Heima er bezt - 01.04.2007, Page 10
Heimsýn að Abœ í
Austurdal. Gil
Abæjarárinnar
opnast til vinstri.
Stund og staðir
í Skagafirði
7. þáttur
Hjalti Pálsson
frá Hofi
* '
•fer'
y
Draugatrú var mikil og almenn á Islandi á 18. og 19. öld og
gœtti verulega fram eftir hinni 20. En nú fer orðið litið fyrir
slíku. Samt eru margir ekki með öllu lausir við myrkfælni
og þessar vættir lifa enn vel íþjóðarvitundinni. Flestar
sveitir landsins kunna að státa af einhverjum draug sem þar
hefur átt sér óðul á tilvistardögum. Fáar mun þó jafnríkar
og Austurdalur í Skagafirði, af jafn fámennri sveit og lítilli.
Þar má telja einn frægasta uppvakning Islandssögunnar,
Abœjarskottu, en aukþess tvo aðra ára sem minna eru kunnir
en voru þó velþekktir í sveitinni á 19. öld.
Tegundir drauga eru margar og
uppruni þeirra breytilegur. Fyrst
er að nefna svipi framliðinna
sem birtust fólki án þess að gera að
jafnaði nokkurt mein. I öðru lagi má
telja svonefndar afturgöngur. Það voru
persónur sem af sjálfsdáðum gengu aftur
eftir andlátið, t.d. af heift eða girnd til
einhvers, eða þær söknuðu peninga
sinna eða þótti misfarið með bein sín.
Illvígusta tegundin var uppvakningar
eða sendingar sem særðir höfðu verið
upp úr gröf sinni af galdramönnum og
send lifandi einstaklingum til bölvunar.
Ef ekki tókst að ráða niðurlögum
afturgangna og uppvakninga, kveða þá
niður eða koma fyrir, gátu þær orðið
fylgjur sem lögust á ættir og fylgdu í
marga ættliði. Birtust þá ýmist í eigin
mynd sem svipir og vofúr en stundum
í ýmissa kvikinda líki. Sumir draugar
héldu sig mest við ákveðinn stað og
voru nefndir staðárar. Aðrir voru mjög
á flakki og nefndust gangárar. í þeim
hópi voru ættarfylgjur, mórar og skottur.
Karldraugar vora gjaman kallaðir mórar
eftir klæðaburði sínum en kvendraugar
skottur, væntanlega vegna hinnar gömlu
íslensku skotthúfa sem þær báru.
Ábæjarskotta
Ein af frægustu uppvakningum og
ættarfylgjum Islandssögunnar er
Ábæjarskotta, reyndar ekki við eina
Qölina felld því hún kom víða niður í
fýlgni sinni við fólk og var því stundum
kennd við aðra bæi: Nýjabæjarskotta,
Kúskerpisskotta, Fléraðsdalsskotta en
202 Heima er bezt