Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 18
vængjum. Dæmi eru um að álftir hafi drepið kindur sem
álpuðust of nærri hreiðri þessara skapmiklu fugla.
Þegar ungamir em komnir úr eggjunum fara foreldramir með
þá á vatn og kenna þeim að synda og bjarga sér. Ungamir eru
gráir að lit fyrsta árið en lýsast fljótlega eftir það. Þeir verða
ekki kynþroska fyrr en fjögurra til fimm ára. Geldfuglamir
halda sig í hópum og em mjög áberandi á lónum og grannum
fjörðum.
Álftir em einkvænisfuglar og halda saman lífíð út í gegn.
Þeir blandast þó öðmm álftum þegar varpi og útungunartíma
er lokið og ungamir famir að stækka. Ár eftir ár verpa þær á
sama staðnum. Koma snemma vors, eins og veðrátta leyfír,
og dytta að dyngjunni. Álftin fellir fjaðrir seint á sumrin og
á meðan þær em í sámm hópast þær að vötnum og ám til
að geta forðað sér á sundi ef þær veða fyrir styggð. Áður
fyrr vom álftafjaðrir mikið notaðar og allir hafa heyrt talað
um íjaðrapenna sem notaðir voru öldum saman til að skrifa
með.
Álftin er oft kölluð svanur, samanber svanirnir á
Reykjavíkurtjöm. Hljóð þeirra em falleg og hafa orðið mörgu
skáldinu yrkisefni. Það er mikill munur á söng þeirra og
aðvömnarhljóðum. Þær eru hálfkafarar og oft má sjá aftari
hluta búksins og stélið eitt uppúr tjörnum þegar þær eru
í fæðuöflun. Á norðlægum slóðum eru þær farfuglar að
mestu leyti. Héðan fer fjöldi þeirra til Bretlands á haustin
og lengra suður í álfuna til vetursetur.
Álftir sækja í tún og flæðiengi og em þar engir aufúsugestir
bænda. Álftin er alfriðuð. Á meðan mátti veiða hana var
hún drjúgt búsílag, sérstaklega á vorin þegar var farið að
þrengjast um í matarbúri fólks.
Egg henna þykja góð en kjötið af fuglinum fremur þurrt.
Hún á sér ekki marga óvini vegna styrkleika síns og verður
að teljast að maðurinn sé hennar versti óvinur.
Áftin er afar fagur fugl sem gleður augað. Hún er mjög
þekkt og fyrir henni er borin virðing. Álftahópur á flugi er
tignarleg sjón. Á tjöminni í Reykjavík er alltaf talsvert af
álftum sem þiggja brauð borgarbúa. Þær eru mis ágengar
með mismunandi karakter.
Á haustin er mikið um álftir á Elliðavatni. Fyrir nokkrum
ámm fylgdist greinarhöfundur með álftahópi sem hélt sig á og
við vatnið. í hópnum var ein álftin stök eða hún samlagaðist
ekki hinum álftunum. Hún var alltaf talsvert utan við hópinn
og var þetta mest áberandi á nóttunni þegar fuglamir sváfu.
Ekki var hægt að merkja að hinar álftimar leggðu hana í
einelti og aldrei voru nein áflog í gangi. Eftir að nótt tók að
dimma, þegar heiðskírt var og tungl á lofti, gerðust skrýtnir
hlutir á vatninu. Þegar tunglið merlaði í hluta vatnsflatarins
og fuglana rak með straumi inn í birtuna hrökk svanurinn
staki upp með hljóðum, barði vængjunum í vatnsflötinn
þar til allur hópurinn vaknaði. Svipuð atburðarás fór fram
þegar sofandi svanahópinn bar með straumi inn á ljósrák
frá ljósastaur sem var nálægt vatnsbakkanum. Þá var engu
líkara en fuglinn héldi að nú væri komin dagur og hann
hefði sofið yfír sig.
Á meðan undirrituð fylgdist með þessum fuglahópi, um
eins mánaðar bil, synti alltaf ein álftin nokkuð frá hópnum
og það sama var þegar fuglarnir sváfu. Ekki er gott að vita
hvort þetta var ekkill eða ekkja eða útvörður hópsins sem
átti að sjá um að fuglarnir yrðu ekki viðskila og láta vita ef
eitthvað óvenjulegt var á seyði.
í mörg sumur verpti álftapar nokkru fyrir ofan stífluna í
Elliðaánum. Á meðan kvenfuglinn lá á eggjunum vék karlinn
lítið frá hreiðrinu. Hann skimaði í allar áttir og geðvonska
hans jókst eftir því sem lengra leið.
Á björtum vomóttum var ekki annað að sjá en hann væri
alltaf vakandi.
Hann þáði brauðgjafír úr hæfilegri íjarlægð en lítið mátti
út af bera svo að hann væri ekki tilbúinn að berja velunnara
sína.
í tveimur hólmum á Miðfjarðarvatni í Húnavatnssýslu,
verptu álftahjón í báðum hólmunum. Á milli hólmabúanna
ríkti fálæti en ef annar hvor þeirra synti um miðja vegu á
milli hólmanna ruku nágrannarnir upp með gargi og látum.
Það var nóg til að snúa nágrannanum til síns hólma. Ef það
komu ókunnar álftir í nágrennið stóðu hólmabændur saman
sem ein álft og stökktu hinum óboðnu á flótta. Þessu fylgdi
mikill hávaði og um leið vængjabarsmíði á vatnsflötinn.
Yfirleitt var hinum óvelkomnu gestum fylgt eftir út fyrir
bakka vatnsins.
Einu sinni var á Reykjavíkurtjörn svanur, sem gaf sig
mikið að krökkum er komu að gefa fuglunum brauð. Þetta
var ungur fugl og var hegðan hans oft þannig að allt benti
til þess að hann héldi sig vera manneskju. Um tíma komu
oft myndir í blöðunum af þessum fugli.
Talsvert er til af alþýðufróðleik um álftina og margar
sögur tengjast þessum fugli. Álftin er ævintýrapersóna ungra
elskenda frá fornu fari. En eitt er víst að þessi fiugl er greindur
og án efa væri hægt að kenna þeim ýmsar kúnstir.
210 Heima er bezt