Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 19

Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 19
Á vakt fyrir Ísland 19 - MAN TGM 18.340 með 340 hest- afla vél, árgerð 2017. Fjórhjóladrif með háu og lágu drifi, læsingum, beinskiptur. Mannskapshús er sex manna með fjórum reykköfunarstólum. Tankur tekur 4500 lítra af vatni og 500 lítra af froðu. Dæla dælir 4.000 l/mín, mónitor er á þaki og 50 metra háþrýsikefli, Led lýsing er í skápum, ljósamastri og vinnuljósum. 9 tonna spil er að framan og bakkmyndavél. MAN TGM 18.340 bíllinn leysti nýverið af Mercedes Bens 1225 slökkvi- og tækjabíl árgerð 1984. Ljóst er að fjárfest- ing sveitarfélagsins í nýjum bíl er algjör bylting fyrir starf slökkviliðsins. Nýr slökkvibíll Um nokkurt skeið hafði verið rætt um kaup á nýjum slökkvi- og togtækjabíl fyrir slökkviliðið en það þótti of dýrt að á þeim tíma fyrir lítið sveitarfélag eins og Mýrdalshrepp. Var því farið að leita annarra leiða. Slökkviliðssjóri kannaði hvort möguleiki væri á að kaupa not- aðan bíl frá Þýskalandi og flytja til lands- ins að fyrirmynd forvera okkar þegar Bens slökkvibíll liðsins var fluttur inn árið 1999. Á vegi okkar varð fyrirtæki að nafni Feuerwehrtechnik Berlin sem framleiðir fáa nýja bíla á hverju ári en sérhæfir sig í endurnýtingu eldri bíla sem það selur uppgerða um allan heim eða til til minni slökkviliða í heimalandinu. Miklar póstskriftir hófust í kjölfarið milli okkar og Tobias Gantenvoort sem er einn af eigen- dum fyrirtækisins. Við sáum fljótt að enginn af notuðu bílunum þeirra stóðst þær kröfur sem gerðar eru til fyrsta útkallsbíls hér á landi þótt bílarnir hefður flestir verið ágætlega útbúnir. Fór það svo að Tobias gerði okkur tilboð í nýjan bíl. Það varð til þess að Ívar Páll Bjartmarsson slökkvi- liðsstjóri, Ágúst Freyr Bjartmarsson varaslökkviliðsstjór, Sigurður Gýmir Bjartmarsson sjúkraflutningamaður og varðstjóri og Vigfús Þór Hróbjarts- son varðstjóri og eldvarnareftirlits- maður gerðu sér ferð til Berlínar til að skoða bílinn. Annað var alls ekki talið forsvaranlegt miðað við tilboðið sem fékkst í bílinn. Flogið var út til Berlínar að morgni 24. nóvember og skipulögð heimsókn til Feuerwehr- technik Berlin daginn eftir. Sú heim- sókn olli engum vonbrigðum og fór það svo eftir ítarlega skoðun og reynsluakstur að bíllinn var keyptur og skilaði sér inn í stöð í Vík að kvöldi 3. febrúar 2017. Breyttir tímar - breytt verkefni Verkefni, áherslur og markmið slökkviliðsins hafa í raun lítið breyst frá árdögum liðsins ef horft er til þess að hafa mannafla og búnað til að geta tekist á við eldsvoða í sveitarfé- laginu. Takmarkið hefur að sjálfsögðu alltaf verið að sníða sér stakk eftir vexti og reyna að gera eins vel og hægt er með þeim mannskap sem getur boðið fram krafta sína í þágu þessa samfélagsverkefnis sem áhugaslökkvilið er. Staðan í dag er samt sem áður sú að umhverfi slökkvi- liðsins er gjörbreytt. Með vaxandi ferðamennsku í landinu hefur mikil uppbygging orðið í hreppnum sem er reyndar hvergi nærri lokið. Á fáum árum hefur gistirýmum fjöl- gað mjög mikið innan okkar svæðis með tilheyrandi fjölgun ferðamanna. Verkefnin eru því ekki síður orðin á sviði eldvarna og fyrirbyggjandi aðgerða með tilliti til getu slökkvi- liðisins. Áhersla sem hefur reyndar ekki verið fylgt nógu vel eftir af okkar hálfu, einfadlega vegna smæðar. Innviðir sveitarfélagsins hafa að vissu leyti ekki náð að fylgja þeirri hröðu uppbyggingu sem hefur verið undanfarin ár. Með aukinni fræðslu, auknu eftirliti, betri tækjabúnaði og betur þjálfuðum mannskap vonumst við þó til að geta tekist betur á við þessi verkefni til framtíðar. Það er nokkuð ljóst að mörg þeirra eru okkur ofviða ef fyrsta viðbragð og viðeigandi eldvarnir eru ekki til staðar. Hótelum fylgja ferðamenn og ferða- mönnum fylgja bílar. Umferðarþungi hefur vaxið í takt við vinsældir svæðis- ins og hafa fæstir farið varhluta af því að margir af okkar góðu gestum hafa líklega ekki keyrt mikið um ævina og þá líklega ekki um þrönga og hlykkjótta vegi eins og þjóðveg- urinn okkar er á mörgum stöðum. Það hefur orðið til fjölgunar á verkefnum vegna bílslysa. Fæst af þeim alvarleg, sem betur fer. Á síðustu fjórum árum hafa þó orðið nokkur alvarleg slys og banaslys sem slökkviliðið hefur þurft að koma að með einhverjum hætti. Við teljum okkur nú vera ágætlega í stakk búin til að takast á við flest þeirra verkefna sem geta beðið okkar úti á þjóðveginum þótt það sé alls ekki alltaf tilfellið. Sú reynsla sem býr innan okkar raða er kemur að umferðarslysum er mikils virði og verður vonandi stutt við hana með viðeigandi endurnýjun tækjabúnaðar á komandi árum. Björt framtíð Framtíðin er björt fyrir slökkvilið Mýrdalshrepps ef áframhald verður á því öfluga starfi sem fyrir er. Alltaf má þó gera betur á mörgum sviðum og höfum við mikla möguleika á að bæta okkur. Þar horfum við sérstak- lega til aukins eldvarnareftirlits og fleiri æfinga á öllum sviðum slökkvi- starfsins. Með þeim góða mannskap sem innan slökkviliðsins er í dag þarf þó ekki að kvíða framtíðinni. Bíllinn skoðaður.

x

Á vakt fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.