rafdrifnum búnaði (börum/stigastólum) og jafnframt tryggja að vinnurými sjúkrabifreiða sé gott og öruggt. Að þessu er unnið mjög ötullega. Nú, þegar búið er að nefna bæði menntunar- og bílamál, er við hæfi að nefna verkefnið „simbulance“ eða sérstakan kennslu- og þjálfunar- sjúkrabíl. LSS hrundi af stað söfnun fyrir slíkum bíl fyrir um tveimur árum. Það er bjargföst trú okkar að með þessum bíl, auk öflugra kennara, sé hægt að stórefla endurmenntun og viðhaldsþjálfun allra sjúkraflutninga- manna. Sér í lagi þeirra sem búa og starfa í dreifðari byggðum landsins. Þetta verkefni er langhlaup sem áfram verður unnið að. Það er vissulega óheppilegt að ekki sé búið að koma á koppinn rafrænni sjúkraskrá í sjúkraflutningum. Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS starfsárin 2016-2018 Ný stjórn fagdeildar sjúkraflutningamanna.

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.