Heima er bezt - 01.04.2007, Síða 16
(--------------------------------------
landsmanna lækka um 18 milljarða
dala (eða rúma 1200 milljarða íslenskra
króna), og losun koltvíoxíðs drægist
saman um 158 milljón tonn.
í Evrópu eru litlu færri ljósastæði
fyrir glóðarperur (3,9 milljarðar að
mati talsmanns Evrópubandalagsins), og
með flúrpemm í þeim fengist spamaður
er svaraði til orkuneyslu 10 milljón
heimila.
Sá ljóður er á flúrljósum - jafnt
flúrpípunum sem nýju perunum - að
í þeim er kvikasilfur, að vísu ekki mikið,
eða um 5 millígrömm í venjulegri
heimilispem. Þess vegna er kostnaður
við að koma eitrinu úr umferð innifalinn
í söluverðinu, og ekki má fleygja
flúrperum með venjulegu sorpi.
í febrúar 2007 lögleiddi ástralska
þingið bann við sölu á glóðarperum
til heimilisnota sem taka á gildi árið
2010. Bretar hyggjast fara að dæmi
þeirra 2012 og glóðarperubann er til
umræðu innan Evrópubandalagsins.
Auk þess liggur fyrir Kalifomíuþingi
lagafmmvarp frá fylkisstjóranum um
tortíiningu glóðarperunnar, og málið
hefur verið rætt í lögþingum víðar,
meðal annars í Connecticut og New
Jersey í Bandaríkjunum og á nokkmm
svæðum í Kanada.
Hvað tekur svo við?
Hvergi mun tekið fram í verðandi lögum
hvað eigi að leysa glóðarlampana af
hólmi, en um sinn er þar vart um annað að
ræða en flúrpemr. Þó er ljóst að þær munu
ekki standa lengi við í perustykkjunum.
Næsti áfangi í raflýsingu heimilanna
verður ljósdíóðan (LED, „Light Emitting
Diode“). I ljósdíóðu eru staflar af
örþunnum flögum af hálfleiðurum,
og hætti ég mér ekki út í að lýsa þeirri
tækni, sem menn kannast til dæmis
við úr tölvuskjáum, farsímaskjáum
og flatskjáum sjónvarpstækja. Með
breyttri efnasamsetningu hálfleiðaranna
má fá fram hvers kyns liti til dæmis í
umferðarljósum eða jólatrjáseríum.
Enn á það langt í land að ljósdíóður
til lýsingar á heimilum og vinnustöðum
komi á almennan markað. Tilraunagerðir
eru dýrar, auk þess sem erfítt er að fá
fram heppilegan, þægilegan lit á birtuna.
Hjá Philips í Hollandi er verið að prófa
____________________________________
Tvœr algengar gerðir af flúrperum sem
perustœði.
peru sem í eru ijórar ljósdíóður, tvær
rauðar, ein græn og ein blá. Með því
að breyta innbyrðis styrkleika ljóssins
frá díóðunum má kalla fram allt að 16
milljón litblæbrigði á ljósinu. Með
haustinu 2007 verður hægt að fá svona
lampa, LivingColors, með fjarstýringu
á litblæ og ljósstyrk. Framleiðandinn
leggur samt áherslu á það að mikið verk
sé framundan áður en neytandinn geti
farið út í búð og keypt LED-perur til
hvers konar lýsingar.
Fyrstu hvítu LED-ljósin verða trúlega
skjannabjört vinnuljós. Dótturfyritæki
Siemens, Osram, kynnti í marsbyrjun
í ár díóðuljóskastara, Ostar, þar sem
ljósgjafínn er aðeins eins fermillímetra
skrúfaðar eru inn í venjuleg
flötur og á að varpa nægri birtu á
skrifborð úr tveggja metra hæð. Auk
þess sem ljósgjafinn nýtir orkuna
betur en flúrlampi, að ekki sé minnst á
glóðarljós, á hann að endast á við fimmtíu
glóðarperur eða fímm flúrperur.
Sjá „It’s light out for a hosehold
classic“ eftir Andy Coghlan. New
Scientist 31. mars 2007. Höfundur
færði í letur greinina sem hér birtist
áður en hann vissi af skilmerkilegum
skrifum ritstjóra Heima er bezt, Guðjóns
Baldvinssonar, um yfírvofandi endalok
ljósaperunnar í hlaðvarpapistli í mars
LivingColors-lampi frá Philips meó fjórum Ijósdíóðum. Þetta er frumgerð sem
kemur á markað í haust og gerir mönnum kleift að velja með Jjarstýringu
Ijósstyrk og litblæ í herbergi.
‘J
208 Heima erbezt