Heima er bezt - 01.04.2007, Síða 12
Dys Dala-Skúla norðan í Draughólnum, fram og upp frá Abœ. Bakpokinn og
stafirnir eru á dysinni en geina má hringinn umhverfis.
mtmm,
Nýjabæ“, sagði Guðbjörg, „og dreptu
Guðmund Nikulásson.“ Komst Skotta
ekki nema að Tinná sem rennur skammt
norðan við Nýjabæ en hljóp þar upp
og ofan með ánni því Guðmundur var
þar fyrir. Kvaðst Skotta ætla að brenna
ef hún færi lengra en að ánni og ekki
geta nálgast Guðmund því hann væri
með óbilandi draugavörn, loðinn kross
á brjósti og baki og læstar neglur. Hann
skipaði Skottu þá að fara aftur að Abæ.
Gerði hún eftir það mikinn óskunda,
drap fé og fólk. Var henni kennt um
dauða barns Guðmundar á Nýjabæ sem
hengdist um veturinn þegar hann var
að heiman. Nennti Guðmundur ekki
að búa undir þessari ásókn og flutti
sig í Krókárgerði vorið 1808 og var
þar með laus við Skottu en hún tók
að fylgja Jóni og Guðbjörgu og þeirra
afkomendum. A búskaparárum þeirra
á Nýjabæ var hún kölluð
Nýjabæjarskotta og þegar þau
hjón létust var Skottu kennt
það. Þegar Guðrún dóttir
Jóns og Guðbjargar skar sig
löngu síðar í geðveikiskasti
í útihúsi í Héraðsdal var sagt
að Skotta hefði sleikt upp
blóðið sem rann úr henni
svo að bolli varð eftir ofan
í moldargólftð.
Skottu er svo lýst að
hún væri á vöxt við 12 ára
stúlku, á mórauðu stuttpilsi
í sauðsvartri peysu og með
skúflausa skotthúfu, mórauða.
Síðustu skjallegu heimildir um Skottu
er miði sem slæddist á Héraðsskjalasafnið
á Sauðárkróki með skrifum Björns
Egilssonar á Sveinsstöðum og ritaður
með hans hendi. A honum stendur
þetta:
,,Það viðurkennist hér með að Jónas
á Völlum, hreppstjóri með meiru,
hefur í dag afhent mér Abæjarskottu.
Goðdölum 23. 1. 1979. Björn
Egilsson. “
Magnús Kr. Gíslason skáldbóndi á
Vöglum í Skagafirði minnist svo Skottu
og Abæjar í Stiklukvæði sínu:
Abœr er kominn í eyði nú,
uppi þó kofar standa.
Teikning Björns Björnssonar af
dysinni og hringnum.
Þar var samt áður blómlegt bú
og búsœldin milli handa.
Ein var þó kyrr og ekki sveik
óóalið sitt í tryggðum.
Gieður sig þar við gamanleik
með görpum úr neðri byggðum.
Daia-Skúii
Dala-Skúli var mönnum nánast gleymdur
á seinni hluta 20. aldar en minning hans
„vakin upp" árið 1985 þegar um hann,
eða kannski öllu heldur svonefndan
„galdrahring á Abæ“, birtust nokkrar
greinar í tímaritinu Heima er bezt,
þar sem þeir lögðu hönd að penna
Hannes Pétursson skáld, Hjörleifur
Kristinsson á Gilsbakka, Bjöm Egilsson
á Sveinsstöðum og Þórður Tómasson
í Skógum. Enginn þeirra hafði þó séð
galdrahringinn eða vissi skilmerkilega
hvar hann var og einungis Hjörleifur
á Gilsbakka hafði heyrt getið Dala-
Skúla. Svo hafði þá fymt yfír dalbúa
þennan.
En í byrjun 20. aldar kunnu
Austdælingar góð skil á Dala-Skúla
og verustað hans. Sumarið 1910 var
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður
þar á ferð og getur eftirfarandi í skýrslu
sinni:
„A Abæ í Austurdal var mér bent
á mannvirki eitt einkennilegt. Það er
skammt upp frá bænum í dagmálastað,
rétt fyrir utan túnið. Það er lítill haugur,
um 10 fet að þvermáli, kringlóttur, og
er garður hlaðinn umhverfís, þvermál
hrings þessa er 37-40 fet. Hann er
sporbaugsmyndaður. Garðurinn er
nú mjög lágur, aðeins um 0,5 fet, og
mjór, um 1,5 fet, en fullglöggur. Þessu
mannvirki fylgir sú þjóðsaga, sem alkunn
er í Skagafjarðardölum, að draugur
að nafni Dala-Skúli hafí verið settur
hér niður. Hann var uppvakningur úr
Vesturdalnum og gerði mikið mein uns
Goðdalaprestur sendi hann fram á afrétt
og fékk honum það erindi að telja öll
kindaspörð á afréttinum. Að loknu verki
kom draugur niður að Abæ og voru
þá fætur gengnir upp að knjám. Varð
204 Heima er bezt