Heima er bezt - 01.04.2007, Qupperneq 4
Kaffisopinn indœll er,
eykur fiör og skapið bætir,
langbest alltaf líkar mér,
Lúðvíks Davíðs kaffibætir.
Þessi vísa lék á flestra vörum, áður fyrr á árunum,
og gerir sjálfsagt víða enn í dag. Hún er nokkurs konar
ástaróður, ef svo má segja, til kaffisins, sem alltaf hefur
verið nokkur uppáhaldsdrykkur hjá fólki, og kannski enn
frekar á undangengnum öldum, þegar úrval drykkjarvara
var öllu fátækara en við þekkjum í dag. Munar þar orðið
býsna miklu, svo ekki sé nú meira sagt. I dag er hægt að
standa tímunum saman framan við drykkjurvörurekkana
í verslununum og fara yfír allt úrvalið, um leið og reynt
er að gera sér í hugarlund, hvað væri nú fýsilegast í þetta
sinnið. Og lengd rekkanna er svo sannarlega ekki talin í
sentímetrum, heldur spanna þeir orðið fleiri metra í hverri
búð. Ekki er það nú allt ýkja hollt sem þar er í boði, en
drepur svo sem engan, ef hóflega er að farið. En mikið
held ég að sú manneskja hefði orðið undrandi, sem lifði
sinn blómatíma, fyrir, ja, kannski ekki nema 50 árum síðan,
svo ekki sé nú lengra farið í tíma, ef hún hefði fengið þann
mátt að geta séð drykkjarvörurekka búðanna í dag. Fyrir
50 - 100 árum síðan, og þaðan af lengra, var kannski ekki
mikið um annað að velja hjá alþýðu fólks, en mjólk, mysu,
fáeina gosdrykki kannski, vatnið, og svo auðvitað kaffið.
Og það var nú frekar talið til munaðarvöru fyrr á tímum,
og áreiðanlega ekki bruðlað mikið með það. Það þurfti að
sækja í kaupstað, stundum langa leið, og það kostaði peninga,
sem ekki var nú ýkja mikið af hjá fólki þá. Þess vegna hefur
kaffíð sjálfsagt oft verið meiri hátíðardrykkur en það er í
dag. Og ekki voru áhöldin eða síurnar til staðar í fyrstunni,
eða afjafn fullkominni gerð og í dag tíðkast, eins og eðlilegt
er. Svokallað ketilkaffí var algeng aðferð við kaffílögun,
og ekki síst þegar fólk var á ferðalagi. Það mun hafa verið
gert þannig að hitað var vatn og kaffið síðan sett út í, og
hitað að suðu. Hefur þá væntanlega korgurinn setið eftir á
botninum, og svo sem ekki ólíklegt að nokkur komin hafi
læðst upp í munn með hverjum sopa. En þetta var andinn
og tíminn, og fólk þekkti ekki annað.
Líklega hefur kaffið fylgt mannkyninu allt frá árinu 300,
en til er þekkt saga af því hvemig það á að hafa uppgötvast.
I henni segir að geitahirðir nokkur í Eþíópíu, hafí komið að
geitum sínum í allQörlegu ástandi, þær hafi verið ofsakátar,
stangast á og hoppað um allt á afturfótunum. Og þess á
milli stoppuðu þær og tuggðu græn lauf og rauð ber af tré
sem geitahirðirinn hafði aldrei séð áður. Og eftir að hann
hafði sjálfur smakkað nokkur berjanna, þá fór svo að hann
dansaði engu minna en geitumar.
Þessi uppgötvun hans á vímuáhrifum kaffibaunanna spurðist
fljótt út og óðar en varði vom menn famir að finna upp
allskonar aðferðir til þess að vinna koffínið og rokgjamar
ilmolíumar úr baununum. Og fyrsta aðferðin hefur áreiðanlega
verið einfaldlega sú að sjóða baunimar og drekka svo af
þeim seyðið.
Það er svo ekki fyrr en árið 1711 sem Frakkar byrja að
laga kaffið með svokallaðri uppáhellingu. Ekki var þó búið
að finna upp góða síu, til þess brúks, og var í fyrstu notast
við fíngataðar málm- eða postulínssíur, og í sumum tilfellum
gljúp efni, svo sem tau og pappír.
Þetta bætti náttúrlega mikið kaffíbragðið, en korgurinn
átti þó ennþá greiða leið í bollana og gerði bragðið beiskara,
auk þess sem hann hefur nú aldrei þótt góður til inntöku
sem slíkur. Og mikið kapp var lagt á það að finna upp
betri aðferðir við kaffilögunina. Sumir notuðu könnur með
þröngum stútum, sem áttu að hindra korginn í því að ná í
gegn, og setjast frekar til í víðum botni. Aðrir reyndu að
hafa stútinn á miðri könnunni, til þess að forðast korginn
sem flaut uppi og þann sem sökk, þegar hellt var.
Seint á 18. öld smíðaði franskur lyljafræðingur járnkönnu,
sem var skipt í efri og neðri hluta og á milli var götuð plata
sem virkaði sem sía. Síðan var heitu vatni hellt yfir kaffið,
sem rann yfir það, í gegnum síuna og niður í neðri hluta
könnunnar. Þetta varð vinsæl aðferð til þess að aðskilja
korginn úr vökvanum. Og síðan kom hver uppfinningin á
fætur annarri, og enn er verið að finna upp hagkvæmar og
þægilegar kaffikönnur, sem gera það sífellt einfaldara að
fá sér kaffi í bollann.
Og það er löngu liðin tíð að þurfa að brenna baunimar
og mala sjálfur, eins lengst af tíðkaðist, og áreiðanlega
margir eiga minningar um. Það leyndi sér nú yfirleitt ekki
þegar húsmæðurnar vom að brenna kaffibaunimar, ilmurinn
fyllti húsið og umhverfið. Og ýmsar voru gerðimar af
kaffikvörnunum. Sumar voru bara kassi, með sveif ofan
á og skúffu að neðan, þar sem duftið féll í, um leið og
sveifinni var snúið og baunirnar malaðar. Og sumir voru
með kaffíkvörn sem fest var upp á vegg og man ég t.d. eftir
einni slíkri á mínu æskuheimili. Neðan á henni var glerglas
og gat maður fylgst með því hvað möluninni gekk, eftir því
sem glasið fylltist.
Framhald á bls 228
196 Heima er bezt