Heima er bezt - 01.04.2007, Page 9
Söngmenn Jjórir á Gnmd, í september 2002. Einar
Sturluson, Ingvar og Kristján Olafssynir, Oddur Thor.,
Kjartan Olafsson leikur á harmóníku. Við dyrnar aftar,
eru Gunnar Hjálmtýsson og þar hjá Guðný Jónsdóttir,
fótaaðgerðakona.
Leikfimi á Grund. Guðrún Helgadóttir stjórnar.
vistmaður á Grund
Nú er ég vistmaður hér á Grund, og hef verið hér viðloðandi
í nokkur ár. Kona mín, Aðalheiður Sigríður Skaftadóttir,
andaðist hér fyrir nokkrum árum. Við vorum jafnaldra. Við
eignuðumst fjögur börn, þrjá syni og dóttur, sem öll lifa.
Við giftumst 1944 og bjuggum á Skeggjagötu 17, sem við
áttum.
Eg er hér á herbergi með Guðmundi Jörgenssyni. Hann
er svipaður að aldri og ég. Mér líður vel hér. Eg gæti ekki
hugsað mér betri stað í elli. Eg læt sem vind um eyrun þjóta
margt, sem sagt er um þennan stað.
I borðstofu Grundar: Gunnar Hjálmtýsson við dyrnar,
djákni, Svala Sigríður Thomsen, les. I stól situr
Þorgrímur Einarsson.
Þar er sungið við undirleik organista heimilisins, Kjartans
Ólafssonar, lesið úr blöðunum, farið í leikfimi og lesið upp
úr bókum og blöðum. Þar hefi ég lesið frá 5. febrúar 1998,
hvern fimmtudag, og ekki má gleyma Þorgrími í því efni.
Hann hefur oft lesið í morgunstundinni, einkum ljóð, og
þá gjarnan eftir eftirlætisskáld sitt, Jóhannes Jónasson úr
Kötlum. Hann hefur lesið oftar en einu sinni ljóð hans: Karl
faðir minn, í setustofu Grundar, fyrir gamla fólkið.
Það er hreint snilldarverk, þótt sumum fyndist Jóhannes
gera full mikið grín að gömlum föður sínum. Kvæðið hefst
á þessum erindum:
Hann pabbi er skrýtinn og sköllóttur karl,
sem á skinnhúfu og tekur í nefið.
Og bleksterkt kaffi og brennivín
er það besta, sem honum er gefið.
Hann þvœr sér ekki oft og aldrei vel,
og er líka sjaldan á fundum.
Það er eins og hann geti ekki að því gert,
hvað óhreint hans skegg er stundum.
Væntanlega hafa nmargir lesenda þessa rits lesið þetta ljóð
og lært það utanað, að hluta eða allt. Þorgrímur lifir sig inn
í þetta ljóð og gefur því líf með sínum ágæta lestri.
Þorgrímur er tæplega meðalmaður á hæð núna, 87 ára,
og grannholda. Hann er nú kominn í hjólastól og fer um
alla bygginguna á Grund í þeim farkosti. Hann mætir í
morgunstundina oftast nær og fylgist með því, sem þar fer
fram. Hann hefur gaman af að blanda geði við fólk.
Þorgrímur er eins og fyrr er frá sagt enginn nýgræðingur
á Grund. Löngu áður en hann settist þar að fullt og fast,
var hann tíður gestur í morgunstundinni, sem er alla virka
daga frá því klukkan 9 til 11, í setustofunni á þriðju hæð.
Ég óska Þorgrími Einarssyni góðra daga framvegis á
Grund.
Skrifað í mars 2007.
Heima er bezt 201