Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 32

Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 32
32 Á vakt fyrir Ísland Ýmsir þættir hafa áhrif á fæðuval slökkviliðsmanna svo sem vaktavinna og svefntruflanir. Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta ástæða dauðsfalla slökkviliðsmanna á vakt í Bretlandi en líkur á hjarta- og æðasjúkdómum aukast eftir fimm ára vinnu á vöktum. Offita og ýmsir áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma hafa einnig aukist með árunum. Þegar unnið er á næturvöktum geta matmálstímar verið mismunandi og eykst oft löngun í ákveðin matvæli. Minna er um hollan mat og orkuríkur matur frekar valinn t.d. skyndibiti og sykraðir gosdrykkir. Rannsóknir sýna hins vegar að enginn munur er á heildarorkuinntöku milli þeirra sem vinna dag- og næturvaktir. Er orkuþörf slökkviliðsmanna meiri? Alla jafna er orkuþörf slökkviliðsmanna ekki frábrugðin orkuþörf annarra. Orkuþörf er mismunandi milli einstak- linga og getur breyst. Orkuþörfin er aukin í útkalli þegar líkaminn þarf að erfiða en minni t.d. þegar setið er við skrifborð. Hvað eiga slökkviliðsmenn að borða? Slökkviliðsmenn þurfa ekki að borða öðruvísi en aðrir. Ýmsar rannsóknir meðal slökkviliðsmanna hafa sýnt fram á gagnsemi Miðjarðarhafsmataræðisins með t.d. betri hjartaheilsu og minni líkum á þyngdaraukningu. Miðjarðarhafsmataræðið er í meginatriðum byggt á ávöxtum, grænmeti, heil- kornum, pasta, baunum, fræjum og olíu auk þess sem áhersla er lögð á fiskneyslu og hóflega kjötneyslu. Þetta er því í grunn- inn í samræmi við þær ráðleggingar sem við höfum hér á Íslandi. Ráðlegg- ingar um mataræði koma frá embætti landlæknis og byggja á vísindalegum rannsóknum á sviði næringar sem sérfræðingar frá Norðurlöndunum uppfæra reglulega. Ef þú fylgir ráðleggingum um mataræði er auðveldara fyrir líkamann að fá þau næringarefni sem hann þarf á að halda til að stuðla að góðri heilsu. Með því að fylgja ráðleggingum minnka líkurnar á ýmsum langvinnum sjúkdómum auk þess að auðveldara er að viðhalda heilsusamlegu holdarfari. Engin ástæða er til að útiloka ákveðnar fæðutegundir og mikilvægt er að fæðuvalið sé fjölbreytt og skammtastærðir séu hæfilegar. Næring slökkviliðsmanna Í hnotskurn eru ráðleggingar á mataræði eftirfarandi: Höfundur er Áróra Rós Ingadóttir næringarfræðingur á Landspítalanum og doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands. • Takmarka neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti t.d. gosdrykkir, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibiti og unnar kjöt- vörur. Vörur sem innihalda mikið af viðbættum sykri veita oftast lítið af nauðsynlegum næringarefnum og öðrum hollum efnum. • Velja matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi t.d. ávextir, grænmeti, ber, hnetur, fræ, feitur- og magur fiskur, olíur og fituminni mjólkurvörur. • Ávextir og grænmeti minnka líkur á þyngdaraukningu, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ýmsum tegundum krabbameina. • Fiskur 2-3svar í viku. Regluleg neysla á feitum fiski getur dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Bæði feitur fiskur og magur hefur jákvæð áhrif á heilsuna. Fiskur er góður próteingjafi og í honum eru einnig ýmis önnur næringarefni, svo sem selen og joð. Feitur fiskur er einnig auðugur af D-vítamíni og löngum ómega-3 fitusýrum en þessi næringarefni eru í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi. • Fita í fæðunni veitir lífsnauðsynlegar fitusýrur auk vítamína. Æskilegt er að auka hlut mjúkrar fitu í fæði á kostnað harðrar fitu. Þannig má draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Hins vegar er ekki æski- legt að skipta út mettaðri fitu fyrir fínunnin kolvetni, svo sem sykur eða hvítt hveiti, þar sem það getur haft óæskileg áhrif. Mjúka fitu er fyrst og fremst að finna í fæðu úr jurtaríkinu og í feitum fiski. • Til þess að stuðla að góðum D-vítamínhag yfir vetrar- mánuðina er nauðsynlegt að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. • Auka trefjar í fæði með því að velja heilkornavörur.

x

Á vakt fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.