Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 21

Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 21
Á vakt fyrir Ísland 21 Ég hóf störf sem slökkviliðsmaður hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar vorið 1983 og starfaði þar í 34 ár. Hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar var mikil menntunarkrafa og voru menn sendir í nám eða kennarar fengnir frá Bandaríkjunum til þess að halda námskeið. Það má segja að slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hafi verið braut- ryðjandi í skólamálum fyrir slökkvi- liðsmenn á Íslandi enda kom Guðmund- ur Haraldsson fyrsti skólastjóri Brunamálaskólans frá því liði. Ég byrjaði að kenna fyrir Brunamála- skólann árið 2000 og er það eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið því það eru forréttindi að fá að fara um landið og vinna með öllu því góða fólki sem starfar sem slökkvi- liðsmenn. Árið 2004 er ég beðinn um að koma í verkefni í Kosovo. Þar var kref- jandi og skemmtilegt að starfa sem varaslökkviliðsstjóri og þjálfunarstjóri á vegum friðargæslu Íslands sem tók við rekstri flugvallarins í Prishtina. Friðargæslan afhenti heimamönnum flugvöllinn ári síðar og þá var þar full- mannað slökkvilið af heimamönnum. Þar kom sér vel öll sú menntun og reynsla sem ég hafði fengið hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar og Brunamálaskólanum. Við útskrifuðum fimm bekki frá okkur á þessu eina ári, notuðum bókina góðu sem síðar var þýdd á íslensku og er kennd í dag hjá Brunamálaskólanum. Ég hóf störf hjá Mannvirkjastofnun (MVS) síðastliðið haust og var það þó nokkuð átak að yfirgefa minn góða vinnu- stað eftir 34 ár en allt er breytingum háð og menn hafa gott af því að taka áskorunum. Það er ekki mikið um að störf hjá Brunamálaskólanum losni en því miður þá fór helmingur af starfsmönnum eldvarnarsviðs á stuttum tíma. Ég tók við góðu búi frá því góða fólki sem var við vinnu hjá MVS þegar ég hóf störf. Ég hafði hugmyndir um smá breytingar sem féllu í góðan farveg og eru þær helstar að opna fyrir allt kennsluefni sem við notum við kennslu hjá þeim slökkviliðum sem eru ekki með sóla- hringsvakt. Síðan yrðu haldin próf hjá símenntunarstofnunum á þeim svæðum þar sem viðkomandi slökkvi- lið væri staðsett. Þetta gerir það að verkum að allir sitja við sama borð við próftöku. Þegar menn hafa lokið bóklegu prófi og lokið við allar æfingar í verkefnabók sem þeir verða að skila til okkar þá taka menn verklegt próf þar sem sett eru upp verkefni sem viðkomandi slökkviliðsmaður verður að leysa. Grunnur að námi atvinnuslökkviliðs- manna er unninn þannig að stóru slökkviliðin leggja drög að náms- vísi og leggja fyrir starfsfólk MVS til samþykktar. Atvinnuslökkviliðin halda síðan námskeiðin, starfsfólk MVS fylgist með og leggur síðan próf fyrir þátt- takendur og metur niðurstöður. Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni og gott samstarf á milli okkar slökkvi- liðanna. Ég á þann draum að við slökkviliðs- menn getum gert skólann okkar enn betri. Það verður ekki gert nema með því að allir vinni saman sem eitt lið – sem ætti ekki að vera neitt vanda- mál því við erum nú allir í sama liði! Sem sérfræðingur á eldvarnarsviði hjá Mannvirkjastofnun sé ég um kennslu og eftirlit. Kennsla er að mestu fyrir slökkviliðsmenn og stjórnendur slökkvi- liða. Ég hef ennfremur eftirlit með slökkviliðum, eldvarnareftirliti og þjónustuaðilum brunavarna sem reka slökkvitækjaþjónustu og brunarannsóknir. Georg Arnar Þorsteinsson sérfræðingur á eldvarnarsviði Nýr umsjónaraðili Brunamálaskólans • University of Maryland • Grunnnám slökkviliðsmanna #1, #2, #3 • Akstur og dæling slökkvibifreiða • Þjálfunarstjóri #1, #2 • Yfirmannanámskeið #1, #2 • Eiturefnanámskeið; stjórnun á vettvangi • Brunamálaskólinn • Slökkviliðsmaður #1, #2, #3 • Eldvarnareftirlitsmaður #1, #2 • Stjórnendaámskeið Sandø • Kennaranámskeið Brand og Redning skolen Revinger • Stjórnendanámskeið Brand og Redning skolen Arlanda • Stjórnendanámskeið Fire school Teessade • Stjórnendanámskeið hjá Capacent • Auk fjölda annarra námskeiða í stjórnun • Sjúkraflutningaskólinn og endur- menntun Menntun:

x

Á vakt fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.