Heima er bezt - 01.04.2007, Síða 6
Ætt og uppvöxtur
Hvar ertu fæddur, Þorgrímur, og hverjir voru foreldrar
þínir ?
- Ég er fæddur í Winnipeg í Kanada 20. júní 1920. Foreldrar
mínir voru Einar Þorgrímsson, og Jóhanna Oddsdóttir, fædd
í Vestmannaeyjum 1894, en faðir minn var fæddur 1895.
Börn áttu þau fjögur, og var ég annar í röðinni. Hín voru:
Jóhanna, fædd 1919, Einar, fæddur 1924, og Anna Sigríður,
fædd 1925.
Eg kom fjögurra ára til Chicago. Var þar í tvö ár. Þar
leið ég sult. Þegar verst lét. Þar stal ég ýmsu til að seðja
hungrið, meðal annars eplum og appelsínum í verslunum,
auk annars, og fyllti vasa mína. Pabbi var að vinna annars
staðar. Þá var allsleysi og heimskreppa. Eg grét af hungri, og
við bömin. Peningar voru sendir utan, til að við kæmumst
heim. Afi minn,
Þorgrímur Þórðarson, læknir í Keflavík, borgaði, en hann var
með ríkustu einstaklingum á landinu. Heim kom ég með móður
minni 1926, en faðir minn varð eftir. Var síðan hjá afa mínum
í Keflavík. Þar var ég fermdur af séra Eiríki Brynjólfssyni,
presti á Utskálum. Afí var líka sparisjóðsstjóri.
Eg var í barnaskólanum í Keflavík í fjóra vetur. Síðan kom
ég til Reykjavíkur 14 ára, en afi minn var dáinn þá (1934).
Svo flutti ég til móður minnar og bjó hjá henni í eitt ár Þar
á eftir var ég hjá systur pabba, Önnu Þorgrímsdóttur.
Á Reykjaskóla í Hrútafirði
Þú fórst til náms í Reykjaskóla í Hrútafirði og stundaðir
nám þar einn vetur. Segðu mér eitthvað af því.
- Ég kom að Reykjum haustið 1936, réttra 16 ára. Skólinn
var tveggja vetra skóli, og ég var í yngri deild. Nemendur
voru um fimmtíu, flestir um tvítugt. Ég var því með þeim
yngstu. Skólastjórinn var Jón Sigurðsson frá Ystafelli,
lengi bóndi þar, sjálfmennaður maður að mestu. Hann tók
við Reykjaskóla haustið 1934, eftir að skólinn hafði lent
í lægð nokkurri. Hann var skólastjóri þama í þrjú ár við
góðan orðstír, til haustsins 1937, er Guðmundur Gíslason frá
Ölfusvatni í Grafningi tók við. Jón kenndi talsvert sjálfur,
meðal annars fór hann í gegnum rit sitt „Land og lýður“,
landslýsingu greinagóða.
Ég skrópaði oft í tímunum hjá honum. Eitthvað kvartaði
ég yfir því að þurfa að læra þessa vitleysu, eins og ég orðaði
það. Skólastjómn gerði lítið úr þessum kvörtunum mínum,
og sagði að ég ætti ekkert erfitt með að læra þetta. „Þú ert
nú ekki nema meðalheimskur maður.,,, sagði hann.
Ég varð fjórði hæsti í meðaleinkunn í skólanum um vorið.
Góður í sundi og leikfími.
Agætur félagi minn í skólanum var Sveinbjörn Hannesson
frá Blönduósi, vel hagmæltur og skemmtilegur. Hann lék
það að fara heljarstökk með hendur í vösum. „Hafíð þið séð
nokkuð annað eins, strákar,“ sagði Svenni þá. Mikið var
hlegið og klappað fyrir honum, enda um afrek að ræða.
Aðalheiður ogÞorgrímur, með sittfyrsta barn, Skafta.
Sigríður Magnúsdóttir, vinnukona Þorgríms Þórðarsonar
lœknis, afa Þorgríms Einarssonar.
198 Heima er bezt