Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 19
YFIR NORÐURLANDS STÓL A aldarafmœli Prestafélags hinsforna Hólastiftis í Varmahlíð í Skagfirði haustið 1998, fekk ég þann heiður að mœla nokkur þait hátíðarorð, sem ég kallaði Mortuos plango - ég sakna hinna dauðu. Síra Matthías Jochumsson átti að sjálfu gefnu yfirskriftina efst á b/aði. Líka rauða þráðinn í árhundraðs steji minninganna, þegar auga í hnakka drengs eins hinna fyrri félaga, sá qftur í liðna tíð og gat sagt í styrk hinna föllnu hetja: Verum sátt við alla menn, því að lífið á hljómfall skaparans, sem gaf og tók. Þá ævileið, sem ekki er ávallt byrjuð með gleði, sjaldan auðveld, nema dagsstundarbið og endranœr er saknað. Agúst Sigurðsson frá Möðruvöllum: Síra Matthías var næmur á samtímann og hann var skyggn í fortíð blásnauðra hjábama í kirkju og ríki Danakonungs eftir siðskipti á Islandi. Þegar hann kom að Hólum, var dómkirkjan ekkja í túni. Hann saknaði hinna dauðu: Hólabiskupsins á stóli frá því er Jón helgi Ögmundsson kom 1106, unz síðasti Islendingurinn á miðöldum féll á hinu biskupssetrinu fyrir böðulsöxi, sem sargaði, murkaði. Með fólkssöfnuði móðurkirkjunnar, sem hér úti átti mestar lendur og flestar útleigðar jarðir, tregum við barningssöguna. Alla upphefð og eflaust endurheimt lýðræði eigum við að þakka sagnariturum gamallar munnlegrar geymdar á þjóðtímanum löngu fyrir siðskipti. Af vanefnum andlegrar sýnar fólks, sem hér úti byggði bú og hokraði réttindalaust, væri þjóðlífsmyndin gleymd. íslenzk Heima er bezt 211

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.