Á vakt fyrir Ísland - jun 2018, Qupperneq 28

Á vakt fyrir Ísland - jun 2018, Qupperneq 28
28 Á vakt fyrir Ísland Orlofssjóður hefur fimm íbúðir/ sumarhús til umráða. Tvær íbúðir eru á Akureyri, ein í Reykjavík og tveir sumarbústaðir í Munaðarnesi. Nýting- arhlutfallið er mjög gott og er sumarút- hlutunin hafin. Þessum íbúðum fylgir viðhald og er því sinnt reglubundið þannig að ekki komi til of mikilla fjárútláta í einu. Stefnt er að því að endurbæta bústaðina í Munaðarnesi á þessu ári ásamt því að laga þak- leka á Akureyri. Auk þess sem lagt verður inn á höfuðstól láns á íbúðinni í Reykjavík eftir því sem efni leyfa. Skrifstofa LSS mun jafnframt bæta við í sölu á þessu ári gjafabréfi sem félagsmenn geta keypt með afslætti. Einnig verður leitað afslátta fyrir félagsmenn á tjaldsvæðum víða um landið. Félagsmenn munu áfram geta keypt veiðikortið og útilegukortið á niðursettu verði. Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna Orlofssjóður Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðs- manna voru haldnir sl. sumar en þessa leika ættu nú flestir að vera farnir að kannast við. Þeir voru haldnir í þetta skiptið í LA í Bandaríkjunum en borgin tók að sér að halda leikana með stuttum fyrirvara þar sem að Montreal hafði átt að hýsa leikana en hætti við vegna deilna heima fyrir. Leikarnir voru hinir glæsilegustu þrátt fyrir stuttan undirbúning mótshaldara og borginni til sóma. Góður hópur Íslendinga, flestir frá SHS, mætti að sjálfsögðu til leiks og árangur bara nokkuð góður, að sjálfsögðu. Helstu keppnisgreinar okkar keppenda frá SHS voru eftifarandi: Íshokkí, hjólreiðar, hlaup, leðjuhlaup, lyftingar, spjótkast, TCA, skotfimi og golf. Fern verðlaun hjá okkar mönnum Jón Trausti Gylfason náði bronsi í spjótkasti en hann kastaði 37,06 metra, Mikael Halldórsson tollari og fyrrverandi slökkvari landaði silfri í 10 km hlaupi. Ásgeir Gylfason og Óttar Karlsson urðu heimsmeistarar í bekkpressu í sínum þyngdarflokkum, Ásgeir lyfti 180 kg í 105 kg flokki og Óttar 162,5 kg í 93 kg flokki. Undirbúningur fyrir næstu leika er nú þegar hafinn hjá SHS með sama sniði og venjulega sem er sala daga- talsins okkar. Vonandi verða líka fleiri þátttakendur frá öðrum slökkviliðum og aðilum sem hafa keppnisrétt með næst en næstu leikar verða í Kína 2019. Heimsmeistararnir Ásgeir Gylfason og Óttar Karlsson. Maður getur nánast séð fyrir sér fundina þar sem allir þessir aðilar lögðu á borð það sem þeim fannst að námið þyrfti að innihalda. Námið tekur einhvern veginn á öllum þeim þáttum sem maður hefur hefur séð í námskrám menntastofnana í utanspítalaþjónustu til þessa og til viðbótar allt það sem manni hefur fundist vanta. Sem dæmi um þetta má nefna námskeið í fyrstu hjálp við sjálfsvígshættu sem er alls ekki langt og hefur ekki verið kennt í paramedic námi í Noregi en mikið hefði ég viljað hafa verið búinn á þessu námskeiði þegar ég fór í mitt fyrsta sjálfsvígstil- raunarútkall í upphafi ferilsins á Íslandi. Nám í utanspítalaþjónustu á þessu stigi á sér ekki langa sögu hérna en þróunin er hröð. Heima erum við líka búin að bæta námið mikið, bæði innan Sjúkraflutningaskólans og utan, og er það vel. En hér er einfaldlega búið að taka allt þetta efni og alla þessa reynslu saman. Í bland við þá framtíðarsýn sem er nauðsynleg til að standast tímans tönn er öllu saman komið í staðlað form sem er viðurkennt af alþjóðasamfélaginu. Enn eitt öflugt vopn sem nýtist ekki bara í að veita skjólstæðingum okkar góða heilbrigðisþjónustu heldur einnig til að lyfta okkar stétt til áframhald- andi vegsemdar og virðingar, innan heilbrigðiskerfisins, samfélagsins í heild og ekki síst til halda stéttinni í jafnvægi við aðrar þegar að kemur að launakjörum í landinu. Þetta er enn einn valkosturinn þegar kemur að því að velja sér námsleið innan fagsins og skemmtileg viðbót við þær flottu leiðir sem okkar fólk hefur verið að feta undanfarin ár. http://www.hioa.no/Studier-og-kurs/ HF/Bachelor/Prehospitalt-arbeid- paramedic

x

Á vakt fyrir Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.